Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“

Um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra svar­aði fyr­ir­spurn þing­manns í dag er varð­ar stöðu Ís­lands í um­hverf­is­mál­um. Guð­laug­ur Þór Þórs­son sagði að enn væri mik­ið verk að vinna.

„Hvert erum við að stefna í loftslags- og umhverfismálum?“
Guðlaugur Þór Þórðarson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sagðist vona eftir fleiri spurningum á Alþingi í dag. Mynd: Stundin

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag að mikið verk væri eftir að vinna „þegar kemur að því að nýta verðmætin sem eru í draslinu okkar [...]“

Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokk fólksins, gagnrýndi útflutning Íslendinga á rusli og fyrirhugaðan innflutning á gróðurhúsalofttegundum. Innfluttri mengun yrði breytt í grjót með tækni íslenska fyrirtækisins Carbfix. „Hvert erum við að stefna í loftslags og umhverfismálum?“ spurði Guðmundur Ingi ráðherrann.

Í síðustu viku afhjúpaði Heimildin sannleikann á bak við endurvinnslu mjólkurferna en í ljós kom að fernurnar eru ekki endurunnar, heldur fluttar erlendis þar sem þær eru brenndar og nýttar í orkuframleiðslu. Viðbrögð innan samfélagsins við fréttunum voru hörð enda hafa Íslendingar lagt metnað og tíma í að hreinsa og flokka mjólkurfernur í umhverfisskyni. 

Verið að þróa tækni en drepa hvali

Úrvinnslusjóður, sem sér um að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og nýtingu úrgangs, heyrir undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Eftir fund ráðherra, Úrvinnslusjóðar og Sorpu fyrir nokkrum dögum var ákveðið að óháður aðili sinni framvegis eftirlitshlutverki um að raunverulega sé verið að endurvinna fernurnar. Einnig tilkynnti Sorpa að nú ætti að senda fernurnar til Svíþjóðar þar sem þær verða endurunnar hjá fyrirtækinu Fiskeby Board.

Guðlaugur Þór sagði hóp undir hans stjórn vera að skoða möguleg viðskipti við önnur lönd í Evrópu um innflutning á gróðurhúsalofttegundum en að markmiðið með þeim væri tekjuöflun. Þá gagnrýndi Guðmundur Ingi hugsanleg viðskipti enn frekar. „Ég segi ég bara: Guð hjálpi okkur ef þetta á að vera framtíðin.“

Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra ítrekaði að náttúran fangaði gróðurhúsalofttegundir og nefndi þar föngun trjálendis og mögulega tækni þar sem þörungar gleypa gróðurhúsalofttegundir. Guðlaugur Þór hefur ekki fordæmt hvalveiðar við Íslandsstrendur en hvalir gleypa mikið magn af gróðurhúsalofttegundum úr umhverfinu. 

„Ég vona að ég fái fleiri spurningar,“ sagði Guðlaugur Þór er hann lauk svörum sínum. Ráðherra fékk engar frekari spurningar frá þingmönnum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu