Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Gæsluvarðhald: Ákærður fyrir að veita eiginkonu sinni lífshættulega áverka

Lands­rétt­ur hef­ur stað­fest gæslu­varð­halds­úrskurð yf­ir karl­manni sem ákærð­ur hef­ur ver­ið fyr­ir stór­feld brot í nánu sam­bandi. Kon­an hljóp nak­in út af heim­ili þeirra og leit­aði lækn­is­að­stoð­ar. Hún þurfti að und­ir­gang­ast bráða­að­gerð vegna lífs­hættu­legra áverka.

Gæsluvarðhald: Ákærður fyrir að veita eiginkonu sinni lífshættulega áverka

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni á fertugsaldri sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að hafa veitt eiginkonu sinni lífshættulega áverka. Maðurinn mun sæta gæsluvarðhaldi til 15. júní. Málið er með alvarlegri heimilisofbeldismálum sem lögreglan á Suðurnesjum hefur komið að. 

Í lok febrúar barst lögreglu tilkynning um heimilisofbeldi. Sá sem hafði samband var umræddur karlmaður sem sagðist „hafa verið að slást við konu sína sem hefði síðan hlaupið nakin út“. 

Lögregla fann konuna skömmu síðar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Í samtali við lögreglu bar brotaþoli um ítrekað, endurtekið og ætlað stórfellt ofbeldi af hálfu varnaraðila í sinn garð, bæði andlegu, líkamlegu og kynferðislegu, sem hafi staðið yfir í nokkur ár. Þá kvað hún varnaraðila m.a. hafa beitt sig bæði andlegu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi liðna nótt og þann 16. febrúar sl.“

„lífshættulegir og gátu eingöngu komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás“

Í kjölfar skoðunar á spítalanum var hún flutt á Landspítalann í Reykjavík til að framkvæma aðgerð á henni vegna alvarlegra innvortis verkja. Samkvæmt sérfræðingum sem framkvæmdu bráðaaðgerð á konunni voru áverkar hennar „lífshættulegir og gátu eingöngu komið til við kynferðisofbeldi ásamt alvarlegri líkamsárás“.

Þann 19. maí gaf héraðssaksóknari út ákæru á hendur manninum þar sem honum er gefið að sök nauðgun, stórfelld líkamsárás og stórfellt brot í nánu sambandi gagnvart eiginkonu sinni með því að hafa á tímabilinu júlí 2019 til febrúar 2023 „á sérstaklega sársaukafullan, meiðandi og alvarlegan hátt ógnað lífi hennar, heilsu og velferð með andlegu, líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, hótunum og nauðung.“

Maðurinn neitar sök og segist vera fórnarlamb í málinu. 

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár