Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni stend­ur í stað á milli mán­aða, sam­kvæmt bens­ínsvakt Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir júní. Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um lítra lækk­ar á milli mán­aða, nið­ur í 17,9 pró­sent af út­sölu­verð­inu.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn
Bensínverð Viðmiðunarverð á bensíni er 307,9 krónur í júní, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Viðmiðunarverð á bensíni í júní er það sama og það var í maí, eða 307,9 krónur á lítrann, samkvæmt upplýsingum úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar, en upplýsingarnar voru teknar saman um miðjan mánuðinn.

Líklegt innkaupaverð á bensíni, sem tekur einkum mið af stöðu heimsmarkaðsverðs olíu og gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, hækkar ögn á milli mánaða og fer upp í 96,87 krónur.

Hlutur olíufélaga af hverjum seldum bensínlítra lækkar ögn á móti, niður í 55,13 krónur á lítrann, sem samsvarar 17,9 prósentum af verði bensínlítrans. Inni í þeirri tölu er bæði kostnaður olíufélaga við flutninga og tryggingar og sú álagning sem lögð er á bensínlítrann af hálfu olíufélaganna. 

Ríkið tekur til sín 155,89 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni í virðisaukaskatt, almennt bensíngjald, sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald. Það fara því rúm 50,6 prósent af því sem neytendinn greiðir

Lítrinn síðast undir 300 krónum að jafnaði í apríl 2022

Viðmiðunarverðið á bensíni hefur verið yfir 300 krónum á hvern lítra allt frá því í maí í fyrra. Hæst fór það í júní og júlí á síðasta ári, en þá var bensínverðið um og yfir 340 krónur á hvern lítra. Það hefur farið hægt lækkandi undanfarna mánuði.

Á meðan dýrtíðin við dælurnar var sem mest síðasta sumar lækkaði hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensínlítra töluvert, eða niður í allt að 10,2 prósent í maí í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur hlutur olíufélaganna hins vegar oftast verið hátt í eða yfir 20 prósent, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar.

Allt að 33,3 króna munur á bensínlítranum

Nokkru getur munað um það hvar bensín er keypt. Samkvæmt upplýsingum af vefnum bensinverd.is er allt að 33,3 króna munur á almennu útsöluverði á einum lítra á bensíni í dag, en vert er að taka fram að Costco, sem býður meðlimum sínum upp á ódýrasta bensínið, er ekki með í þeim samanburði.

Þar sem bensínið er ódýrast hjá olíufélögunum á höfuðborgarsvæðinu kostar það 283,6 krónur á líter en þar sem það er dýrast er verðið á einum lítra 316,9 krónur. Minni verðmunur er á díseldropanum. Á höfuðborgarsvæðinu kostar ódýrasti líterinn 287,6 krónur en sá dýrasti 311,2 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár