Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Í þátt­un­um Believe in Magic í hlað­varpi BBC er sögð ótrú­leg saga stúlku sem glímdi við erf­ið veik­indi en gaf sig engu að síð­ur alla í að hjálpa öðr­um veik­um börn­um. En ekki vildu all­ir trúa henni.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Breska unglingsstúlkan Megan var töfrandi persónuleiki. Hún var alvarlega veik en setti aðra alltaf í fyrsta sæti og lagði mikið á sig til að gleðja veik börn – halda þeim stórkostlegar veislur. Hún stofnaði góðgerðarsamtökin Believe in Magic ásamt móður sinni og safnaði í gegnum þau peningum til að láta drauma sjúkra barna rætast. Hún heillaði alla upp úr skónum, naut stuðnings poppstjarna á borð við One Dircetion, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, veiti henni verðlaun fyrir fórnfýsi sína.

En svo fór hún að veikjast mun meira. Fékk lífshættulegt heilaæxli sem ekki var hægt að fá meðferð við í heimalandinu. Þannig að hún og móðir hennar fóru að safna fyrir flókinni og rándýrri meðferð í Bandaríkjunum. Frá spítalarúminu flutti móðirin stuðningsmönnum Megan fréttir af veikindum hennar í gegnum samfélagsmiðla og peningar héldu áfram að streyma frá fólki sem vildi aðstoða Megan við að ná bata.

Fljótlega fóru hins vegar spurningar að vakna. Á hvaða spítala var Megan að fá þessa meðferð? Af hverju er móðir hennar skráð inn á hótel í Disneylandi? Hópur fólks sem sjálft hafði átt veik börn og sumt misst þau hóf að grafast fyrir. Það sem kom upp úr kafinu er sannarlega lyginni líkast. En hver var í rauninni að ljúga og að hverjum? Og hver er raunverulega veikur?

Þáttaröðin Believe in Magic samanstendur af nokkrum stuttum þáttum þar sem margar hliðar málsins eru dregnar fram.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár