Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“

Þing­menn segja að þeir eigi líkt og aðr­ir rétt á launa­hækk­un­um, en hækk­an­ir fram und­an séu óþarf­lega há­ar.

„Ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra“

Þingmenn eiga von á launahækkun þann 1. júlí. Forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, hefur sagt hækkunina verða á bilinu 6 til 6,3 prósent. Ef tekið er mið af efri mörkum þýðir þetta að laun þingmanna hækka um allt að 85 þúsund krónur á mánuði og laun ráðherra um 141 þúsund krónur. Laun Katrínar fara upp í 2.470 þúsund krónur á mánuði.  Á undanförnum sjö árum hafa laun forsætisráðherra hækkað um 89 prósent, eða 1.235 þúsund krónur. 

Heimildin spurði þingmenn hvort launahækkunin væri sanngjörn. Ekki svöruðu allir þeir sem spurðir voru en aðeins fjórir þingmenn gáfu kost á svörum.

Nær ekki nokkurri átt

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, fær 85 þúsund króna launahækkun. Hún sagði hækkunina ekki í samræmi við það sem aðrir launþegar fá á vinnumarkaði. Innt eftir því hvort hún sé sátt við launahækkunina segir hún:

„Mér finnst svo sem ekkert að því að laun þingmanna hækki eins og annarra. En þessar hækkanir eru ekki í neinu samræmi við það sem aðrir launþegar hafa þurft að sætta sig við. Og eru í rauninni algjörlega fáránlegar. Þetta er 113 prósent meiri hækkun en aðrir launþegar eru að fá. Það nær ekki nokkurri einustu átt. Það er bara eitthvað sem ég er alfarið á móti og við í Flokki fólksins erum að vinna að einhvers konar þingsályktunartillögu, eða eitthvað þess háttar, til þess að reyna að gera eitthvað í þessu.“ 

Hvenær eigum við von á henni?

„Ja, við erum bara að vinna hana núna, þannig að ég vona að það heyrist af henni sem allra fyrst.“ 

Aðspurð að því hvort hún sé andvíg hækkuninni segist hún andvíg henni „í þessu ástandi“ og að í slíku ástandi sé hún eins og „blaut tuska“. „Þetta er ekki í takti við það sem er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir hún. 

Ásthildur LóaSagði hækkunina ekki í samræmi við aðrar launahækkanir.

Gangi þetta eftir, hvað ætlar þú að gera við þessar 85 þúsund krónur?

„Ég hef ekkert velt því fyrir mér. Við erum búin að leggja fram tillögu að hækkunin taki ekki gildi á meðan ástandið er eins og það er. Við erum að gera það sem við getum.“

Gangi þetta eftir, viðurkennir hún að henni „muni alveg um 85 þúsund kall eins og öllum öðrum“. Hækkunin sé hins vegar ekki „mikil breyting“ eins og er. Hún gæti sagst ætla að gefa frá sér hækkunina, en „hver ætlar að fylgja því eftir?“ Ef til þess kæmi væri heldur ekki víst að hún myndi vilja gefa það upp sjálf. „Ef þú gefur eitthvað þá gerir þú það án þess að vera endilega að monta þig af því.“

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sagði í samtali við RÚV árið 2017, eftir að kjararáð ákvað að hækka laun æðstu embættismanna ári áður, að hann hefði „ekki beðið um þessa kauphækkun“ og að hann „þyrfti hana ekki“. Í fréttinni var sagt frá því að Guðni hefði gefið samtals tæpar fjórar milljónir króna af launum sínum til góðgerðarmála frá því að laun hans voru hækkuð. 

Skárra en Kjaradómur

Þingmaður Pírata, Gísli Rafn Ólafsson, fær sömu launahækkun. Hann sagði núverandi fyrirkomulag skárra en Kjaradóm. Aðspurður hvort honum þyki þessi hækkun sanngjörn svarar hann neitandi: 

„Finnst mér sanngjarnt að laun þingmanna hækki þetta mikið? Nei.

En launin þurfa einhvern veginn að haldast í við þróunina. Þetta fyrirkomulag sem var sett á er allavega skárra en var þegar Kjaradómur var að gera þetta. Í samningum ríkisstarfsmanna var þak, 66 þúsund eða eitthvað svoleiðis. Það hefði alveg mátt vera þak á þessum hækkunum líka. Þannig að það þarf að endurskoða hvernig þetta er gert.

Gísli Rafn þingmaðurSegir að hægt væri að setja þak á launahækkanir þingmanna.

En það þarf líka að passa að þetta geymist ekki í mörg ár, eins og gerðist stundum í Kjaradómi. Þá var verið að bíða í jafnvel tvö til þrjú ár eftir að það kæmi einhver leiðrétting. Þess vegna urðu leiðréttingarnar svo háar. Þannig að það þarf að finna einhverja réttláta leið í þessu.“  

Ert þú með hugmynd að réttlátri leið?

Þetta þak, að setja krónutöluþak. Ef við horfum til dæmis á hvernig launin virðast vera að hækka núna, þá hefði þak verið á alla. Rétt eins og á alla hæstlaunuðu starfsmenn hjá ríkinu.“  

Þarft þú þessa hækkun?

„Nei, ekki þannig lagað séð,“ segir Gísli, en bætir við að hækkunin sé tengd almennum hækkunum, til að þingmenn verði ekki fyrir „launalækkun“. 

Hann hefur ekkert velt fyrir sér hvernig hann muni ráðstafa auknu ráðstöfunarfé. „Maður á ekki að eyða peningum sem eru ekki komnir í vasann,“ segir hann. Þingmenn þurfi eins og aðrir að „standa undir hærri húsnæðiskostnaði og dýrari matarkörfu“. 

Upphæðin breytir ekki öllu

Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar, sagði ekki breyta öllu máli hvort hann fengi 60 eða 85 þúsund króna hækkun. En er þessi hækkun sanngjörn?

Sanngjarnt og ekki sanngjarnt. Það verður auðvitað að vera eins konar fyrirkomulag á launabreytingum þingmanna, eins og annarra. Hvort sú tala sem er verið að greiða út sé rétt eða ekki ætla ég ekki að leggja dóm á nákvæmlega núna. Það myndi ekkert skaða mig, hvort ég fengi 60 þúsund króna hækkun eða 85 þúsund hækkun, eins og hefur verið að gera á almenna markaðnum. Ég myndi ekkert líða fyrir það þótt þingmenn myndu fá sömu launahækkanir og aðrir.“ 

Guðbrandur EinarssonÞingmaður Viðreisnar.

Aðspurður hvort hann væri andvígur hækkuninni eða ekki sagðist hann geta svarað því bæði neitandi og játandi, hann styðji fyrirkomulagið við að ákveða laun kjörinna fulltrúa en í ljósi ástandsins í samfélaginu gæti hann vel stutt það að undirgangast sama þak og var ákveðið á almennum markaði í kjarasamningsviðræðum. „Af því að sumir eru búnir að taka á sig þak, þá get ég fallist á það að við kjörnir fulltrúar, í þetta skiptið, ættum að undirgangast sama þak,“ segir hann. 

En þarftu þessa hækkun?

„Nei, ég þarf ekki þessa hækkun. Ég get alveg lifað án hennar.“

Hvað ætlar þú að gera við peningana? Ætlar þú að gefa upphæðina til góðgerðarmála eins og Guðni gerði á sínum tíma?

„Ég hef ekkert hugsað út í það. Mér finnst eðlilegt að þingið, eða talsmenn flokka sem eiga fulltrúa á þingi, til dæmis formenn, ræði málin og reyni að komast að sameiginlegri niðurstöðu í málinu.“

Jakob FrímannSagði alla aðra hópa samfélagsins eiga að fá launahækkun.

Allir eiga rétt á launahækkunum

 Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokks fólksins, fær 85 þúsund króna launahækkun eins og aðrir sem hér er rætt við. Þar með verður hann með 1.431 þúsund krónur í mánaðarlaun. Á sjö árum hafa laun þingmanna tvöfaldast og hækkað um 719 þúsund krónur. Því til viðbótar geta þingmenn fengið alls konar viðbótargreiðslur vegna kostnaðar sem fellur til vegna starfsins, eða aukastarfa á borð við nefndarformennsku. Til samanburðar var miðgildi heildarlauna fólks á Íslandi, samkvæmt tölum Hagstofunnar, 775 þúsund krónur á síðasta ári. Meðaltal heildarlauna var 871 þúsund á mánuði. Aðspurður hvort hækkun þingmanna sé sanngjörn svarar Jakob Frímann því neitandi:

„Ég tel að bókstaflega allir aðrir hópar í samfélaginu eigi rétt á launahækkunum, en ekki þingmenn og hæstráðendur.“ 

Þarft þú þessa hækkun?

„Ég er búinn að lýsa því yfir að mér finnst þetta vera mjög óviðeigandi skilaboð til samfélagsins sem þarf að endurskoða.“

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
2
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
5
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár