Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum

Skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku minnka lík­ur á að dreng­ir og karl­menn sem hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi leiti sér hjálp­ar. Þetta eru rang­hug­mynd­ir á borð við að karl­menn eigi alltaf að vera til í kyn­líf, þeir séu þátt­tak­end­ur ef þeir örv­ast lík­am­lega við of­beld­ið og að þeir sem hafi ver­ið mis­not­að­ir muni mis­nota aðra. Á fimmta hundrað karl­menn hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Stíga­mót­um á síð­ustu tíu ár­um.

Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum
Alið á ranghugmyndum Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir það hafa mikil áhrif þegar strákar eru byrjaðir að horfa á klám jafnvel tíu ára gamlir, alist þannig upp við ranga mynd af því hversu tilkippilegir karlmenn eigi að vera þegar kemur að kynlífi og viti ekki að þeir mega setja mörk. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við sem samfélag erum búin að átta okkur á því að kynferðisofbeldi sé alvarlegt. Við erum hins vegar ekki komin jafn langt í að skilja hversu flóknar afleiðingarnar eru. Fyrir drengi og karlmenn sem verða fyrir kynferðisofbeldi eru síðan ýmsar ranghugmyndir tengdar karlmennskuímyndinni sem gera þeim erfitt með að segja frá,“ segir Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum. 

Á síðustu tíu árum hafa 453 karlar leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis. Þetta er um helmingur þeirra sem hafa leitað til samtakanna frá því þau voru stofnuð árið 1990. Hjálmar segir ákveðna sprengingu hafa orðið árið 2013 samhliða fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, og þá hafi umræðan opnast meira.

Hjálmar bar saman tölfræðigögn um karlmenn sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti undir 18 ára aldri og síðan yfir 18 ára aldri. Afgerandi var að afleiðingarnar voru meiri …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár