Um síðustu áramót tóku gildi ný lög um rusl á Íslandi. Samkvæmt þeim var öllum gert skylt að flokka. Matarleifar þurfa að fara í eina tunnu, plast í aðra, það sem ekki er hægt að endurvinna í þá þriðju og pappinn svo loks í fjórðu. Fyrir marga er þetta ekkert nýtt.
Fjölmargir Íslendingar hafa fyrir löngu vanið sig á að flokka ruslið sitt, í þeirri trú að með því væru þeir að leggja sitt af mörkum til að leysa þau vandamál sem óhófleg neysla hefur skapað fyrir vistkerfi jarðar. Ýmis sveitarfélög hafa auk þess fyrir löngu síðan gert ráð fyrir slíkri flokkun í sorphirðu sinni.
Á meðal athafna sem margir kannast við að framkvæma er að þrífa og brjóta saman fernur utan um mjólkurvörur eða djús af ýmsum toga. Þessum fernum er svo komið fyrir í pappatunnu, sem er svo tæmd í pappagám. Þetta er gert í þeirri trú að …
Af hverju er ekki Ríkisendurskoðun fengin til að rýna í þessa starfsemi og staðfesta eða hrekja þessar fréttir?
Við viljum náttúrunni vel, við skulum standa við það sem segjumst gera og sinna þessum málaflokki almennilega.
Ömurlegt fyrir almenning að vera flokka og vinna alla þessa vinnu þegar árangurinn er ekki meiri.