Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

„Við fundum hann bara á götunni“

Sól­veig og Tóm­as starfa í vinnu­skóla Reykja­vík­ur­borg­ar í sum­ar. Þau björg­uðu hjálp­ar­vana fugli úr háska í mið­bæ Reykja­vík­ur.

„Við fundum hann bara á götunni“
Kærustuparið Sólveig og Tómas í vinnunni. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Sólveig Hrappsdóttir, 19 ára, og Tómas Atlason, 18 ára, ganga varfærnislega á eftir vængbrotnum fugli sem trítlar haltur niður Austurstræti. Þau eru í gulum vinnugöllum með appelsínugula hanska og teygja sig niður að fuglinum til þess að stýra honum í burtu frá svartri Teslu sem nálgast óðfluga. Bílstjóri bifreiðarinnar stoppar bílinn og fuglinn kemst yfir götuna án frekari áverka. 

„Við eigum að vera að hreinsa einhver tré, eða svona arfa, akkúrat núna. Við vorum líka að planta blómum þarna í gær,“ segir Sólveig og bendir í átt að Austurvelli. „En síðan sáum við þennan fugl. Já, við fundum hann bara á götunni. Hann hreyfði sig ekki.“

„Já, hann er veikburða og kann varla að fljúga. Við erum að reyna að gefa honum orm eða eitthvað, bætir Tómas við. 

Hvað ætlið þið svo að gera?

„Bara láta hann í friði. Sólveig fylgist með honum haltra áfram. 

„Já, kannski passa að enginn köttur komi og borði hann, svarar Tómas íhugull og sleppir fuglinum ekki úr augsýn. 

Parið er í bæjarvinnunni annað sumarið í röð en stundar líka nám við Menntaskólann í Hamrahlíð. „Við erum saman og byrjuðum eiginlega að vera vinir í fyrra í bæjarvinnunni. Þá vorum við að tala saman hérna við þetta beð,“ segir Sólveig, sem brosir og lítur á Tómas. „Já,“ segir hann og endurgeldur henni brosið. 

Athyglin beinist að fuglinum sem stefnir aftur út á götuna. Sólveig gengur að honum og appelsínugulu vinnuhanskarnir búa til mjúkt og öruggt umhverfi fyrir fuglinn í lófum hennar. Hún lyfti honum rólega frá jörðinni. Nú er kominn matartími. Parið arkar brosandi í burtu frá blaðakonu í leit að næsta ormi. 

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár