Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs

Vá­trygg­inga­fé­lag­ið VÍS og Foss­ar eru í mót­sögn við fyrra mat Fossa á for­send­un­um sem verð­meta ætti fé­lag­ið á. Til stend­ur að al­menn­ings­hluta­fé­lag­ið VÍS kaupi Fossa á 4,2 millj­arða og bygg­ir það verð­mat á fram­tíð­ar­tekj­um fé­lags­ins og mögu­leik­um. Í dóms­máli ár­ið 2019 töldu Foss­ar hins veg­ar að fé­lag­ið ætti að vera verð­met­ið út frá bók­færðu virði eig­in­fjár.

Söluverð Fossa fjórfalt hærra en það ætti að vera miðað við mat félagsins sjálfs
Önnur skoðun Fyrir fjórum árum töldu Fossar að reikna ætti verðmæti fyrirtækisins út frá bókfærðu virði eiginfjár þess. Nú stendur til að VÍS, sem er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða, kaupi félagið á rúmlega fjórum sinnum hærra verði en virði bókfærðs eigin fjár Fossa.

Verðmiðinn upp á um 4,2 milljarða króna sem settur er á fjárfestingarbankann Fossa í fyrirhugðum viðskiptum við vátryggingafélagið VÍS er byggður á allt öðrum forsendum en fyrirtækið sjálft verðmat sig árið 2019. Samkvæmt þeim forsendum sem Fossar töldu eðlilegast að verðmeta félagið á í dómsmáli við félög tveggja af fyrrverandi starfsmönnum Fossa ætti virði fjárfestingarbankans að vera rúmlega 1 milljarður króna.

„Sóknaraðili byggir á því að eðlilegra sé að horfa til bókfærðs virðis eigin fjár þegar félög á borð við sóknaraðila eru metin.“
Fossar rökstyðja verðmat félagsins fyrir dómi

Þetta má lesa út úr dómsskjölum í málinu frá árinu 2019 þar sem Fossar og starfsmennirnir tveir, Þorbjörn Atli Sveinsson og Gunnar Freyr Gunnarsson, deildu um á hvaða verði hlutabréf eignarhaldsfélaga þeirra ættu að vera keypt þegar þeir létu af störfum hjá verðbréfafyrirtækinu. Hvor um sig átti 2,73 prósent í Fossum. Greint var frá þeim málarekstri í fjölmiðlum á sínum tíma.

Hluthafafundur VÍS mun á morgun taka afstöðu til þess hvort vátryggingafélagið eigi að kaupa Fossa og greiða fyrir með 13,3 prósenta hlut í VÍS. Þessi hlutur er um 4,5 milljarða króna miðað við markaðsgengi félagsins. VÍS er í meirihlutaeigu lífeyrissjóða sem fjárfesta fyrir iðgjöld sjóðsfélaga sinna - almennings. VÍS er skráð á markað og er því almenningshlutafélag sem er í meirihluteigu almennings í gegnum lífeyrissjóði. 

Málið snýst því í grunninn um það hvort nota eigi fé tryggingafélags sem er meirihlutaeigu lífeyrissjóðs og þar með almennings til að kaupa nýlegan fjárfestingarbanka á yfirverði. 

Deildu um verðmæti FossaÞorbjörn Atli Sveinsson, sem var þekktur fótboltamaður á árum áður, deildi við Fossa um verðmæti hlutabréfa hans í félaginu. Hann var einn af stofnendum Fossa en hætti hjá félaginu árið 2018.

Mótsagnir í verðmötum

Í deilunni við starfsmennina sagði lögmaður félagsins, fyrir þessa hönd, að miða ætti verðmat á Fossum við bókfært virði eiginfjár þegar metið væri á hvaða verði kaupa ætti hlutabréf starfsmannanna tveggja. „Sóknaraðili  byggir á því að eðlilegra sé að horfa til bókfærðs  virðis  eigin  fjár  þegar  félög  á  borð við sóknaraðila eru metin.“ 

Í verðmatinu sem liggur til grundvallar í fyrirhuguðum viðskiptum VÍS með Fossa er hins vegar byggt á framtíðarmöguleikum Fossa til að skapa tekjur. „Verðmat Fossa fjárfestingabanka byggir því á væntingum um framtíðartekjur og arðsemi til framtíðar,“ segir í svari VÍS til Heimildarinnar.  

Þetta mat á verði Fossa er í algjörri mótsögn við það hvernig Fossar töldu að verðmeta ætti félagið árið 2019. Afleiðingin af því að verðmeta Fossa með þeim hætti sem félagið vildi gera árið 2019 myndi leiða til þess að félagið ætti að vera metið á 1058 milljónir í viðskiptunum við Vátryggingafélag Íslands. Ekki tæplega 4500 milljónir.  Munurinn er rúmlega fjórfaldur. 

Fossar vildu kaupa út starfsmenn út frá bókfærðu virði

Í dómsmálinu kemur fram að Fossar hafi upphaflega boðið þeim Þorbirni Atla og Gunnari að kaupa af þeim hlutabréfin á sem 2,73 prósentum af bókfærðu eigin fé Fossa. Í þeirra tilfellum voru þetta rúmlega 8 miljónir króna á mann. Þeir vildu hins vegar að Fossar myndu greiða um 30 milljónir króna til hvors um sig fyrir hlutabréfin. Munurinn var 3,75 faldur og því lægri en sá munur sem er verðmati Fossa á sjálfu sér í dag og því hvernig fyrirtækið taldi að ætti að verðmeta það árið 2019. 

Ekki liggur fyrir á hvaða verði Fossar keyptu hlutabréf Þorbjörns Atla og Gunnars Þórs á að lokum þar sem þetta kemur ekki fram í dómsskjölunum. Mikið skildi hins vegar á milli aðila. Líklega má ætla að gerður hafi verið einhvers konar samningur á milli aðila sem trúnaður gildir um. 

Fossar endurómuðu áhyggjur lífeyrissjóðs

Athygli vekur að í dómsskjölunum í málinu þá færa Fossar rök fyrir því að eiga verðmat fyrirtækisins við bókfært virði eiginfjár þess sem svipar til þeirra raka sem Davíð Rúdolfsson, forstöðumaður eignastýringar Gildis, leggur fram þegar hann ræðir um af hverju verðmæti Fossa er ofmetið. 

Í málaferlunum sagði lögmaðurinn fyrir hönd Fossa:  „Starfsemi sóknaraðila grundvallist í megindráttum á þóknunum sem greiddar séu fyrir  milligöngu  um  verðbréfaviðskipti.  Ekki  sé  um  föst  viðskipti  eða  fastar  tekjur  að  ræða  og  af  þeim sökum sé ekki hægt að finna markaðsverð á hlutunum byggt á margföldun á væntum framtíðartekjum eða hagnaði.  Þá  sé  starfsemi  sóknaraðila  viðkvæm  fyrir  mannabreytingum  þar  sem  tekjur  byggist  að  miklu leyti  á  persónulegum  tengslum  starfsmanna  við  viðskiptavini  og  vinnu  þeirra  hverju  sinni.  [...] Sóknaraðili sé fámennt félag með um 13 starfsmenn og því geti breytingar í starfsmannahópi haft veruleg áhrif á rekstrarniðurstöðu hverju sinni. Í ljósi þessarar áhættu sem rekstri matsbeiðanda fylgi sé óvarlegt að byggja verðmat á áætlunum um fjárflæði og væntum framtíðartekjum.

Þrátt fyrir að Fossar hafi sagt þetta um eigið hlutabréfaverð fyrir nokkrum árum þá er kom allt annað hljóð í strokkinn nú: Verðmatið á Fossum byggir einmitt á áætlunum um fjárflæði og framtíðartekjum. 

Munurinn á afstöðu Fossa má mögulega rekja til þess að í deilunni við starfsmennina þjónaði það hagsmunum hluthafanna að virði Fossa væri sem minnst til að hlutabréfin yrðu keypt af þeim Gunnari og Þorbirni Atla á sem lægstu verði. Í dag þjónar það hins vegar hagsmunum hluthafa Fossa að félagið sé verðmetið á eins háu verði og mögulegt er það sem þýðir hærra verð fyrir þá þegar þeir selja Fossa inn í VÍS. 

*Upphaflega  byggði fréttin á þeim forsendum að hluthafar Fossa myndu fá greitt fyrir sinn hlut með 260 milljón hlutum í VÍS eða 13,3 prósenta hlut. Þetta var upphaflega hugmyndin í febrúar 2023. Síðan þá hefur væntanlegt söluverð verið lækkað í 245 milljón hluti eða 12,62 prósenta hlut í VÍS. 

-
hluti í sóknaraðila. Ágreiningur sé á milli aðila um ve
rðmæti umræddra hluta.
Í matsbeiðni sóknaraðila kemur fram að 19. júní sl. hafi sóknaraðili sent varnaraðilum kauptilboð í A
-
hlutabréf þeirra að fjárhæð 8.218.771 kr. sem hafi verið byggt á hlutdeild varnaraðila í bókfærðu eigin fé
sóknaraðila miðað við en
durskoðaðan ársreikning sóknaraðila fyrir árið 201. Við starfslok hafi hvor þeirra um sig átt 2.684.419 A
-
hluti í sóknaraðila. Ágreiningur sé á milli aðila um ve
rðmæti umræddra hluta.
Í matsbeiðni sóknaraðila kemur fram að 19. júní sl. hafi sóknaraðili sent varnaraðilum kauptilboð í A
-
hlutabréf þeirra að fjárhæð 8.218.771 kr. sem hafi verið byggt á hlutdeild varnaraðila í bókfærðu eigin fé
sóknaraðila miðað við en
durskoðaðan ársreikning sóknaraðila fyrir árið 20Starfsemi sóknaraðila grundvallist í megindráttum á þóknunum sem
greiddar séu
fyrir  milligöngu  um  verðbréfaviðskipti.  Ekki  sé  um  föst  viðskipti  eða  fastar  tekjur  að  ræða  og  af  þeim
sökum sé ekki hægt að finna markaðsverð á hlutunum byggt á margföldun á væntum framtíðartekjum eða
hagnaði.  Þá  sé  starfsemi  sóknaraðila  við
kvæm  fyrir  mannabreytingum  þar  sem  tekjur  byggist  að  miklu
leyti  á  persónulegum  tengslum  starfsmanna  við  viðskiptavini  og  vinnu  þeirra  hverju  sinni.  Þannig  hafi
uppsagnir  starfsmanna  á  fyrri  hluta  árs  2018  skilað  sér  í  verulegri  lækkun  rekstrartekna  á  árin
u  2018.
Sóknaraðili sé fámennt félag með um 13 starfsmenn og því geti breytingar í starfsmannahópi haft veruleg
áhrif á rekstrarniðurstöðu hverju sinni. Í ljósi þessarar áhættu sem rekstri matsbeiðanda fylgi sé óvarlegt
að byggja verðmat á áætlunum um fjár
flæði og væntum framtíðartekjum
Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Sameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Fossum: „Kannski verið hægt að semja betur við þá“
FréttirSameining VÍS og Fossa

Birta um kaup VÍS á Foss­um: „Kannski ver­ið hægt að semja bet­ur við þá“

Kaup Vá­trygg­inga­fé­lags Ís­lands á Foss­um í fyrra voru um­deild og lögð­ust þrír líf­eyr­is­sjóð­ir í hlut­hafa­hópn­um gegn þeim. Árs­reikn­ing­ur Fossa fyr­ir ár­ið 2023 sýn­ir fé­lag í rekstr­ar­vanda. Ólaf­ur Sig­urðs­son hjá Birtu seg­ir að árs­reikn­ing­ur­inn sýni að mögu­lega hefði hægt að semja bet­ur við Fossa en að of snemmt sé að dæma við­skipt­in sem mis­tök.
VÍS borgaði 2,7 milljarða króna yfirverð fyrir Fossa vegna vörumerkis og viðskiptavildar
GreiningSameining VÍS og Fossa

VÍS borg­aði 2,7 millj­arða króna yf­ir­verð fyr­ir Fossa vegna vörumerk­is og við­skipta­vild­ar

Eitt af stóru trygg­inga­fé­lög­um lands­ins, VÍS, keypti fjár­fest­inga­bank­ann Fossa í fyrra fyr­ir alls 4,7 millj­arða króna í fyrra. End­an­lega verð­ið var nokk­uð frá því sem áð­ur hafði ver­ið í um­ræð­unni og í nýbirt­um árs­reikn­ingi kem­ur fram að stærsti hluti kaup­verðs­ins hafi ver­ið svo­kall­að yf­ir­verð. Verð sem greitt var fyr­ir eitt­hvað ann­að en virði eigna Fossa. Í þessu til­felli vörumerki og við­skipta­vild.
Lífeyrissjóðirnir í VÍS kusu svona um kaupin á Fossum
FréttirSameining VÍS og Fossa

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir í VÍS kusu svona um kaup­in á Foss­um

Heim­ild­in spurði þá líf­eyr­is­sjóði sem eru með­al 20 stærstu hlut­hafa í Vá­trygg­inga­fé­lagi Ís­lands (VÍS) hvernig þeir hefðu kos­ið í at­kvæða­greiðslu um kaup­in á fjár­fest­ing­ar­bank­an­um Foss­um. Kaup­in voru sam­þykkt með 83 pró­sent greiddra at­kvæða og fylgja rök líf­eyr­is­sjóð­anna fyr­ir þeirra at­kvæð­um hér.
Gildi telur verðmæti Fossa ofmetið og styður ekki kaup VÍS á félaginu að óbreyttu
FréttirSameining VÍS og Fossa

Gildi tel­ur verð­mæti Fossa of­met­ið og styð­ur ekki kaup VÍS á fé­lag­inu að óbreyttu

Á mið­viku­dag­inn tek­ur hlut­hafa­fund­ur trygg­inga­fé­lags­ins VÍS af­stöðu til þess hvort kaupa eigi fjár­fest­ing­ar­bank­ann Fossa fyr­ir um 4,2 millj­arða. Dav­íð Rúd­olfs­son, for­stöðu­mað­ur eign­a­stýr­ing­ar Gild­is, seg­ist ekk­ert botna í verð­mati fé­lags­ins. Verð fjár­fest­ing­ar­bank­ans Fossa er einnig of­met­ið sam­kvæmt grein­ingu banda­ríska fjár­fest­ing­ar­bank­ans Goldm­an Sachs á sam­bæri­leg­um fyr­ir­tækj­um. VÍS er í meiri­hluta­eigu líf­eyr­is­sjóða og þar með al­menn­ings.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár