Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Það kostar að fara út úr dyrunum

Edda Þöll Kent­ish upp­lif­ir breytt­an veru­leika í verð­bólgu og vaxta­þenslu sem stað­ið hef­ur síð­ustu miss­eri. Hún og mað­ur­inn henn­ar reyndu að sýna var­kárni og spenna bog­ann ekki um of þeg­ar þau keyptu sér íbúð en þurfa nú að hugsa sig tvisvar um áð­ur en nokk­uð er keypt eða nokk­urt er keyrt.

Það kostar að fara út úr dyrunum
Varkár en hissa Edda segir að það hafi komið þeim á óvart hversu hratt viðskiptabankarnir hækkuðu vexti og hversu hækkanirnar komu skart í kjölfar hverrar nýrrar stýrivaxtaákvörðunar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við keyptum eignina okkar í fyrra og miðað við forsendur í greiðslumati, verðbólgu á kauptíma sem og upphaflega vexti sem lánin báru var upphafleg mánaðarleg greiðslubyrði um 300.000 krónur. Í dag er hún um 388.000 krónur,“ segir Edda Þöll Kentish, sem eins og margir Íslendingar upplifa breyttar aðstæður vegna verðbólgu og  síhækkandi vaxta. 

Til að kaupa íbúðina tóku þau blandað íbúðalán, það er bæði verðtryggt og óverðtryggt. Hvor hluti skiptist svo í grunnlán og viðbótarlán þannig í heildina voru fjögur lán tekin til að fjármagna íbúðarkaup. Óverðtryggðu vextirnir voru í upphafi 4,65 prósent á grunnláninu og 5,75 prósent á viðbótarláninu. Vextirnir hafa tekið breytingum í takt við vaxtahækkanir Seðlabankans og í dag eru þeir 9,25 prósent og 10,25 prósent. „Ég reikna fastlega með því að vextirnir eigi eftir að hækka aftur eftir síðustu stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans,“ segir Edda. Á verðtryggða grunnláninu eru 1,5 prósent vextir og áfallnar verðbætur 2,6 milljónir en …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár