Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar

Ís­lend­ing­ar hafa ár­um sam­an ver­ið hvatt­ir til þess að skola fern­ur ut­an um mjólk­ur­vör­ur eða ávaxta­safa, brjóta þær svo sam­an og flokka í pappa­tunn­una. Þetta hef­ur ver­ið gert und­ir því yf­ir­skini að fern­urn­ar séu svo end­urunn­ar. Rann­sókn Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að svo er ekki. Þær eru þvert á móti brennd­ar í sements­verk­smiðj­um á meg­in­landi Evr­ópu.

Neytendur blekktir til að flokka fernur sem eru brenndar

Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um rusl á Íslandi. Samkvæmt þeim var öllum gert skylt að flokka. Matarleifar þurfa að fara í eina tunnu, plast í aðra, það sem ekki er hægt að endurvinna í þá þriðju og pappinn svo loks í fjórðu. Fyrir marga er þetta ekkert nýtt. 

Fjölmargir Íslendingar hafa fyrir löngu vanið sig á að flokka ruslið sitt, í þeirri trú að með því væru þeir að leggja sitt af mörkum til að leysa þau vandamál sem óhófleg neysla hefur skapað fyrir vistkerfi jarðar. Ýmis sveitarfélög hafa auk þess fyrir löngu síðan gert ráð fyrir slíkri flokkun í sorphirðu sinni. 

Á meðal athafna sem margir kannast við að framkvæma er að þrífa og brjóta saman fernur utan um mjólkurvörur eða djús af ýmsum toga. Þessum fernum er svo komið fyrir í pappatunnu, sem er svo tæmd í pappagám. Þetta er gert í þeirri trú að …

Kjósa
93
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SJ
    Svala Jónsdóttir skrifaði
    Það lítur út fyrir að það þurfi að taka til í Endurvinnslusjóði. Einhverjir einstaklingar þar virðast ekki vera starfi sínu vaxnir.
    2
  • Eva Karlsdottir skrifaði
    Er þetta með vilja gert eða eru aðilar ekki starfi sínu vaxnir búin að flokka samviskusamlega í áraraðir
    0
  • Jóhannes Baldvinsson skrifaði
    Svo mætti alveg upplýsa hver er með umboð fyrir TetraPak á Íslandi.
    3
  • Kjartan Kjartansson skrifaði
    Bjartmar hefur ítrekað skrifað greinar um hvernig endurvinnsla á Íslandi virðist vera einhverskonar húmbúkk.

    Af hverju er ekki Ríkisendurskoðun fengin til að rýna í þessa starfsemi og staðfesta eða hrekja þessar fréttir?

    Við viljum náttúrunni vel, við skulum standa við það sem segjumst gera og sinna þessum málaflokki almennilega.

    Ömurlegt fyrir almenning að vera flokka og vinna alla þessa vinnu þegar árangurinn er ekki meiri.
    6
  • Fúsi Óttars skrifaði
    "Ísland,best í heimi"
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fernurnar brenna

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár