Þrjú laxeldisfyrirtæki á Vestfjörðum styrkja nýtt nám við Menntaskólann á Ísafirði og í fimm öðrum mennta- og framhaldsskólum á landsbyggðinni sem snýst um nýtingu sjávarafurða, meðal annars laxeldi. „Við leituðum til þriggja fyrirtækja í okkar nærumhverfi. Þetta eru Arnarlax á Bíldudal, Arctic Fish og Háafell á Ísafirði,“ segir skólameistari menntaskólans, Heiðrún Tryggvadóttir. Tvö fyrrnefndu fyrirtækin, Arnarlax og Arctic Fish, eru í meirihlutaeigu stórra norskra laxeldisfyrirtækja, Salmar AS og Mowi. Síðastefnda fyrirtækið, Háafell, er í eigu stærsta sjávarútvegsfyrirtækisins á Ísafirði, Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem er í eigu íslenskra aðila.
Vinna við skipulagningu námsins stendur nú yfir og er það Menntaskólinn á Ísafirði sem leiðir þá vinnu. Um er að ræða samstarfsverkefni á milli fimm menntaskóla á landsbyggðinni: á Ísafirði, Vestmannaeyjum, Snæfellsbæ, Norðfirði og Sauðárkróki. Vinna við skipulagningu námsins er ekki það langt komin að hægt verði að bjóða upp á það strax í haust. Samningurinn um skipulagningu námsins og fjárstuðning laxeldisfyrirtækjanna var …
Hér ef verið að taka peninga frá fyrirtækjum sem taka enga ábyrgð á náttúruspjöllum og nota þá til að ala upp framtíðar starfsmenn í því sama. Afhverju er “ríkið” að taka þátt í þessum “heila þvotti”?! Þetta er siðlaust. Hvað næst? Bændasamtökin að fjármagna kennslu í að drekka meiri mjólk?