„Við sem samfélag erum búin að átta okkur á því að kynferðisofbeldi sé alvarlegt. Við erum hins vegar ekki komin jafn langt í að skilja hversu flóknar afleiðingarnar eru. Fyrir drengi og karlmenn sem verða fyrir kynferðisofbeldi eru síðan ýmsar ranghugmyndir tengdar karlmennskuímyndinni sem gera þeim erfitt með að segja frá,“ segir Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum.
Á síðustu tíu árum hafa 453 karlar leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis. Þetta er um helmingur þeirra sem hafa leitað til samtakanna frá því þau voru stofnuð árið 1990. Hjálmar segir ákveðna sprengingu hafa orðið árið 2013 samhliða fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, og þá hafi umræðan opnast meira.
Hjálmar bar saman tölfræðigögn um karlmenn sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti undir 18 ára aldri og síðan yfir 18 ára aldri. Afgerandi var að afleiðingarnar voru meiri …
Athugasemdir (1)