„Við keyptum eignina okkar í fyrra og miðað við forsendur í greiðslumati, verðbólgu á kauptíma sem og upphaflega vexti sem lánin báru var upphafleg mánaðarleg greiðslubyrði um 300.000 krónur. Í dag er hún um 388.000 krónur,“ segir Edda Þöll Kentish, sem eins og margir Íslendingar upplifa breyttar aðstæður vegna verðbólgu og síhækkandi vaxta.
Til að kaupa íbúðina tóku þau blandað íbúðalán, það er bæði verðtryggt og óverðtryggt. Hvor hluti skiptist svo í grunnlán og viðbótarlán þannig í heildina voru fjögur lán tekin til að fjármagna íbúðarkaup. Óverðtryggðu vextirnir voru í upphafi 4,65 prósent á grunnláninu og 5,75 prósent á viðbótarláninu. Vextirnir hafa tekið breytingum í takt við vaxtahækkanir Seðlabankans og í dag eru þeir 9,25 prósent og 10,25 prósent. „Ég reikna fastlega með því að vextirnir eigi eftir að hækka aftur eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans,“ segir Edda. Á verðtryggða grunnláninu eru 1,5 prósent vextir og áfallnar verðbætur 2,6 milljónir en …
Athugasemdir