Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?

Alm­ar Steinn Atla­son, bet­ur þekkt­ur sem „Alm­ar í kass­an­um“ velt­ir því fyr­ir sér hvort hann hafi kannski ver­ið sof­andi all­an tím­ann á með­an hann las fyrstu skáld­sögu sína upp­hátt í beinu streymi í vik­unni, sem tók tæp­an sól­ar­hring. „Hugs­an­irn­ar og bók­in verða eitt á ein­hverj­um tíma­punkti og hvort mað­ur haldi áfram með­vit­und­ar­laus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósenni­legt. Ég hafði í raun ver­ið sof­andi all­an tím­ann?“

Var Almar „í kassanum“ kannski sofandi allan tímann?
Upplestur Almar Steinn Atlason var með næringu í æð og þvaglegg á meðan upplestrinum stóð. Röddin var silkimjúk eftir nær sólarhings lestur. Mynd: Árni Torfason

„Ég hef bara aldrei verið betri sko,“ segir Almar Steinn Atlason, betur þekktur sem „Almar í kassanum“. Almar er að senda frá sér sína fyrstu skáldsögu og las hana upphátt í einni beit í anddyri Tjarnarbíós í vikunni í beinu streymi. Upplesturinn hófst klukkan 18 á mánudag og lauk um 22 klukkustundum síðar, síðdegis á þriðjudag. 

Rödd Almars er silkimjúk þegar blaðamaður slær á þráðinn og greinilegt að raddböndin hafa tekið vel í gjörninginn. „Eins og að fá sér hálsbrjóstsykur og fara í raddþjálfun.“ 

Almar hefur lengi ætlað sér að gefa út bók en ekki þorað að láta verða af því fyrr en nú. „Ég var búinn að vera lengi að vinna þessa bók. Eina ástæðan fyrir því að ég hef aldrei tekið þátt í bókaútgáfu því ég hef borið of mikla virðingu fyrir henni, átt erfitt með að nálgast hana af því mér finnst bækur svo flottar, ég hef ekki getað snert þær. Svo var ég búinn að eyða miklum tíma og vinnu í þessa bók að mér fannst synd að vera búinn að eyða svona miklu í sögu og segja hana aldrei.“

„Þetta er ævintýri á örvandi. Blóð og garnir og vesen.“

Skáldsagan Mold er bara mold - Litla systir mín fjöldamorðinginn er í þremur bindum sem koma saman í kassa þar sem velt er upp spurningunni: Er hægt að gerast fjöldamorðingi fyrir misskilning? Hlutarnir þrír kallast Með Venus í skriðdreka, Þindarlaus frásögn af erfiðum degi manns í Efra-Breiðholti, og Frelsið er takmarkað. „Ég er rosa ánægður með hana. Þetta er ævintýri á örvandi. Blóð og garnir og vesen. Spennutryllir án þess endilega að vera spennandi. Svona einhver velferðar-starfsmanna-Borgartúns-turns-Íslendingasaga,“ segir Almar þegar hann er beðinn um að lýsa efni skáldsögunnar.  

Við öllu búinn með þvaglegg og næringu í æð

Almar var vel undirbúinn og ráðfærði sig við hjúkrunarfræðing áður en hann hófst handa sem setti upp þvaglegg og næringu í æð. Almar þurfi því aðeins að standa upp til að tæma þvagpokann á meðan lestrinum stóð. „Ég hef alltaf haft gaman af því að segja sögur, ég gat ekki látið þessa liggja með öllu ósagða. Ég komst fljótlega að þeirri niðurstöðu að það myndi taka svolítinn tíma að segja þessa sögu. Þegar fólk er að segja mér sögu þá missi ég þráðinn og fer að tala um eitthvað annað ef það ætlar að taka klósettpásu eða fá sér hádegismat í miðri sögu.“ Þannig komst Almar að því að þetta væri besta niðurstaðan: Að lesa bókina í einni beit. 

„Ég þurfti að afsaka mig til að tæma úr þvagpokanum held ég tvisvar og einu sinni varð 2-3 mínútna dramatísk málhvíld á meðan ég hvíldi augun aðeins.“ Almar er ekki viss hvort hann hafi sofnað á einhverjum tímapunkti. „Hugsanirnar og bókin verða eitt á einhverjum tímapunkti og hvort maður haldi áfram meðvitundarlaus að lesa í leiðslu, mér finnst það ekki ósennilegt. Ég hafði í raun verið sofandi allan tímann?“ Almar fékk góðan frið við lesturinn en fólk var samt sem áður duglegt að kíkja við í anddyri Tjarnarbíós. „Það er ekkert leiðinlegra að lesa þó svo að einhver sé að blaðra eða vinna eða gera eitthvað. Leikhús er lifandi hús og Snæbjörn leikhússtjóri og góða fólkið sem þarna vinnur er frábært að halda lífi í þessu góða leikhúsi.“

ÁhorfendurAnddyri Tjarnarbíós var þétt setið stóran hluta á meðan upplestrinum stóð.

Gjörningalist fyrir hálfvita sem kunna ekki að fara eftir reglum

Sem fyrr segir kemur bókin í kassa sem er kannski vel við hæfi þar sem flestir þekkja Almar sem „Almar í kassanum“ eftir að hann dvaldi nakinn í heila viku inni í glerkassa í Listaháskólanum. Þakklæti er honum eftir í huga þegar hann rifjar upp þennan níu ára gamla gjörning. Að vera ungur listamaður að stíga sín fyrstu skref inn í augu almennings og fá þjóðina sína með sér er ómetanlegt held ég.“

„Ég kynni mig nú yfirleitt sem hálfvita, það er heiðarlegast“

Hann hefur unnið áfram með gjörningalistina. „Ég hef alltaf haft gaman af bæði að fylgjast með og vesenast í gjörningalist. Það er sviðslist nema fyrir svona hálfvita eins og mig sem kunna ekki að fara eftir reglum.“ Almar kýs að kynna sem hálfvita í dag, þó gjörningalistamaður, málari og nú rithöfundur eigi einnig vel við hann. „Ég kynni mig nú yfirleitt sem hálfvita, það er heiðarlegast. Svo set ég bara á mig þann hatt sem passar hverju sinni. Ég hef aldrei hikað við að kalla mig neitt. Þegar ég raka mig á morgnana segist ég vera hárskerameistari og þegar ég fæ mér paratabs af því að ég er með hausverk þá er ég orðinn apótekari.“

En hvað tekur við nú þegar nærri sólarhings upplestur er frá? 

„Ég þarf aðeins að hugsa það. Mér finnst ekkert ólíkleg að ég fari að leita mér að nýjum hatti. Ég hef lengi hugsað mér að verða skipskokkur, það hefur verið fantasía hjá mér, þannig ef einhverjum vanta svoleiðis þá er velkomið að hafa samband.“     

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Efling segir gervistéttarfélag notað til að svíkja starfsfólk
5
Fréttir

Efl­ing seg­ir gervistétt­ar­fé­lag not­að til að svíkja starfs­fólk

Efl­ing seg­ir stétt­ar­fé­lag­ið Virð­ingu vera gervistétt­ar­fé­lag sem sé nýtt til að skerða laun og rétt­indi starfs­fólks í veit­inga­geir­an­um. Trún­að­ar­menn af vinnu­stöð­um Efl­ing­ar­fé­laga fóru á þriðju­dag í heim­sókn­ir á veit­inga­staði á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og dreifðu bæk­ling­um þar sem var­að var við SVEIT og Virð­ingu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
1
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
2
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
5
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Fólkið sem nær kjöri - samkvæmt þingmannaspá
6
ÚttektAlþingiskosningar 2024

Fólk­ið sem nær kjöri - sam­kvæmt þing­manna­spá

Þing­manna­spá dr. Bald­urs Héð­ins­son­ar og Heim­ild­ar­inn­ar bygg­ir á fylgi fram­boða á landsvísu í nýj­ustu kosn­inga­spá Heim­ild­ar­inn­ar, auk þess sem til­lit er tek­ið til styrks fram­boða í mis­mun­andi kjör­dæm­um. Fram­kvæmd­ar eru 100 þús­und sýnd­ar­kosn­ing­ar þar sem flökt er á fylgi og fyr­ir hverja nið­ur­stöðu er þing­sæt­um út­hlut­að, kjör­dæma- og jöfn­un­ar­þing­sæt­um.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár