Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni stend­ur í stað á milli mán­aða, sam­kvæmt bens­ínsvakt Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir júní. Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um lítra lækk­ar á milli mán­aða, nið­ur í 17,9 pró­sent af út­sölu­verð­inu.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn
Bensínverð Viðmiðunarverð á bensíni er 307,9 krónur í júní, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Viðmiðunarverð á bensíni í júní er það sama og það var í maí, eða 307,9 krónur á lítrann, samkvæmt upplýsingum úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar, en upplýsingarnar voru teknar saman um miðjan mánuðinn.

Líklegt innkaupaverð á bensíni, sem tekur einkum mið af stöðu heimsmarkaðsverðs olíu og gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, hækkar ögn á milli mánaða og fer upp í 96,87 krónur.

Hlutur olíufélaga af hverjum seldum bensínlítra lækkar ögn á móti, niður í 55,13 krónur á lítrann, sem samsvarar 17,9 prósentum af verði bensínlítrans. Inni í þeirri tölu er bæði kostnaður olíufélaga við flutninga og tryggingar og sú álagning sem lögð er á bensínlítrann af hálfu olíufélaganna. 

Ríkið tekur til sín 155,89 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni í virðisaukaskatt, almennt bensíngjald, sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald. Það fara því rúm 50,6 prósent af því sem neytendinn greiðir

Lítrinn síðast undir 300 krónum að jafnaði í apríl 2022

Viðmiðunarverðið á bensíni hefur verið yfir 300 krónum á hvern lítra allt frá því í maí í fyrra. Hæst fór það í júní og júlí á síðasta ári, en þá var bensínverðið um og yfir 340 krónur á hvern lítra. Það hefur farið hægt lækkandi undanfarna mánuði.

Á meðan dýrtíðin við dælurnar var sem mest síðasta sumar lækkaði hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensínlítra töluvert, eða niður í allt að 10,2 prósent í maí í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur hlutur olíufélaganna hins vegar oftast verið hátt í eða yfir 20 prósent, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar.

Allt að 33,3 króna munur á bensínlítranum

Nokkru getur munað um það hvar bensín er keypt. Samkvæmt upplýsingum af vefnum bensinverd.is er allt að 33,3 króna munur á almennu útsöluverði á einum lítra á bensíni í dag, en vert er að taka fram að Costco, sem býður meðlimum sínum upp á ódýrasta bensínið, er ekki með í þeim samanburði.

Þar sem bensínið er ódýrast hjá olíufélögunum á höfuðborgarsvæðinu kostar það 283,6 krónur á líter en þar sem það er dýrast er verðið á einum lítra 316,9 krónur. Minni verðmunur er á díseldropanum. Á höfuðborgarsvæðinu kostar ódýrasti líterinn 287,6 krónur en sá dýrasti 311,2 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár