Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Fresta því aftur að opinbera kostnað við leiðtogafundinn

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið gat ekki svar­að því hver áætl­að­ur kostn­að­ur við leið­toga­fund Evr­ópu­ráðs­ins er fyr­ir þann tíma sem þingsköp heim­ila, og bað um frest. Sá frest­ur rann út í dag og ráðu­neyt­ið hef­ur beð­ið um lengri frest. Nú ætl­ar það að svara fyr­ir­spurn­inni í lok mán­að­ar.

Fresta því aftur að opinbera kostnað við leiðtogafundinn
Leiðtogafundur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra þegar skrifað var undir yfirlýsingu um tjónaskrá á fundinum. Mynd: b'Sigurjon Ragnar\\ntel +35489799667'

Utanríkisráðuneytið hefur tilkynnt að úrvinnsla fyrirspurnar sem því barst frá Bergþóri Ólasyni, þingmanni Miðflokksins, um kostnað við leiðtogafund Evrópuráðsins hafi reynst tímafrekari en áður var ætlað. Það hefur því óskað eftir fresti til 30. júní til að svara henni. 

Fyrirspurnin var lögð fram 27. apríl og samkvæmt þingsköpum á að svara henni innan 15 virkra daga. Það tókst ekki. Þegar sá frestur var liðinn óskaði utanríkisráðuneytið eftir fresti til 12. júní til að svara fyrirspurninni. Í dag var svo send önnur tilkynning til forseta Alþingis þar sem óskað var eftir enn lengri fresti til að svara henni.

Bergþór vildi fá að vita hver áætlaður heildarkostnaður við leiðtogafundinn væri og hvernig hann skiptist milli opinberra aðila. Hann vildi líka fá að vita hvernig kostnaðurinn skiptist milli verkþátta, svo sem öryggisgæslu, skipulagningar og svo framvegis. 

Áætluðu að kostnaðurinn yrði tveir milljarðar

Leiðtogafundur Evrópuráðsins fór fram í Reykjavík þriðjudaginn 16. maí og miðvikudaginn 17. maí. Þangað mættu um 40 þjóðarleiðtogar, auk þess sem Volodomyr Zelensky, forseti Úkraínu, ávarpaði fundinn í gegnum fjarfundarbúnað. Alls komu um 900 manns til landsins vegna fundarins. Samkvæmt upplýsingum sem settar voru fram á vef stjórnarráðsins í aðdraganda fundarins átti beinn kostnaður við framkvæmd fundarins að vera nálægt tveimur milljörðum króna. 

Sautján hótel í miðborg Reykjavíkur voru nýtt undir þjóðarleiðtoga, fylgdarlið og gesti þegar leiðtogafundur Evrópuráðsins stóð yfir. Auk þess voru tugir glæsibíla fluttir hingað til lands, sem meðal annars voru notaðir í fylgdarakstur leiðtoganna.

Löggæsla dýrasti verkþátturinn

Öryggisgæsla vegna fundarins var mun meiri en Íslendingar eiga almennt að venjast. Nær allir lögreglumenn landsins og erlendir lögreglumenn komu að verkefninu. Við Hörpuna voru vopnaðir lögreglumenn í tugatali, með hríðskotabyssur, leyniskyttur voru á þökum nærliggjandi húsa og búið að loka allri umferð um svæðið.

Greint hefur verið frá því að stærsti kostnaðurinn í tengslum við fundinn fór í löggæslu og var hann áætlaður í kringum 1,3 milljarð króna. Innifalið í honum voru kaup á vopnum og öðrum vopnabúnaði. Auk þess hefur komið fram að alls 250 jakkaföt hafi verið keypt fyrir óeinkennisklædda lögreglumenn vegna fundarins. Samskiptastjóri ríkislögreglustjóra vildi ekki gefa upp kostnað vegna þeirra kaupa þegar Heimildin óskaði eftir því í lok apríl og bar fyrir sig öryggisástæður.

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri sagði í samtali við Heimildina eftir að fundurinn var afstaðinn að endanlegur kostnaður við hann myndi hins vegar ekki liggja fyrir fyrr en eftir að ráðstefnan yrði gerð upp.  

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Allir aðstoðarmennirnir gátu ekki fundið tölurnar …aumingja þau 😆
    Hefur ekki sannast að öll þessi goverment spending á sjálfan sig hefur ekki gert goverment betri …heldur frekar lélegri. Nú eru bara fleiri aðstoðarmönnum um að kenna… Sem kannski er tilgangurinn ?!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár