Þessi grein birtist fyrir rúmlega 13 mánuðum.

„Guð blessi Evrópu“

Leið­toga­fund­ur Evr­ópu­ráðs fór fram í Hörpu í vik­unni og var Heim­ild­in á staðn­um til að fylgj­ast með. Margt gekk á bak við tjöld­in á með­an mis­heppn­ir blaða­menn reyndu að ná at­hygli leið­tog­anna.

„Guð blessi Evrópu“
Leyniskyttur Gríðarleg öryggisgæsla var í kringum fundinn. Leyniskyttum var meðal annars komið fyrir á húsþökum í nágrenni Hörpu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Andrúmsloftið í Hörpu er fullt af spennu þriðjudaginn 16. maí. Hljóðfæraleikarar spilar fagra en dramatíska tóna á annarri hæð á meðan fjölmiðlafólk á hæðinni fyrir neðan keppist um að ná sem bestri staðsetningu fyrir viðtöl.

Biðin eftir leiðtogunum minnir því svolítið á atriðið í kvikmyndinni Titanic þegar að hljómsveit skipsins spilaði róandi tóna á efstu hæð á meðan að almúginn hljóp um í stjórnleysi á hæðinni fyrir neðan.

Auðvitað endar þessi ráðstefna þó töluvert betur en ástarsagan frá 1998, og óveraldleg eyru Íslendingsins eru óvön slíkri tónlist nema aðeins í kvikmyndum. „Það er svo róandi að hafa þessa tónlist hérna, ég dýrka það,“ segir starfsmaður Hörpu á hlaupum þegar hún mætir hóp af svartklæddum félögum sínum. Þau taka undir með henni en arka svo rakleiðis áfram í átt að næsta verkefni sem þarf að leysa.   

„En hver er hann?!“ 

Einn af öðrum tínast leiðtogarnir inn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur á …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár