Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni stend­ur í stað á milli mán­aða, sam­kvæmt bens­ínsvakt Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir júní. Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um lítra lækk­ar á milli mán­aða, nið­ur í 17,9 pró­sent af út­sölu­verð­inu.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn
Bensínverð Viðmiðunarverð á bensíni er 307,9 krónur í júní, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Viðmiðunarverð á bensíni í júní er það sama og það var í maí, eða 307,9 krónur á lítrann, samkvæmt upplýsingum úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar, en upplýsingarnar voru teknar saman um miðjan mánuðinn.

Líklegt innkaupaverð á bensíni, sem tekur einkum mið af stöðu heimsmarkaðsverðs olíu og gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, hækkar ögn á milli mánaða og fer upp í 96,87 krónur.

Hlutur olíufélaga af hverjum seldum bensínlítra lækkar ögn á móti, niður í 55,13 krónur á lítrann, sem samsvarar 17,9 prósentum af verði bensínlítrans. Inni í þeirri tölu er bæði kostnaður olíufélaga við flutninga og tryggingar og sú álagning sem lögð er á bensínlítrann af hálfu olíufélaganna. 

Ríkið tekur til sín 155,89 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni í virðisaukaskatt, almennt bensíngjald, sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald. Það fara því rúm 50,6 prósent af því sem neytendinn greiðir

Lítrinn síðast undir 300 krónum að jafnaði í apríl 2022

Viðmiðunarverðið á bensíni hefur verið yfir 300 krónum á hvern lítra allt frá því í maí í fyrra. Hæst fór það í júní og júlí á síðasta ári, en þá var bensínverðið um og yfir 340 krónur á hvern lítra. Það hefur farið hægt lækkandi undanfarna mánuði.

Á meðan dýrtíðin við dælurnar var sem mest síðasta sumar lækkaði hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensínlítra töluvert, eða niður í allt að 10,2 prósent í maí í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur hlutur olíufélaganna hins vegar oftast verið hátt í eða yfir 20 prósent, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar.

Allt að 33,3 króna munur á bensínlítranum

Nokkru getur munað um það hvar bensín er keypt. Samkvæmt upplýsingum af vefnum bensinverd.is er allt að 33,3 króna munur á almennu útsöluverði á einum lítra á bensíni í dag, en vert er að taka fram að Costco, sem býður meðlimum sínum upp á ódýrasta bensínið, er ekki með í þeim samanburði.

Þar sem bensínið er ódýrast hjá olíufélögunum á höfuðborgarsvæðinu kostar það 283,6 krónur á líter en þar sem það er dýrast er verðið á einum lítra 316,9 krónur. Minni verðmunur er á díseldropanum. Á höfuðborgarsvæðinu kostar ódýrasti líterinn 287,6 krónur en sá dýrasti 311,2 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár