Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari

Að­al­steinn Leifs­son læt­ur af embætti rík­is­sátta­semj­ara að eig­in ósk á morg­un. Ást­ráð­ur Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari verð­ur tíma­bund­ið sett­ur í embætt­ið.

Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari
Sátti Aðalsteinn Leifsson var skipaður ríkissáttasemjari árið 2020 til fimm ára, en gengur nú frá borði eftir rúm þrjú ár í embætti. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara á morgun, 1. júní, að eigin ósk, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem birt er á vef Stjórnarráðsins.

Aðalsteinn hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2020, eða í rúm þrjú ár. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að embættið verði auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.

Jafnfram kemur þar fram að ákveðið hafi verið að Ástráður Haraldsson héraðsdómari verði tímabundið settur í embættið frá og með morgundeginum og þar til skipað verður í embættið.

Ástráður var einmitt sá sem leysti Aðalstein af hólmi sem ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í upphafi ársins.

Aðalsteinn taldi sig knúinn til þess að víkja sæti í deilunni í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Efling hefði ekki þurft að afhenda embætti ríkissáttasemjara kjörskrá stéttarfélagsins, vegna miðlunartillögu sem embættið hafði lagt fram.

Í kjölfar þess máls var boðað að stjórnvöld hygðust leggja fram frumvarp sem gerði ríkissáttasemjara kleift að láta atkvæðagreiðslu fara fram um miðlunartillögur sínar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðaði svo í byrjun apríl að slíkt frumvarp yrði ekki lagt fram og samþykkt fyrir þinglok í vor, þar sem viðhafa eigi frekara samráð við verkalýðshreyfinguna um málið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár