Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Stórmerkur fornleifafundur

Nafn­ið Rung­holt hljóm­ar lík­lega ekki kunn­ug­lega í eyr­um nú­tíma­manna. Öld­um sam­an var Rung­holt í Slés­vík með­al stærstu bæja í Norð­ur- Evr­ópu en mik­il flóð urðu til þess að bær­inn hvarf, með manni og mús. Vís­inda­menn hafa nú fund­ið bæ­inn og kalla upp­götv­un­ina stórvið­burð.

Stórmerkur fornleifafundur
Miðaldakirkja Lengi hefur verið vitað að bærinn Rungholt í Norður-Fríslandi hafi horfið í hafið í miklum flóðum árið 1362. Nú, tæpum 700 árum síðar hafa fornleifafræðingar fundið kirkjuna í Rungholt. Mynd: Facebook

Öldum saman hafa íbúar Norður-Fríslands staðhæft að í góðu veðri megi heyra klukknahljóm sem þeir segja koma frá miðaldakirkjunni í Rungholt. Ekki hafa allir aðrir verið trúaðir á þessa staðhæfingu, kallað þetta þjóðtrú. Lengi hefur verið vitað að bærinn Rungholt í Norður-Fríslandi (sem þá var hluti Suður-Jótlands) hafi horfið í hafið í miklum flóðum árið 1362. Nú, tæpum 700 árum síðar hafa fornleifafræðingar fundið kirkjuna í Rungholt.

Ruth Blankenfeldt fornleifafræðingur og starfsmaður fornleifamiðstöðvarinnar í Slésvík sagði frá þessum merka fundi í viðtali við dagblaðið Berlingske fyrr í þessum mánuði. Í viðtalinu greindi Ruth Blankenfeldt frá því að kirkjan í Rungholt hafi verið um það bil 40 metra löng og 15 metra breið. 

En kirkjan er ekki það eina sem fornleifafræðingarnir fundu. „Við uppgötuðum greinileg merki bæjarfélags sem var um það bil tveggja kílómetra langt, og álíka breitt, umhverfis kirkjuna. Þetta sýnir að Rungholt hefur verið stór bær, á þess tíma mælikvarða.“ 

Afrakstur margra ára vinnu

Fundur kirkjunnar og svæðisins í nágrenni hennar er afrakstur margra ára vinnu. Vísindamenn hafa rannsakað leirinn á svæði milli eyjunnar Pelvorm og Nordstrandskagans skammt frá bænum Husum, um það bil 40 kílómetrum sunnan við vestasta hluta núverandi landamæra Danmerkur og Þýskalands. Vísindamennirnir hafa notast við nútíma mæli- og leitartækni við þessa vinnu. Kirkjan var ekki það eina sem fannst, leifar margra bygginga, þar á meðal voru tvær minni kirkjur, brunnar, húsgrunnar, frárennslislagnir svo fátt eitt sé nefnt.  

Atlantis norðursins

Öldum saman hafa frásagnir af Rungholt haft á sér einskonar þjóðsagnablæ og stundum líkt við Atlantis sem Platon (um 427 f. Kr-347 f.Kr) greindi frá í einu rita sinna að hefði sokkið í sæ. 

Í byrjun síðustu aldar vaknaði áhugi sagnfræðinga á frásögnum um að til hefði verið eitthvað sem hét Rungholt og að það hefði verið ríkt samfélag. Mikil vinna var lögð í að leita í gömlum annálum og þá kom margt í ljós, sem ekki var vitað um áður. Meðal annars fannst viðskiptasamningur sem gerður var í maí 1361 milli kaupmanna í Rungholt og Hamborg. Einnig fannst landakort frá árinu 1636, gert af Johannes Meyer, endurgerð korts frá 1240. 

RungholtKort frá 1850 sem sýnir Rungholt á miðöldum.

Þúsundir fórust

Aðfaranótt 16. janúar 1362, einungis átta mánuðum eftir undirritun viðskiptasamningsins áðurnefnda, gerði ofsaveður af vestri. Svæði sem nefndist Strand rofnaði frá meginlandinu og varð að eyju. Bærinn Rungholt og nokkur þorp í nágrenninu hurfu að mestu af yfirborði jarðar. Þetta eru einhverjar mestu náttúruhamfarir sem um getur í Norðurhluta Evrópu. Þessir atburðir ganga hjá Dönum undir nafninu „Den store manddrukning“. Ekki er með vissu vitað hve margt fólk fórst þessa óveðursnótt en talið að það hafi verið á bilinu 10 – 30 þúsund. 

Rétt er að nefna að 11. október árið 1634 varð annað stórflóð á þessu sama svæði og við það fór hluti Strand svæðisins undir vatn og til urðu nokkrar minni eyjar, Pelvorm (einnig ritað Pellvorm) er stærst þeirra. „Den anden store manddrukning“ nefna Danir þennan atburð, en talið er að allt að 15 þúsund manns hafi farist. Það litla sem eftir stóð af Rungholt hvarf í þessu flóði.

Miklar breytingar á veðurfari hluti skýringarinnar

Rannsóknir á dropasteinum og kalkútfellingum í austurrísku ölpunum hafa leitt í ljós að á 14. öld urðu miklar breytingar á veðurfari. Úrhelli og stormur vikum saman ollu miklum skemmdum á ökrum og öðrum ræktunarlöndum. Hungursneyð herjaði á íbúa margra Evrópulanda og Svarti dauði varð allt að helmingi íbúa álfunnar að aldurtila. Íbúar Rungholt höfðu lengi óttast flóð og höfðu reist varnargarða, tveggja metra háa að talið er. Þegar flóðið brast á braut það niður varnargarðana og æddi yfir svæðið, íbúarnir áttu enga undankomuleið.

Friðlýst verndarsvæði 

Þjóðfræðingurinn Hans-Peter Duerr, sem er prófessor við háskólann í Bremen, vann árum saman að rannsóknum á Rungholt svæðinu, ásamt nemendum sínum. Þeir fundu alls kyns leirmuni, mynt, skartgripi, blástein frá Afganistan, og ennfremur hluta skips sem talið er að hafi verið frá Krít. Hans-Peter Duerr telur að Rungholt hafi verið verslunarstaður öldum saman, jafnvel frá því fyrir daga Krists. Hans-Peter Duerr og nemendur hans gátu hins vegar ekki stundað uppgröft á svæðinu sökum þess að það er á menningarminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og þess vegna friðlýst.  

Fundu kirkjuna í Rungholt með hjálp tækninnar

Á allra síðustu árum hefur komið til sögunnar alls kyns tækni sem gerir  fornleifa- og jarðfræðingum mögulegt að finna og staðsetja mannabústaði og margt annað sem leynist grafið í jörðu. Ruth Blankenfeldt fornleifafræðingur segir fund kirkjunnar og mannvistarleifarnar á Rungholt svæðinu stórfrétt. En rannsóknirnar á þessu svæði séu rétt að byrja.

Þess má geta að vitað er að allstórt svæði skammt frá Esbjerg fór undir vatn í stórflóðinu árið 1634. Rannsóknir á því svæði eru ekki hafnar en áðurnefnd Ruth Blankenfeldt sagði í viðtali við dagblaðið Berlingske að þar biði áhugavert viðfangsefni.

Þess má í lokin geta að auk flóðanna og mannskaðanna árin 1362 og 1634, sem komið hafa við sögu í þessum pistli, hafa að minnsta kosti tvisvar til viðbótar orðið mannskæð flóð í Danmörku. Árið 1717 varð flóð sem kostaði mörg þúsund manns lífið, þar á meðal um tvö þúsund á Eidjersted skaganum. Árið 1872 gekk mikill sjór á land á Lálandi, Falstri og Suðaustur-Sjálandi í óveðri sem Danir nefna Østenstormen, Austanveðrið. Að minnsta kosti 300 manns létust í því óveðri.  

Kjósa
46
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
2
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
3
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
6
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
„Ég kalla þetta svítuna“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
6
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár