Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“

For­seti Al­þing­is varð við beiðni for­manns Sam­fylk­ing­ar­inn­ar um þing­fund vegna efna­hags­mála lands­ins. Þing­menn tóku und­ir að brýn nauð­syn væri á slík­um fundi og að­gerð­um frá stjórn­völd­um á Al­þingi í dag.

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu?“
Kristrún Frostadóttir Óskaði eftir því að haldinn yrði þingfundur vegna stöðu efnahagsmála. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Til hvers er ríkið ef það er ekki til að bregðast við ástandi sem þessu, til að dreifa högginu af því áfalli sem nú stendur yfir?“ spurði formaður Samfylkingarinnar, Kristrún Frostadóttir, á þingi í dag.  

Forseti Alþingis samþykkti beiðni Samfylkingarinnar um að efna til þingfundar um efnahagsmál í kjölfar 1,25 prósentustiga hækkunar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum nú í morgun. Von er á að fundur verði næstkomandi þriðjudag. 

Þingmenn fögnuðu samþykki Birgi Ármannssonar forseta Alþingis og  kölluðu eftir svörum frá ríkisstjórn. Þar á meðal var þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson. „Ég tek undir þá beiðni sem hefur komið fram um að hafa þingfund til að ræða stöðu efnahagsmála af því að það er alveg augljóst að efnahagsstjórnin er að mistakast.“ 

Þá hvatti Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokk fólksins einnig til þess að haldinn yrði fundur og sagði ríkisstjórnina vera steinsofandi. „Hún sér ekkert, talar ekkert, heyrir ekkert og gerir ekkert. Það er kominn tími til að við höldum hérna almennan fund og vekjum hana þannig að hún fari nú að hjálpa þeim sem þurfa virkilega á hjálp að halda.“

Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tók undir með formanni sínum í pontu. „Við þurfum að verja leigjendur fyrir snjóhengju á leigumarkaði með breytingum á húsaleigulögum. Við þurfum að hækka vaxtabætur, sérstaklega til þeirra heimila sem eru í senn, tekjulág og finna fyrir æ meiri greiðslubyrði [...].“

Þingmaður Viðreisnar, Sigmar Guðmundsson, telur neyðarástand ríkja í efnahagsmálum þjóðarinnar. „Hagstjórnin hér á landi er í molum. Það er fullt af fólki sem er að taka á sig alveg svakalegt högg, fyrirtæki líka. Þetta er að hafa gríðarleg áhrif inn í framtíðina. Við erum að búa til nýja húsnæðisbólu og lítið er verið að gera í ríkisstjórninni.“

Jakob Frímann Magnússon, þingmaður Flokk fólksins, hvatti þingmenn þá til þess að leita sér þekkingar og ráðgjafar svo að hægt yrði að takast á við efnahagsmálin í næstu viku. 

Kjósa
32
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Þar sé þessi ríkisstjórn virðist bara gera eitt, það er að gefa einkavinum Sjálfstæðisflokksins peningana okkar, er þá ekki komið nóg hjá Framsóknarflokknum og VG ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu