Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Launin duga skammt

Magda­lena Anna Reim­us vinn­ur þrjár vinn­ur. Ef hún gerði það ekki ætti hún erfitt með að greiða mán­að­ar­lega reikn­inga með þeim 340.000 krón­um sem hún fær út­borg­að mán­að­ar­lega. Koll­eg­ar henn­ar með svip­aða mennt­un og reynslu hafa í nokkra mán­uði feng­ið hærri laun en hún.

Launin duga skammt
Ræða Magdalena Anna Reimus flutti erindi á baráttufundi BSRB nýverið. Hún segist almennt lítið fyrir að tala fyrir framan fólk en að henni hafi þótt mikilvægt að láta í sér heyra. Mynd: BSRB

Verkfallsaðgerðir BSRB hófust eftir árangurslausan samningafund sem lauk aðfaranótt mánudags. Þær hafa áhrif á starfsemi leikskóla, sundlauga, íþróttamannvirkja, þjónustumiðstöðva, bæjarskrifstofa, áhaldahúsa og hafna í 29 sveitarfélögum. Verkfall í íþróttamannvirkjum og sundlaugum er ótímabundið en á öðrum stöðum mun það standa til 5. júlí, nema samningar náist fyrir þann tíma. BSRB og Samtök íslenskra sveitarfélaga funda nú um deiluna.

Magdalena Anna Reimus er ein af þeim 2.500 félagsmönnum BSRB sem lögðu niður störf í gær. Hún vinnur þrjár vinnur. Ef hún gerði það ekki ætti hún erfitt með að greiða mánaðarlega reikninga með þeim 340.000 krónum sem hún fær útborgað mánaðarlega fyrir fullt starf í leikskóla á Selfossi. Kollegar hennar með svipaða menntun og reynslu hafa í nokkra mánuði fengið hærri laun en hún vegna þess að þeir eru í öðru stéttarfélagi. 

Hún svaf illa á meðan fundað var aðfaranótt mánudags og vaknaði á klukkutíma fresti til þess að kanna hvort einhverjar fréttir hefðu borist af fundinum. Það var svo í gærmorgun sem hún fékk að vita að hún ætti ekki að mæta í vinnuna. Það voru vonbrigði fyrir hana eins og fleiri félagsmenn BSRB sem Heimildin hefur rætt við og eiga það sameiginlegt að langa að mæta til vinnu. 

„Mér finnst mjög gaman í vinnunni,“ segir Magdalena um það. „Ég hef gaman af því að gera eitthvað nýtt og kenna börnunum allskonar hluti, sama hvort þau eru tveggja eða fimm ára.“

Formaður„Ef jafnlaunavottun væri framkvæmd í dag þá væntanlega gengi hún ekki í gegn vegna þess að það er verið að greiða mismunandi laun fyrir sömu störfin,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir.

Samband íslenskra sveitarfélaga gerði mislanga samninga við félög BSRB annars vegar og félög Starfsgreinasambandsins (SGS) hins vegar. Hafði það þau áhrif að frá upphafi árs hafa félagar í SGS fengið hærri laun en félagar í BSRB fyrir sambærileg störf. Er helsta krafa BSRB sú að þessi launamunur verði jafnaður út með 128.000 króna eingreiðslu á hvern starfsmann. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga vísaði í gærmorgun allri ábyrgð á stöðunni á forystufólk BSRB og sagðist hafa boðið félaginu 50 til 60 þúsund króna launahækkun frá 1. apríl síðastliðnum. 

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir eingreiðsluna meginkröfu sem ekki sé hægt að falla frá. Spurð hvort BSRB beri ekki einhverja ábyrgð á því að ekki hafi verið samið um sömu kjör fyrir félaga BSRB og SGS segir Sonja að um algjörlega nýja stöðu sé að ræða. Síðastliðin 20 ár hafi samningar félaganna innifalið sömu kjör og að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að tryggja jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf.

StarfskrafturHaukur Erlingsson hlakkar til að mæta til vinnu á hverjum degi en hann vill sömu laun og aðrir í sömu stöðu.

Launahækkun og eingreiðsla gætu haft veruleg áhrif

Haukur Erlingsson, sem starfar í íþróttamiðstöð í Borgarbyggð, segir súrt að fá lægri laun en fólk sem sinni sama starfi. Munurinn getur hlaupið á 30 til 66 þúsund krónum mánaðarlega. Haukur segir að slík launahækkun og sú eingreiðsla sem BSRB hefur krafist geti haft mikil áhrif fyrir fjölskyldu hans, sem samanstendur af Hauki, eiginkonu hans og fjórum börnum. Fjölskyldan hefur þurft að draga saman seglin í matarinnkaupum og fleiru vegna verðbólgunnar.

„Maður reynir að sneiða fram hjá vörum sem maður keypti áður og maður getur ekki leyft börnunum sínum það sama og áður,“ segir Haukur um það hvernig er að lifa á þeim launum sem hann er með í dag. Hann vill ekki greina frá því hversu margar krónur hann fær mánaðarlega, einfaldlega vegna þess að þær eru svo fáar. „Maður lætur reikningana ganga fyrir og svo verður maður bara að lifa á restinni.“

Haukur vaknaði klukkan 5:30 í gærmorgun þar sem hann hafði átt að mæta til vinnu klukkan sex. Það varð þó ekkert úr því vegna verkfallsins, en íþróttamiðstöðinni var lokað vegna þess.  

„Við erum ómissandi,“ segir Haukur. „Það er fullt af fólki sem kemur þarna daglega, sérstaklega eldra fólkið sem er vant að koma í pottana og spjalla. Það er gott fyrir fólk þegar fólk er eitt og annað að geta farið í pottana og spjallað, haft gaman.“

„Ég elska vinnuna mína“

Haukur og Magdalena eru á meðal þess fólks sem sinnir lægst launuðustu störfum landsins. Á meðan Haukur tekur á móti fólki sem ætlar í sund eða íþróttir, fylgist með því að enginn fari sér að voða og sinnir þrifum hittir Magdalena börnin á leikskólanum, leikur við þau, kennir þeim og sinnir stuðningi við barn sem á því þarf að halda. Eins og skýrt kemur fram með þeim áhrifum sem verða af því þegar fólk eins og Haukur og Magdalena leggja niður störf, þá gæti samfélagið ekki gengið sinn vanagang án þeirra. 

„Ég elska vinnuna mína og hlakka til á hverjum degi að mæta í hana og hitta samstarfsfélaga mína og alla kúnnana,“ segir Haukur, sem eins og Magdalena óskar þess að brátt nái BSRB og Samband íslenskra sveitarfélaga að semja um kjör þeirra svo þau geti aftur mætt til vinnu og hitt allt fólkið sem þeim þykir vænt um. En þangað til þau hafa fengið jöfn kjör og fólk sem sinnir sömu störfum eru þau tilbúin í að berjast fyrir því með því að leggja niður störf.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Kjarabaráttan

Mest lesið

Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
1
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bonaqua virðist á köldum Klaka eftir nafnbreytingu
3
Fréttir

Bon­aqua virð­ist á köld­um Klaka eft­ir nafn­breyt­ingu

Þátta­skil urðu á ís­lenska sóda­vatns­mark­að­in­um í sum­ar, eft­ir að Topp­ur breytt­ist í Bon­aqua. Því fylgdu tæki­færi fyr­ir sam­keppn­is­að­il­ann Klaka, sem kveðst nú vera með um 25 pró­sent hlut­deild á mark­að­in­um. Fyrr­ver­andi ís­lensku­pró­fess­or sem gagn­rýndi nafn­breyt­ingu Topps seg­ir gleði­efni að er­lend nafn­gift virð­ist hafa vak­ið svo sterk við­brögð.
Lýsir Klíníkinni sem verksmiðju: „Ekki verið að hugsa um manneskjuna heldur peninginn“
5
ViðtalKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Lýs­ir Klíník­inni sem verk­smiðju: „Ekki ver­ið að hugsa um mann­eskj­una held­ur pen­ing­inn“

Geir­þrúð­ur Gunn­hild­ar­dótt­ir, 48 ára göm­ul kona sem greind­ist með krabba­mein ár­ið 2021, fór í maga­ermis­að­gerð á Klíník­inni. Hún seg­ist ekki hafa hitt neinn starfs­mann Klíník­ur­inn­ar fyr­ir að­gerð­ina og ekki feng­ið neina eft­ir­með­ferð. Geir­þrúð­ur þurfti að nýta þjón­ustu rík­is­rekna Sjúkra­hót­els­ins og leita til Land­spít­al­ans eft­ir að­gerð­ina af því hún var svo veik.
Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
7
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Þögul einkavæðing Willums Þórs á heilbrigðiskerfinu
8
SkýringKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Þög­ul einka­væð­ing Will­ums Þórs á heil­brigðis­kerf­inu

Einka­væð­ing í heil­brigðis­kerf­inu hef­ur ver­ið stór­auk­in á síð­ustu ár­um í gegn­um Sjúkra­trygg­ing­ar Ís­lands. Til stend­ur að ganga lengra í þeim efn­um sam­kvæmt heil­brigð­is­ráð­herra, Will­um Þór Þórs­syni. Í miðri þess­ari um­ræðu er einka­rekna heil­brigð­is­fyr­ir­tæk­ið Klíník­in. For­stjóri Land­spít­al­ans, Run­ólf­ur Páls­son, hef­ur áhyggj­ur af áhrif­un­um á rík­is­rek­in sjúkra­hús og bend­ir á skort á eft­ir­liti með einka­rekstr­in­um.
Vill að ríkið greiði aðgerðir gegn offitu hjá einkafyrirtækjum: Einn maður með milljarð í tekjur
9
FréttirKlíníkin og einkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Vill að rík­ið greiði að­gerð­ir gegn offitu hjá einka­fyr­ir­tækj­um: Einn mað­ur með millj­arð í tekj­ur

Sam­kvæmt því sem heil­brigð­is­ráð­herra Will­um Þór Þórs­son hef­ur boð­að munu efna­skipta­að­gerð­ir einka­fyr­ir­tækja eins og Klíník­ur­inn­ar verða greidd­ar af ís­lenska rík­inu. Fyr­ir­tæki eins skurð­lækn­is á Klíník­inni sem ger­ir slík­ar að­gerð­ir hef­ur ver­ið með tekj­ur upp á um einn millj­arð króna á ári.
Hryllingur á barnaspítalanum eftir að Ísraelsher neyddi lækna til að skilja eftir ungabörn
10
Erlent

Hryll­ing­ur á barna­spítal­an­um eft­ir að Ísra­els­her neyddi lækna til að skilja eft­ir unga­börn

Starfs­fólki Al-Nasr barna­spítal­ans á Gasa var skip­að af umsát­ursliði Ísra­els­hers að rýma spít­al­ann. Þau neydd­ust til að skilja fyr­ir­bur­ana eft­ir. Að sögn hjúkr­un­ar­fræð­ings lof­uðu yf­ir­menn hers og stjórn­sýslu að forða börn­un­um, en tveim­ur vik­um síð­ar fund­ust þau lát­in, óhreyfð í rúm­um sín­um.

Mest lesið í mánuðinum

Pressa: Fyrsti þáttur
2
Pressa#1

Pressa: Fyrsti þátt­ur

Í þætti dags­ins verð­um við á póli­tíska svið­inu. Breyt­ing­ar á kvóta­kerf­inu og fisk­veið­um, stjórn­mála­ástand­ið og áskor­an­ir sem stjórn­ar­meiri­hlut­inn stend­ur frammi fyr­ir. Einnig verð­ur rætt um þögla einka­væð­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins. Við­mæl­end­ur eru Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra, Jón Gunn­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks, Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­mað­ur Fram­sókn­ar, og Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar.
Íslenskur karlmaður bauð „einstæðri móður með barn“ aðstoð
3
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Ís­lensk­ur karl­mað­ur bauð „ein­stæðri móð­ur með barn“ að­stoð

Ís­lensk­ur karl­mað­ur setti inn um­deilda Face­book-færslu í hóp­inn Að­stoð við Grind­vík­inga, þar sem fólki í neyð er boð­in marg­vís­leg að­stoð frá hjálp­fús­um Ís­lend­ing­um. Með­lim­ir hóps­ins brugð­ust illa við þeg­ar mað­ur­inn bauðst til að að­stoða ein­stæða móð­ur með barn. „Skamm­astu þín karl fausk­ur.“
Valdablokkir í Matador um Marel
4
Rannsókn

Valda­blokk­ir í Mata­dor um Mar­el

Það geis­ar stríð í ís­lensku við­skipta­lífi. Stærstu eig­end­ur stærsta fjár­fest­inga­fé­lags lands­ins, Eyr­is In­vest, telja einn stærsta banka lands­ins, Ari­on banka, vera að reyna að tryggja Sam­herja og Stoð­um yf­ir­ráð í Mar­el. Enn vakna spurn­ing­ar um hvort eðli­legt sé að hefð­bund­in banka­starf­semi og fjár­fest­inga­banka­starf­semi, eigi yf­ir­höf­uð sam­an. Leik­flétt­an fel­ur í sér næt­ur­fundi, veðkall, af­sögn og á end­an­um greiðslu­stöðv­un sem ætl­að er að kaupa tíma fyr­ir þá sem gripn­ir voru í ból­inu.
Fjárfestingaklúbbur Kaupþingskvenna
5
RannsóknLeyndarmál Kýpur

Fjár­fest­inga­klúbb­ur Kaupþings­kvenna

Eig­in­kon­ur þriggja fyrr­um stjórn­enda hins fallna Kaupþings banka eru um­svifa­mikl­ir fjár­fest­ar í fast­eigna­verk­efn­um á Spáni og víð­ar. Pen­ing­ar sem geymd­ir eru í fé­lög­um á Tor­tóla og Kýp­ur eru not­að­ir til að byggja lúxus­í­búð­ir. Hundruð millj­óna króna hagn­að­ur hef­ur orð­ið til í þess­um af­l­ands­fé­lög­um. Ein þeirra hef­ur einnig fjár­fest með hópi Ís­lend­inga í bresk­um hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
7
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu