Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum

Skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku minnka lík­ur á að dreng­ir og karl­menn sem hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi leiti sér hjálp­ar. Þetta eru rang­hug­mynd­ir á borð við að karl­menn eigi alltaf að vera til í kyn­líf, þeir séu þátt­tak­end­ur ef þeir örv­ast lík­am­lega við of­beld­ið og að þeir sem hafi ver­ið mis­not­að­ir muni mis­nota aðra. Á fimmta hundrað karl­menn hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Stíga­mót­um á síð­ustu tíu ár­um.

Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum
Alið á ranghugmyndum Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum, segir það hafa mikil áhrif þegar strákar eru byrjaðir að horfa á klám jafnvel tíu ára gamlir, alist þannig upp við ranga mynd af því hversu tilkippilegir karlmenn eigi að vera þegar kemur að kynlífi og viti ekki að þeir mega setja mörk. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við sem samfélag erum búin að átta okkur á því að kynferðisofbeldi sé alvarlegt. Við erum hins vegar ekki komin jafn langt í að skilja hversu flóknar afleiðingarnar eru. Fyrir drengi og karlmenn sem verða fyrir kynferðisofbeldi eru síðan ýmsar ranghugmyndir tengdar karlmennskuímyndinni sem gera þeim erfitt með að segja frá,“ segir Hjálmar Sigmarsson, ráðgjafi hjá Stígamótum. 

Á síðustu tíu árum hafa 453 karlar leitað sér aðstoðar hjá Stígamótum vegna kynferðisofbeldis. Þetta er um helmingur þeirra sem hafa leitað til samtakanna frá því þau voru stofnuð árið 1990. Hjálmar segir ákveðna sprengingu hafa orðið árið 2013 samhliða fjölmiðlaumfjöllun um kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar sem var dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir gróf kynferðisbrot gegn drengjum, og þá hafi umræðan opnast meira.

Hjálmar bar saman tölfræðigögn um karlmenn sem urðu fyrir kynferðisofbeldi í fyrsta skipti undir 18 ára aldri og síðan yfir 18 ára aldri. Afgerandi var að afleiðingarnar voru meiri …

Kjósa
23
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár