Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir

Embætti rík­is­lög­reglu­stjóra mun fá 120 raf­byss­ur fyrst um sinn sam­kvæmt bráða­birgða­mati. Kostn­að­ur­inn við þessi raf­byssu­kaup er 54 millj­ón­ir króna. Starf­andi for­stjóri Rík­is­kaupa, Sara Lind Guð­bergs­dótt­ir, seg­ir óljóst á þess­ari stundu hvort Rík­is­kaup þurfi að koma að ferl­inu.

Lögreglan fær 120 rafbyssur fyrir rúmar 50 milljónir
Eitt fyrirtæki um hituna Miðað við fyrirliggjandi upplýsingar er aðeins eitt fyrirtæki, Landstjarnan ehf., áhugasamt um að selja lögreglunni 120 rafbyssur fyrir rúmlega 50 milljónir. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri en embætti hennar er kaupandi vopnanna. Mynd: Bára Huld Beck

Embætti ríkislögreglustjóra mun kaupa 120 rafbyssur fyrir 54 milljónir króna samkvæmt áætluðu kostnaðarmati sem liggur fyrir um viðskiptin. Um er að ræða fyrstu kaup á rafbyssum fyrir lögregluna hér á landi og gætu viðskiptin svo orðið meiri í kjölfarið. Þetta kemur fram í svörum frá starfandi forstjóra Ríkiskaupa, Söru Lind Guðbergsdóttur, við spurningum Heimildarinnar um kaup íslenska ríkisins á rafbyssunum. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef er áætlað kostnaðarmat 54 milljónir króna án vsk og áætlað magn í fyrstu kaupum 120 eintök,“ segir í svari hennar í tölvupósti. 

Ríkiskaup gerðu markaðskönnun á Evrópska efnahagssvæðinu meðal áhugasamra söluaðila á rafbyssum. Niðurstaðan úr þeirri könnun var að einungis eitt fyrirtæki hefði áhuga á að selja löggunni þessi vopn. Þetta er íslenska fyrirtækið Landstjarnan ehf., sem er með umboð fyrir Axon-rafbyssur sem og aðrar vörur frá fyrirtækinu. 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Rafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár