„Ef ég mæti í tíma þá er ég stundum daga að jafna mig, og er tími þess virði að vera daga að jafna sig? Nei, eiginlega ekki,“ segir Hilmar Smári Finsen, 30 ára meistaranemi í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hann segir að tæknilegar lausnir fyrir nám á tímum Covid hafi verulega bætt aðgengi að námi við skólann. Án þessara lausna hefði hann ekki getað klárað BA-námið og gæti ekki séð fyrir sér að klára meistaranámið.
Þann 3. mars 2016 lenti Hilmar í bílslysi. Eitt dekkið á bílnum hans sprakk á ferð sem leiddi til þess að hann missti stjórn á bílnum sem endaði á steini. Í slysinu þríbrotnaði hann á ökkla og brotnaði einnig á tveimur stöðum á bakinu. Slysið hafði þær afleiðingar að hann lifir nú við allt að 70 prósent skerta hreyfigetu. Hreyfihömlun hans gerir það að verkum að einföld verkefni geta tekið margfalt lengri tíma …
Sjá meira

Athugasemdir (1)