Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Æfingagjöld höfðu ekki hækkað lengi

Sögu­sagn­ir um að íþrótta­fé­lög hafi hækk­að æf­inga­gjöld sín um­fram verð­lags­þró­un fá ekki stoð í gögn­um sem sveit­ar­fé­lög­in hafa afl­að. Nið­ur­staða ÍBR gef­ur til kynna að yngri flokka starf beri sig ekki, erfitt sé að fá styrki og spyrja megi hvort þá sé óeðli­legt að æf­inga­gjöld hækki.

Æfingagjöld höfðu ekki hækkað lengi
Almennt í takt við verðlagsþróun Almennt virðast æfingagjöld íþróttafélaganna ekki hafa hækkað úr hófi fram. Mynd: Freyr Rögnvaldsson

Samkvæmt óformlegum könnunum virðast íþróttafélög yfir það heila ekki hafa hækkað æfingagjöld sín umfram verðlagsþróun. Orðrómur um óhóflegar hækkanir íþróttafélaga hefur verið uppi um nokkurt skeið, meðal annars á samfélagsmiðlum. Slík orðræða hefur gjarnan tengst hækkunum á frístundastyrk sveitarfélaganna, þegar um þær hefur verið að ræða, meðal annars verulega hækkun frístundastyrks Reykjavíkurborgar. Stærri sveitarfélög landsins hafa brugðist við með því að láta kanna sannleiksgildi slíkra sögusagna. Niðurstöður þeirra kannana benda ekki til að þær séu réttar.

Reykjavíkurborg hækkaði frístundastyrk sinn, Frístundakortið, um 50 prósent um síðustu áramót. Hækkaði styrkurinn úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund, en ákvörðunin var tekin um mitt síðasta ár. Á seinni hluta ársins óskaði menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar eftir því við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) að skilaboðum yrði komið á framfæri aðildarfélaga sinna um að hófs yrði gætt við hækkun æfingagjalda, sem og var gert.

Hækkanir í mörgum tilvikum engar

Snemma á þessu ári bárust Reykjavíkurborg …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár