Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari

Að­al­steinn Leifs­son læt­ur af embætti rík­is­sátta­semj­ara að eig­in ósk á morg­un. Ást­ráð­ur Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari verð­ur tíma­bund­ið sett­ur í embætt­ið.

Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari
Sátti Aðalsteinn Leifsson var skipaður ríkissáttasemjari árið 2020 til fimm ára, en gengur nú frá borði eftir rúm þrjú ár í embætti. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara á morgun, 1. júní, að eigin ósk, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem birt er á vef Stjórnarráðsins.

Aðalsteinn hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2020, eða í rúm þrjú ár. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að embættið verði auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.

Jafnfram kemur þar fram að ákveðið hafi verið að Ástráður Haraldsson héraðsdómari verði tímabundið settur í embættið frá og með morgundeginum og þar til skipað verður í embættið.

Ástráður var einmitt sá sem leysti Aðalstein af hólmi sem ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í upphafi ársins.

Aðalsteinn taldi sig knúinn til þess að víkja sæti í deilunni í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Efling hefði ekki þurft að afhenda embætti ríkissáttasemjara kjörskrá stéttarfélagsins, vegna miðlunartillögu sem embættið hafði lagt fram.

Í kjölfar þess máls var boðað að stjórnvöld hygðust leggja fram frumvarp sem gerði ríkissáttasemjara kleift að láta atkvæðagreiðslu fara fram um miðlunartillögur sínar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðaði svo í byrjun apríl að slíkt frumvarp yrði ekki lagt fram og samþykkt fyrir þinglok í vor, þar sem viðhafa eigi frekara samráð við verkalýðshreyfinguna um málið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár