Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Bjarni: „Ættum að vera með enn nánari tengingu þingmanna við fólkið í landinu“

Nýr dóms­mála­ráð­herra seg­ist brenna fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf. Fjár­mála­ráð­herra seg­ir ráð­herra­skipt­in hafa póli­tíska þýð­ingu.

„Ég auðvitað brenn fyrir íslenskt atvinnulíf og ég mun reyna að nýta mína stöðu til þess að íslenskt atvinnulíf geti blómstrað og búið hér verðmæti til þess að við getum haldið hér uppi öflugu velferðasamfélagi og ég mun leggja mitt af mörkum til þess að svo verði áfram,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra fyrir utan Bessastaði í dag en hún tekur við ráðherraembætti Jóns Gunnarssonar nú þegar kjörtímabilið er hálfnað. 

Guðrún hefur áður gagnrýnt það að ekki hafi verið fulltrúi Suðurkjördæmis Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn og segir þessa breytingu því hafa mikla þýðingu. 

„Það hafa verið myndaðar þrjár ríkisstjórnir hér í röð með Sjálfstæðisflokknum án þess að Suðurkjördæmi hafi átt ráðherra og þetta eykur vægi kjördæmisins og hefur mikla þýðingu,“ segir Guðrún í samtali við Heimildina.

Aðspurður sagði fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson: „Þetta hefur nú töluverða pólitíska þýðingu að fólk finni að kjósendur hafi tengsl við ráðamenn og reyndar er ég þeirrar skoðunar að kjördæmi séu of stór. Við ættum helst að skipta þeim upp í tvennt aftur og vera með enn nánari tengingu þingmanna og ráðherra við fólkið í landinu“. 

Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, segir það „aldrei að vita“ hvort landsmenn eigi von á fleiri stórum breytingum í ríkisstjórn en bætti þó við: „Það er ekkert slíkt á teikniborðinu“.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Grétar Reynisson skrifaði
    Þetta er tragikómískur grinskets hjá einum af gjaldþrotasmiðum hrunáranna.
    Hvernig í veröldinni stendur á því að þessi maður er gerður að fjármálaráðherra ?
    Var ferilskránni stungið undir stól með Panamaskjölum og bankabömmerum ?
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    „Ættum að vera með enn nánari tengingu þingmanna við fólkið í landinu“
    Og enn frekar ef við mun sem samfélag standa við fullyrðingar um hvað við viljum gera fyrir fólk í vanda frá öðrum þjóðum, hvað þá okkar eigin.
    Í sama ANDA og fjármálaráðherra gerði fyrir ótrúlegustu aðila í Covid, þó ekki væri þörf!!!
    Ef samfélag okkar stendur undir Covid sukki fjármálaráðherra, þá mun samfélagið fara létt með að vera samfélag meðal þjóða í að styðja þurfandi, bæði okkar sem annara sem leita hingað.
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    þetta lið er ekki fólkið í landinu . . .
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Það hafa verið myndaðar þrjár ríkisstjórnir hér í röð með Sjálfstæðisflokknum án þess að Suðurkjördæmi hafi átt ráðherra"
    Það á að velja ráðherraefni eftir hæfileikum, ekki eftir kjördæmum. Bjarni reynir að komast hjá ábyrgð með að láta kjördæmin velja í ráðherrastólana. Kjósendur hafa engar forsendur til að meta frambjóðendur, hvort þeir séu hæfir til að gegna ráðherraembætti. Nú eru allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lögfræðingar enda henta prófkjörin vel fyrir slíka, sérstaklega þá sem eru enn virkir í Heimdalli.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár