Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn

Við­mið­un­ar­verð á bens­íni stend­ur í stað á milli mán­aða, sam­kvæmt bens­ínsvakt Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir júní. Hlut­ur olíu­fé­lag­anna í hverj­um seld­um lítra lækk­ar á milli mán­aða, nið­ur í 17,9 pró­sent af út­sölu­verð­inu.

Bensínverðið stendur í stað þó líklegt innkaupaverð hækki ögn
Bensínverð Viðmiðunarverð á bensíni er 307,9 krónur í júní, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar. Mynd: Heiða Helgadóttir

Viðmiðunarverð á bensíni í júní er það sama og það var í maí, eða 307,9 krónur á lítrann, samkvæmt upplýsingum úr nýrri bensínvakt Heimildarinnar, en upplýsingarnar voru teknar saman um miðjan mánuðinn.

Líklegt innkaupaverð á bensíni, sem tekur einkum mið af stöðu heimsmarkaðsverðs olíu og gengi íslensku krónunnar gagnvart Bandaríkjadal, hækkar ögn á milli mánaða og fer upp í 96,87 krónur.

Hlutur olíufélaga af hverjum seldum bensínlítra lækkar ögn á móti, niður í 55,13 krónur á lítrann, sem samsvarar 17,9 prósentum af verði bensínlítrans. Inni í þeirri tölu er bæði kostnaður olíufélaga við flutninga og tryggingar og sú álagning sem lögð er á bensínlítrann af hálfu olíufélaganna. 

Ríkið tekur til sín 155,89 krónur af hverjum seldum lítra af bensíni í virðisaukaskatt, almennt bensíngjald, sérstakt bensíngjald og kolefnisgjald. Það fara því rúm 50,6 prósent af því sem neytendinn greiðir

Lítrinn síðast undir 300 krónum að jafnaði í apríl 2022

Viðmiðunarverðið á bensíni hefur verið yfir 300 krónum á hvern lítra allt frá því í maí í fyrra. Hæst fór það í júní og júlí á síðasta ári, en þá var bensínverðið um og yfir 340 krónur á hvern lítra. Það hefur farið hægt lækkandi undanfarna mánuði.

Á meðan dýrtíðin við dælurnar var sem mest síðasta sumar lækkaði hlutur olíufélaganna af hverjum seldum bensínlítra töluvert, eða niður í allt að 10,2 prósent í maí í fyrra. Það sem af er þessu ári hefur hlutur olíufélaganna hins vegar oftast verið hátt í eða yfir 20 prósent, samkvæmt bensínvakt Heimildarinnar.

Allt að 33,3 króna munur á bensínlítranum

Nokkru getur munað um það hvar bensín er keypt. Samkvæmt upplýsingum af vefnum bensinverd.is er allt að 33,3 króna munur á almennu útsöluverði á einum lítra á bensíni í dag, en vert er að taka fram að Costco, sem býður meðlimum sínum upp á ódýrasta bensínið, er ekki með í þeim samanburði.

Þar sem bensínið er ódýrast hjá olíufélögunum á höfuðborgarsvæðinu kostar það 283,6 krónur á líter en þar sem það er dýrast er verðið á einum lítra 316,9 krónur. Minni verðmunur er á díseldropanum. Á höfuðborgarsvæðinu kostar ódýrasti líterinn 287,6 krónur en sá dýrasti 311,2 krónur.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár