Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Páls Stein­gríms­son­ar, úr Skæru­liða­deild Sam­herja, var sýkn­uð af því að hafa beitt Örnu McClure, einnig úr Skæru­liða­deild Sam­herja, umsát­urs­ástandi. Dóm­ari í mál­inu átaldi lög­reglu fyr­ir rann­sókn­ina og sagði grun­semd­ir um að kon­an hefði byrl­að Páli ólyfjan „get­gát­ur“ hans og Örnu. Dóm­ur­inn var ekki birt­ur fyrr en 23 dög­um eft­ir að hann féll og þá eft­ir fyr­ir­spurn­ir Heim­ild­ar­inn­ar.

Dómari reif í sig málatilbúnað í umsáturseineltismáli Örnu McClure
Ekki lögð í umsáturseinelti Vegferð lögreglustjórans á Akueyri fyrir dómstólum, þar sem kona var ákærð fyrir að hafa beitt Örnu McClure umsáturseinelti, reyndist sneypuför.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði í síðasta mánuði fyrrverandi eiginkonu Páls Steingrímssonar, skipstjóra og starfsmanns Samherja, af ákæru þar sem hún var sökuð um að hafa beitt Örnu McClure, lögfræðing Samherja, umsáturseinelti. Segja má að dómari hafi tætt í sig allan málatilbúnað ákæru lögreglustjórans á Akureyri í málinu. Alls liðu 23 dagar frá því að dómurinn var kveðinn upp og þar til hann var birtur, og þá ekki fyrr en eftir að Heimildin hafði kallað eftir því að fá hann afhentan.

Dómari í málinu, Hlynur Jónsson, átelur í dómnum lögregluna fyrir sleifarlag við rannsókn málsins. Þannig hefði vitnisburður konunnar ekki verið sannreyndur, vitni hefðu hvorki verið boðuð í skýrslutöku né fyrir dóm, og þær ályktanir sem ákæruvaldið dró af hegðun konunnar hafi verið fjarri lagi. Háttsemi konunnar hafi kannski þótt „óvenjuleg eða óþægileg“ en það hafi ekki verið tilgangur löggjafans að gera slíkt refsivert. Þá þurfi ásetningur að standa til að valda brotaþola, í þessu tilviki Örnu, hræðslu eða kvíða en það hafi ekki átt við í málinu. „Þær getgátur brotaþola og eiginmanns ákærðu, að veikindi hans hafi verið að rekja til ákærðu, breyta engu um framangreint.“

Háttsemi sem á „ekkert skylt við umsáturseinelti“

Konunni var gefið að sök að hafa fylgst með, setið um og hafa sett sig í samband við Örnu og aðila henni tengda, endurtekið, og með því valdið Örnu hræðslu eða kvíða. Hún hefði sent Örnu skilaboð þar sem hún hefði þóst vera Páll, komið að heimili Örnu, sett sig í samband við fyrrverandi sambýlismann Örnu í þeim tilgangi að varpa rýrð á hana og hringt í Örnu þar sem hún ásakaði hana um að halda við Pál. Þá var konan ákærð fyrir að hafa dreift útprentunum af fjölmiðlaumfjöllunum um Skæruliðadeild Samherja í póstkassa, meðal annars hjá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, í póstkassa ömmu og afa Örnu og í póstkassa Örnu sjálfrar.

Í dómnum kemur fram að konan hafi kannast við að vera með síma Páls undir höndum þegar hann lá veikur á sjúkrahúsi og því sé engum öðrum til að dreifa varðandi samskipti við Örnu í gegnum símann. Konan hafi séð í símanum samskipti milli Örnu og Páls sem vöktu grunsemdir um að þau stæðu í framhjáhaldi. Því hafi tilgangur hennar, að því er segir í dómnum, verið „augljóslega sá að leita staðfestingar á þessum grunsemdum. Á háttsemin ekkert skylt við umsáturseinelti“.

Varðandi lýsingar Örnu á því að ákærða hafi komið að heimili hennar, hringt þar dyrasíma en ekki gert vart við sig og fylgst með heimili Örnu um hríð, segir í dómnum að ekkert hafi fram komið um að ákærða hafi „viðhaft nokkra ógnandi háttsemi í umrætt sinn“. Konan hafði viðurkennt að hafa komið að heimili Örnu í leit að Páli en haldið á brott þegar ekki var svarað. Það að konan hafi hringt dyrasíma og haldið fljótlega á brott eftir það með engu móti fellt undir háttsemi sem hafi verið til þess fallin að valda Örnu hræðslu eða kvíða, segir í dómnum.

Hvað varðar það að konan hafi sett sig í samband við fyrrverandi sambýlismann Örnu, í því skyni að varpa rýrð á hana, segir í dómnum einfaldlega að ekkert í framburði sambýlismannsins fyrrverandi, sem kom fyrir dóminn, styðji þann málatilbúnað.

Ekki ólöglegt að hringja í fólk né væna það um framhjáhald

Þá var konunni gefið að sök að hafa hringt í Örnu og ásakað hana um halda við Pál. Í gögnum málsins kemur fram að Arna hafi tekið upp símtal ákærðu, að henni óafvitandi. Erindi hennar hafi verið að biðja Örnu um að koma skilaboðum á framfæri til Páls um að sinna því að standsetja íbúð dóttur þeirra, og sagði ákærða að Arna væri í meiri samskiptum við Pál en hún sjálf. Arna mun í símtalinu hafa ýjað að því að ákærða bæri ábyrgð á því að Páll hefði verið fluttur veikur á sjúkrahús en á móti ýjaði ákærða að því að meira en vinskapur væri milli Örnu og Páls og hún hefði gögn um það.

Fyrir dómnum skýrði ákærða svo frá að Páll hefði látið sig hverfa frá því verki að gera upp íbúð fyrir dóttur þeirra í Reykjavík og hefði ekki náðst í hann. Því hefði hún í ljósi þess að hún vissi að Páll hefði verið í miklum samskiptum við Örnu, hringt í hana. „Að mati  dómsins  er  skýring  ákærðu  trúverðug,  en  einnig  verður    horfa  til  þess  að grunsemdir  hennar  um samband A [Páls] og  brotaþola [Örnu]  hafi  átt  þátt  í  því    hún  hringdi  í brotaþola. Í  símtalinu  kom hins  vegar ekkert  efnislega  fram  sem  fellt  verður  undir ógnandi háttsemi í skilningi 1. mgr. 232. gr. a hgl., þó að brotaþola kunni að hafa þótt símtalið óþægilegt.“

Dreifing á blaðaumfjöllun ekki umsáturseinelti

Konunni var einnig gefið að sök að hafa dreift útprentunum af fjölmiðlaumfjöllun í póstkassa, meðal annars hjá móður Þorsteins Más Baldvinssonar, hjá ömmu og afa Örnu og í póstkassa Örnu. Um er að ræða umfjallanir um Skæruliðadeild Samherja. Kvaðst ákærða hafa borið útprentanirnar út víðs vegar, án þess að vita hverjir viðtakendurnir væru í öllum tilvikum, þó ekki öllum.

„Er rannsókn lögreglu hér áfátt“
Úr dómnum

Í dómnum kemur fram að lögreglan hafi ekki rannsakað þá staðhæfingu konunnar að hún hefði dreift umfjölluninni víðar. Sömuleiðis kemur fram að lögreglan tók engar skýrslur af ömmu og afa Örnu, né aflaði hún annarra gagna um að þau hefðu fengið útprentanirnar yfirhöfuð. Þá voru þau ekki kvödd fyrir dóminn til að gefa skýrslu. „Er rannsókn lögreglu hér áfátt,“ segir í dómnum.

Lýsti ákærða því að hún myndi óljóst eftir þessum tíma, hún hefði verið í tilfinningalegu uppnámi, hrædd og reið og staðið í skilnaði við Pál eftir 28 ára samband. Hún neitaði enda ekki að hafa dreift umræddum útprentunum en sagði að hún vissi ekki hvað sér hefði gengið til. Hún hafi verið undir gríðarlegu álagi og hafi ekki viljað missa Pál. Í dómnum segir að framferði ákærðu beri með sér að hún hafi verið reið og hneyksluð á framgöngu stjórnenda og starfsmanna Samherja og hafi viljað upplýsa fólk um það. „Hefur ákæruvaldið  ekki  sýnt  fram  á  hvernig  dreifing  efnisins  til  móður [Þorsteins Más Baldvinssonar],  eða annarra ótilgreindra aðila, verður túlkuð sem umsáturseinelti gagnvart brotaþola.“

„Að mati dómsins fer því hins vegar fjarri að háttsemi ákærðu verði heimfærð undir ógnandi háttsemi“
Úr dómnum

Ákæruvaldið hélt því fram að jafnvel þó ekkert af gjörðum ákærðu gæti eitt og sér túlkast sem umsáturseinelti þá leiði heildstætt mat á háttsemi ákærðu og aðstæðum að leiða til að hún félli undir ákvæðið. Á það féllst dómari alls ekki, raunar fór því víðs fjarri. „Að  mati dómsins  fer  því hins  vegar fjarri    háttsemi  ákærðu  verði heimfærð  undir ógnandi háttsemi í skilningi ákvæðisins, hvort sem litið er til einstakra tilvika eða háttseminnar í heild  sinni. Brotaþoli  lýsti  því  sjálf    henni  hafi  þótt  háttsemi  ákærðu  undarleg.  Þá verður ekki dregið í efa að brotaþola hafi þótt háttsemin óþægileg. Tilgangur löggjafans með 232. gr. a hgl. var hins vegar ekki að gera háttsemi, sem kann að þykja óvenjuleg eða óþægileg, refsiverða, heldur þarf háttsemin að vera til þess fallin að valda brotaþola hræðslu  eða  kvíða.  Þá  þarf  ásetningur  geranda    standa  til  þess  að valda brotaþola þessum hughrifum með háttseminni. Hvorugt á við í máli þessu. Þær getgátur brotaþola og eiginmanns ákærðu, að veikindi hans hafi verið að rekja til ákærðu, breyta engu um framangreint.“

Var konan því sýknuð af öllum liðum ákærunnar og einkaréttarkröfu Örnu á hendur henni, um greiðslu miskabóta að upphæð 400 þúsund króna, var vísað frá. Sakarkostnaður, tæplega 1,5 milljónir króna, féll á ríkissjóð.

Brotið gegn reglum um birtingu dóma

Athygli vekur að það var fyrst í dag sem dómur í málinu var birtur á vefsíðu Héraðsdóms Norðurlands eystra, þrátt fyrir að hann hefði kveðinn upp 16. maí. Er það brot á reglum dómstólasýslunnar um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðu dómstólanna. Þar segir í annarri grein: „Dómsúrlausn skal birta innan þriggja virkra daga frá uppkvaðningu dóms eða úrskurðar.“

Heimildin hafði í gær samband við Héraðsdóm Norðurlands eystra og óskaði eftir að fá dóminn afhentan en var svarað með því að hann yrði birtur á síðu dómsins í dag. Það var gert, 23 dögum eftir að hann lá fyrir. Engin skýring var gefin á því að dómurinn hefði ekki verið birtur fyrr en nú.

Kjósa
102
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Thordis Arnadottir skrifaði
    Algjört dómgreindarskortur að fara með þetta mál fyrir dóm. Hér er verið að eyða almannafé í að halda upp heiðri einhvers sem hefði átt að fara í “einkamál” við viðkomandi. Er ekki komið og af þessari effing vitleysu.
    5
  • Þorsteinn Bjarnason skrifaði
    Er lögreglan á Akureyri spillt?
    5
  • Árni Guðnýar skrifaði
    Hlynur Jónsson á ausjáanlega ekki mikla framtíð narðan heiða eftir þennan dóm,og Páll fórnar konunni fyrir samherja hvílik mannleysa,gengur svo heð síman fullan af heimilis klámi til að sína manni og öðrum?maður spyr sig.
    7
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Lögreglan á Norð-Austurlandi er auðsjáanlega ófær um að fara með mál varðandi Samherja. Þetta virðist allt saman vera sama búllan þarna á Stór-Samherjasvæðinu.
    20
    • Siggi Rey skrifaði
      Ekki bara á N-Austurlandi! Aldrei í sögu lögreglunnar á íslandi hafa önnur eins hneykslismál komið upp eftir að sjáfstæðisflokkurinn ákvað að skera niður lögregluna og koma fyrir “völdum” konum hér og þar sem augljóslega misfara með vald sitt af hroka, siðleysi, frekju o.s.frv.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
3
HlaðvarpÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
4
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.
Glamúrvæðing áfengis í íslensku raunveruleikasjónvarpi: „Freyðivínið alltaf við höndina“
5
Viðtal

Glamúr­væð­ing áfeng­is í ís­lensku raun­veru­leika­sjón­varpi: „Freyði­vín­ið alltaf við hönd­ina“

Guð­björg Hild­ur Kol­beins byrj­aði að horfa á raun­veru­leika­þætt­ina Æði og LXS eins og hverja aðra af­þrey­ingu en blöskr­aði áfeng­isneysla í þátt­un­um. Hún setti upp gler­augu fjöl­miðla­fræð­ings­ins og úr varð rann­sókn sem sýn­ir að þætt­irn­ir geta hugs­an­lega haft skað­leg áhrif á við­horf ung­menna til áfeng­isneyslu enda neysl­an sett í sam­hengi við hið ljúfa líf og lúx­us hjá ungu og fal­legu fólki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár