Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari

Að­al­steinn Leifs­son læt­ur af embætti rík­is­sátta­semj­ara að eig­in ósk á morg­un. Ást­ráð­ur Har­alds­son hér­aðs­dóm­ari verð­ur tíma­bund­ið sett­ur í embætt­ið.

Aðalsteinn Leifsson hættir sem ríkissáttasemjari
Sátti Aðalsteinn Leifsson var skipaður ríkissáttasemjari árið 2020 til fimm ára, en gengur nú frá borði eftir rúm þrjú ár í embætti. Mynd: Af vef stjórnarráðsins

Aðalsteinn Leifsson lætur af embætti ríkissáttasemjara á morgun, 1. júní, að eigin ósk, samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu sem birt er á vef Stjórnarráðsins.

Aðalsteinn hefur gegnt embættinu frá 1. apríl 2020, eða í rúm þrjú ár. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að embættið verði auglýst laust til umsóknar á næstu dögum.

Jafnfram kemur þar fram að ákveðið hafi verið að Ástráður Haraldsson héraðsdómari verði tímabundið settur í embættið frá og með morgundeginum og þar til skipað verður í embættið.

Ástráður var einmitt sá sem leysti Aðalstein af hólmi sem ríkissáttasemjari í deilu Eflingar og Samtaka atvinnulífsins í upphafi ársins.

Aðalsteinn taldi sig knúinn til þess að víkja sæti í deilunni í kjölfar þess að Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að Efling hefði ekki þurft að afhenda embætti ríkissáttasemjara kjörskrá stéttarfélagsins, vegna miðlunartillögu sem embættið hafði lagt fram.

Í kjölfar þess máls var boðað að stjórnvöld hygðust leggja fram frumvarp sem gerði ríkissáttasemjara kleift að láta atkvæðagreiðslu fara fram um miðlunartillögur sínar.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra boðaði svo í byrjun apríl að slíkt frumvarp yrði ekki lagt fram og samþykkt fyrir þinglok í vor, þar sem viðhafa eigi frekara samráð við verkalýðshreyfinguna um málið.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár