Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Í þátt­un­um Believe in Magic í hlað­varpi BBC er sögð ótrú­leg saga stúlku sem glímdi við erf­ið veik­indi en gaf sig engu að síð­ur alla í að hjálpa öðr­um veik­um börn­um. En ekki vildu all­ir trúa henni.

Hver vill ekki trúa á töfra?

Breska unglingsstúlkan Megan var töfrandi persónuleiki. Hún var alvarlega veik en setti aðra alltaf í fyrsta sæti og lagði mikið á sig til að gleðja veik börn – halda þeim stórkostlegar veislur. Hún stofnaði góðgerðarsamtökin Believe in Magic ásamt móður sinni og safnaði í gegnum þau peningum til að láta drauma sjúkra barna rætast. Hún heillaði alla upp úr skónum, naut stuðnings poppstjarna á borð við One Dircetion, og David Cameron, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, veiti henni verðlaun fyrir fórnfýsi sína.

En svo fór hún að veikjast mun meira. Fékk lífshættulegt heilaæxli sem ekki var hægt að fá meðferð við í heimalandinu. Þannig að hún og móðir hennar fóru að safna fyrir flókinni og rándýrri meðferð í Bandaríkjunum. Frá spítalarúminu flutti móðirin stuðningsmönnum Megan fréttir af veikindum hennar í gegnum samfélagsmiðla og peningar héldu áfram að streyma frá fólki sem vildi aðstoða Megan við að ná bata.

Fljótlega fóru hins vegar spurningar að vakna. Á hvaða spítala var Megan að fá þessa meðferð? Af hverju er móðir hennar skráð inn á hótel í Disneylandi? Hópur fólks sem sjálft hafði átt veik börn og sumt misst þau hóf að grafast fyrir. Það sem kom upp úr kafinu er sannarlega lyginni líkast. En hver var í rauninni að ljúga og að hverjum? Og hver er raunverulega veikur?

Þáttaröðin Believe in Magic samanstendur af nokkrum stuttum þáttum þar sem margar hliðar málsins eru dregnar fram.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Hlaðvarpið

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
6
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár