Samkvæmt óformlegum könnunum virðast íþróttafélög yfir það heila ekki hafa hækkað æfingagjöld sín umfram verðlagsþróun. Orðrómur um óhóflegar hækkanir íþróttafélaga hefur verið uppi um nokkurt skeið, meðal annars á samfélagsmiðlum. Slík orðræða hefur gjarnan tengst hækkunum á frístundastyrk sveitarfélaganna, þegar um þær hefur verið að ræða, meðal annars verulega hækkun frístundastyrks Reykjavíkurborgar. Stærri sveitarfélög landsins hafa brugðist við með því að láta kanna sannleiksgildi slíkra sögusagna. Niðurstöður þeirra kannana benda ekki til að þær séu réttar.
Reykjavíkurborg hækkaði frístundastyrk sinn, Frístundakortið, um 50 prósent um síðustu áramót. Hækkaði styrkurinn úr 50 þúsund krónum í 75 þúsund, en ákvörðunin var tekin um mitt síðasta ár. Á seinni hluta ársins óskaði menningar- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar eftir því við Íþróttabandalag Reykjavíkur (ÍBR) að skilaboðum yrði komið á framfæri aðildarfélaga sinna um að hófs yrði gætt við hækkun æfingagjalda, sem og var gert.
Hækkanir í mörgum tilvikum engar
Snemma á þessu ári bárust Reykjavíkurborg …
Athugasemdir