Á dögunum boðaði menningar- og viðskiptaráðuneytið til málþings um framtíð bókaútgáfu í samvinnu við Rithöfundasamband Íslands (RSÍ) og Félag íslenskra bókaútgefenda. Bókabransinn stendur nú frammi fyrir áskorunum, enda er margt að breytast bæði hérlendis og á hinum alþjóðlega bókamarkaði.
Tvennt virðist vefjast mest fyrir fólki. Annars vegar fyrirkomulag endurgreiðslna hins opinbera og áhrif þeirra á höfunda. Og hins vegar starfsemi Storytel hér á landi, en Storytel kom eins og stormsveipur inn á íslenskan bókamarkað árið 2018 og hafði þá áður rutt sér til rúms á Norðurlöndunum og víðar. Þessar tvær breytur virðast samanlagt hafa haft stórtæk áhrif á viðkvæmt vistkerfi útgáfunnar og ekki síður afkomu höfunda.
Það var ekki úr vegi að spyrja nokkra sem héldu erindi á þinginu um þetta tvennt.
Enginn séð fyrir þessa þróun
Sigríður Hagalín Björnsdóttir, rithöfundur og stjórnarmaður í RSÍ, segir að mikið umrót hafi verið í …
Athugasemdir (1)