Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Vegfarendur finna fyrir hækkunum

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.

Á ekki jafn fín föt og í fyrra

Sigríður Steinunn Gottskálksdóttir, hjúkrunarfræðingur og myndlistarkona. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

Nei, vegna þess að ég er ekki með lán. En þær hafa haft áhrif á fólkið í kringum mig. Mér finnst það mjög miður fyrir unga fólkið. Þau sem eru nánust mér eiga erfitt með til dæmis að kaupa sér húsnæði eða eru að ströggla með það. Ég hef sjálf komið mér út úr því að vera með lán.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég er sparsöm, en ég sé að allt hefur hækkað. Ég reyni að sníða stakk eftir vexti. Þær vörur sem hafa hvað helst dottið út eru fatainnkaup. Ég var erlendis og keypti föt þar, en þar hefur verðið líka hækkað. Það er kannski mest þannig að ég á ekki eins fín föt og í fyrra. Einn kjóll kostar alveg frekar mikið.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Já, bensín. Það er algjörlega brjálað. Ég keyri mjög lítið, hjóla aðallega og labba, en ég fylli tankinn á bílnum og bensínverð hefur eiginlega tvöfaldast á einhverju tímabili.“


Kannski þurfum við að selja

Sigurður Björn Guðmundsson rafveituvirki og Kristín Guðmundsdóttir öryrki.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á ykkar heimilisbókhald?

Sigurður: „Já, það eru meiri útgjöld.“

Kristín: „Já, það gerir það. Allt innkaupaverð hækkar fyrir heimilið.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna ykkar? 

Kristín: „Já, hún hefur gert það. Maður passar sig betur að kaupa ekki eitthvað rándýrt. Lambalæri er orðið mikið dýrara og allt lambakjöt. Nautakjöt er líka mjög dýrt. Maður kaupir frekar kjúkling og svínakjöt.“ 

Eruð þið með húsnæðislán?

Sigurður: „Já.“

Hafa afborganir af fasteignaláninu hækkað?

Sigurður: „Já, já, þær hafa hækkað helling. Ég held að lán sem ég borgaði af í fyrra hafi verið eitthvað um 80 þúsund, en við erum að borga 150 þúsund núna.“

Eigið þið erfitt með að ráða við þessa hækkun?

Kristín: „Nei, ég held ekki. Við erum orðin ein heima. Við ráðum ágætlega við þetta, en ég hugsa að unga fólkið ráði ekki eins vel við það.“

Hvaða augum lítið þið framtíðina hvað þetta varðar?

Kristín: „Þetta er mjög slæmt fyrir ungt fólk. Ég veit ekki hvernig það verður fyrir okkur. Kannski verðum við bara að selja og kaupa okkur litla íbúð.“


Þurfum að taka upp evru

Ingibjörg Georgsdóttir barnalæknir.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Nei, ég er ein af þessum eldri, vel settu einstaklingum sem eru ekki skuldugir. Þannig að nei.“ 

Hefur þetta áhrif á fólk í kringum þig?

„Þetta hefur áhrif á unga fólkið í sambandi við íbúðarkaup.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Jú, auðvitað. Á móti kemur að ungarnir eru að fljúga úr hreiðrinu, þannig að kostnaðurinn minnkar líka. Ég sé alveg að verðið hefur hækkað, en ég er með lítið heimili núna þannig að það er ekkert stórmál.“

Er eitthvað sem þú ert farin að sleppa?

„Nei, ég er bara á þeim stað í lífinu. Ég var að hætta að vinna og er komin á eftirlaun. Þetta er allt í góðum farvegi hjá mér.“

Hvaða augum lítur þú framtíðina hvað þetta varðar?

„Ég treysti Ásgeiri og fólkinu í Seðlabankanum. Ég held að á tímum þar sem er stríð í Evrópu og verðbólga þá muni það hafa áhrif, en þetta fólk í bankanum mun taka bestu ákvarðanir fyrir okkur. Við erum  algjört örsamfélag. Ég er á þeim aldri að ég hef séð verðbólgu. Ég var fullorðin þegar tvö núll fóru af krónunni. Þetta hefur allt gerst hérna. Við þurfum að taka upp evruna, ef ég má segja það. Við þurfum að komast í alþjóðlegt samband þannig að fá atriði stjórni ekki öllu hér á þessu eyríki.“

Finnst þér Íslendingar vera samheldnir í þessari stöðu?

„Við erum eyjarskeggar. Þegar ég bjó í Kanada var mér sagt að eyjafólk væri sérstakt, því það færi sjaldan eftir lögum og reglum. Ég held að það sé margt til í því. Við erum samheldin gagnvart náttúruvá og alvarlegum atvikum, en við erum kannski ekki samheldin í peningamálunum.“


Þetta bítur í rassinn, fast

Eiríkur Rafn Stefánsson tónlistarmaður. 

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Ekki núna, en þær munu gera það eftir ár þegar vextirnir hjá mér losna.“

 Hefur þú áhyggjur af því?

„Já, mjög miklar.“

 Hvað sérðu fyrir þér að muni gerast þá?

„Þá þurfum við að lifa í einhverjum allt öðrum veruleika en í dag. Allavega á mínu heimili. Við munum hafa minna á milli handanna.“

Ertu hræddur við að missa húsnæðið?

„Nei, ég er ekki alveg svo svartsýnn. En þetta verður mjög erfitt ef staðan verður óbreytt.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Já, maður finnur fyrir því að verðlagið hefur hækkað.“

Ertu að sleppa einhverjum vörum?

„Nei, við erum ekki að sleppa neinu. Við erum ekkert endilega að kaupa umfram það sem við þurfum.“

Hefur þér brugðið við einhverja ákveðna verðhækkun?

„Nei, þetta er pínulítið eins og heitt vatn. Ef hitastigið hækkar meðan maður er í vatninu, þá finnur maður ekki fyrir því.“

Hvernig er fólk í þínu umhverfi að bregðast við hækkunum?

„Það er mikill kvíði í kringum mig. Fjölskyldumeðlimir finna fyrir þessu.“

Er fólk hrætt við að geta ekki staðið undir hækkunum?

„Ég hef ekki heyrt það beint frá mínu nánasta fólki en þetta bítur það alveg í rassinn, mjög fast.“


Dæmdur í fátækt á leigumarkaði

Sigurjón Ari Reynisson dúklagningamaður.

Hafa vaxtahækkanir haft áhrif á þitt heimilisbókhald?

„Já, reikningar hækka og leiga.“

Hafa verðbólga og vaxtahækkanir haft áhrif á matarkörfuna þína? 

„Ég hef ekki tekið eftir því. Það hefur örugglega áhrif.“

Hefur þér brugðið við einhverjar ákveðnar verðhækkanir?

„Nei, ég get ekki alveg sagt það. Þetta eru aðallega reikningar heimilisins sem mér finnst þetta hafa áhrif á.“

Hafa þessar hækkanir haft áhrif á fólk í kringum þig?

„Fólk er pirrað á þessu. Ég hef tekið eftir því. Það er pirrað út í hærri reikninga og talar um það.“

Nú ert þú á leigumarkaði, hafa vaxtahækkanir áhrif á leiguverð?

„Mér finnst það, já. Það gerir það svo sem alltaf. Leigan hækkar bara og hækkar. Það er eiginlega alveg sama hvað.“

Sérðu fyrir þér að komast inn á húsnæðismarkaðinn bráðum?

„Nei, aldrei. Ég sé það ekki fyrir mér. Bara gleymdu því. Maður kemst ekkert af þessum leigumarkaði. Að vera á leigumarkaði er að vera dæmdur í fátækt. Það er bara mjög einfalt.“

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Lífskjarakrísan

Býr sig undir „skell fasteignaeigenda á næsta ári“
FréttirLífskjarakrísan

Býr sig und­ir „skell fast­eigna­eig­enda á næsta ári“

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, um­boðs­mað­ur skuld­ara, seg­ir að embætt­ið sé að búa sig und­ir fjölda um­sókna frá fast­eigna­eig­end­um í fjár­hags­vanda. Greina megi auk­inn óró­leika og jafn­vel kvíða hjá fólki sem þigg­ur símaráð­gjöf hjá embætt­inu. Flest sem fá að­stoð eru ör­yrkj­ar og lág­launa­fólk á leigu­mark­aði og seg­ir Ásta Sigrún að rík­is­stjórn­in verði að bregð­ast við vanda þess hóps.
Einni bílaviðgerð frá vandræðum
ViðtalLífskjarakrísan

Einni bíla­við­gerð frá vand­ræð­um

Af­borg­an­ir allra lána hafa hækk­að á síð­ustu miss­er­um og hef­ur það knú­ið Sig­trygg Ara Jó­hanns­son ljós­mynd­ara til að skoða af al­vöru að flytja bú­ferl­um til ann­ars lands til að kom­ast í skjól. „Ég átta mig á því að það er ekki eins og happ­drætt­is­vinn­ing­ur að flytja í ann­að land,“ seg­ir hann, „en ein­hverju er hægt að fórna fyr­ir stöð­ug­leika.“

Mest lesið

Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
2
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.
Steinunn Ólína segist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna persónulegrar óvildar
4
Fréttir

Stein­unn Ólína seg­ist ekki bjóða sig fram gegn Katrínu vegna per­sónu­legr­ar óvild­ar

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir sagð­ist í Pressu fara fram fyr­ir hönd þeirra sem upp­lifa valda­leysi gagn­vart stjórn­völd­um. Taldi hún for­seta­kosn­ing­arn­ar vera af­ar póli­tísk­ar að þessu sinni. Þrátt fyr­ir gagn­rýni sína á rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur, ít­rek­aði Stein­unn að fram­boð henn­ar væri ekki vegna per­sónu­legra óvild­ar henn­ar í garð Katrínu.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
6
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Formaður Sameykis sakaður um ógnarstjórn
7
Skýring

Formað­ur Sam­eyk­is sak­að­ur um ógn­ar­stjórn

Skrif­stofa Sam­eyk­is hef­ur und­an­far­ið ver­ið að glíma við ósætti á vinnu­staðn­um og slæm­an vinnu­anda. Sam­kvæmt ný­legri út­tekt sem gerð var á vinnu­staðn­um bend­ir ým­is­legt til að vand­ann megi rekja til fram­komu og stjórn­un­ar­hátta for­manns Sam­eyk­is, Þór­ar­ins Eyfjörð. Sjálf­ur seg­ist hann hafa tek­ið til sín eitt­hvað af þeirri gagn­rýni sem bein­ist gegn hon­um og að vinna við að bæta and­rúms­loft­ið á skrif­stof­unni sé vel á veg kom­inn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
3
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár