Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úr­vinnslu­sjóð­ur hef­ur kraf­ið Terra og Ís­lenska gáma­fé­lag­ið um stað­fest­ingu á end­ur­vinnslu á drykkj­ar­fern­um sem flokk­að­ar eru hér­lend­is. Ráð­herra fund­aði með sjóðn­um í dag.

Óháður aðili skipaður til að fylgjast með endurvinnslu á drykkjarfernum

Úrvinnslusjóður, sem hefur það opinbera hlutverk að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs, segir að í kjölfar fundar með Guðlaugi Þór Þórðarsyni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í dag hafi verið ákveðið að sjóðurinn og SORPA muni tilnefna óháðan aðila til að fylgjast með framkvæmd endurvinnslu á drykkjarfernum og staðfesta fullnægjandi endurvinnslu. 

Þá hafi Úrvinnslusjóður krafið aðra þjónustuaðila, Terra og Íslenska gámafélagið, sem hafa safnað fernum til endurvinnslu, um staðfestingu á því að fullnægjandi endurvinnsla hafi farið fram erlendis. Gert er ráð fyrir að upplýsingar berist á næstu dögum. 

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Úrvinnslusjóður sendi frá sér í dag í kjölfar opinberunar Heimildarinnar á því að drykkjarfernur sem flokkaðar eru á Íslandi eru ekki endurunnar, heldur brenndar í sementsverksmiðjum. 

SORPA greindi í dag frá því að fyrirtækið hafi fengið staðfestingu á því að fernur sem það hefur sent til endurvinnslufyrirtækisins Smurfit Kappa séu ekki endurunnar heldur brenndar. Í tilkynningu frá SORPU baðst fyrirtækið afsökunar á sínum þætti í að hafa ekki miðlað með skýrari hætti hver afdrif drykkjarferna sem íbúar á höfuðborgarsvæðinu flokka eru.

Úrvinnslusjóður, sem hefur eftirlitshlutverki að gegna og hefur greitt íslensku endurvinnslufyrirtækjunum Sorpu, Terra og Íslenska gámafélaginu fjármuni fyrir að hafa sent drykkjarfernur í það endurvinnsluferli, biðst ekki afsökunar á sínum þætti í yfirlýsingu sinni. Þar segir að sjóðurinn vilji þó taka fram að hann hafi „nýlega endurskoðað skilmála gagnvart þjónustuaðilum sjóðsins í þeim tilgangi að treysta rekjanleika og vitneskju um endanlega ráðstöfun þess úrgangs sem fellur undir sjóðinn og til að efla gagnsæi í starfsemi sjóðsins.“

Ásamt SORPU muni Úrvinnslusjóður að fá fullvissu fyrir því að sá endurvinnsluaðili sem mun héðan í frá taka við fernum frá SORPU skili þeim árangri sem til er ætlast. „Stefnt er að því að fernurnar verði sendar til fyrirtækisins Fiskeby Board í Svíþjóð. Þetta er gert í kjölfar þess að í ljós kom að Smurfit Kappa, endurvinnsluaðili á pappír frá SORPU, getur ekki endurunnið fernur í sínum vinnsluferlum. SORPA ákvað í kjölfarið að láta Stena Recycling, móttökuaðila sinn á endurvinnsluefnum í Svíþjóð, flokka fernur úr blönduðum pappírsstraum SORPU til að tryggja að fernurnar verði endurunnar.“ 

Eftirlit lítið sem ekkert

Úrvinnslusjóður leikur lykilhlutverk í endurvinnslustjórnsýslu Íslendinga. Hlutverk hans er að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnotkun og endurnýtingu úrgangs í þeim tilgangi að draga úr magni úrgangs sem fer til endanlegrar förgunar og tryggja viðeigandi förgun spilliefna. Sjóðurinn er pólitískt fyrirbæri, stjórn hans er skipuð af umhverfisráðherra, sveitarfélögum landsins og helstu hagsmunagæslusamtökum þess. Sjóðurinn velti um 2,3 milljörðum króna árið 2021 og þeim fjármunum er ætlað að standa undir kostnaði við úrvinnslu úrgangs. 

Heimildin greindi frá því á föstudag að eftirlit með því hvar fernur sem nýttar hafa verið á Íslandi enda er lítið sem ekkert. Úrvinnsla á fernum hefur í meira en þrjá áratugi verið skipulögð og framkvæmd eingöngu með sparnað í huga fyrir innlenda framleiðendur á vöru sem seld er í fernum og innflutningsfyrirtæki sem flytja inn slíka vöru. Umhverfissjónarmið hafa mætt afgangi en endurvinnslufyrirtæki hafa fengið vel greitt fyrir að endurvinna fernur sem eru svo ekkert endurunnar, heldur brenndar. Sveitarfélög landsins hafa auk þess orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegna þess að almenningur er látinn flokka fernur sem pappír.

Í svari Ólafs Kjartanssonar, framkvæmdastjóra Úrvinnslusjóðs, við fyrirspurn Heimildarinnar sem birt var á föstudag hélt hann því fram að fernur geti verið endurunnar hjá þessum fyrirtækjum. „Fernum hefur verið safnað saman með pappa og í endurvinnsluferli pappa er hægt að aðskilja ál og plast frá endurvinnsluferli á trefjum úr pappanum.“

Heimildin spurði hvaðan hann hefði þær upplýsingar að þessi fyrirtæki gætu endurunnið fernur í sínum ferlum, en Ólafur hefur ekki svarað þeirri spurningu blaðsins þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir þar um. 

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár