Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Íbúðagámar „bestu vistarverur“ fyrir fólk á flótta

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra sagði á opn­um fundi í Reykja­nes­bæ að bær­inn væri að verða yf­ir­full­ur af um­sækj­end­um um vernd og hann telji að loka verði dyr­un­um þar, ekk­ert ann­að sé hægt að gera í stöð­unni. Hann seg­ir út­lend­inga­mál­in snú­in í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu, en við það borð séu mörg sem vilji senda út skila­boð sem muni draga veru­lega úr ásókn fólks til Ís­lands.

Íbúðagámar „bestu vistarverur“ fyrir fólk á flótta
Flóttamannabúðir sambærilegar þeim sem eru í Grikklandi Dómsmálaráðherra greindi á fundinum frá hugmynd um að kaupa íbúðagáma fyrir umsækjendur um vernd og flóttafólk sem yrðu ekkert annað en flóttamannabúðir þar sem vel yrði búið að fólki. Hann ræddi einnig sölu á TF-SIF og byggingu gæsluvarðhaldsfangelsis á Suðurnesjum. Mynd: Bára Huld Beck

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjanesbæ hélt opinn fund með Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra um útlendingamál, löggæslu og landhelgisgæsluna í vikunni. Á fundinum fór mest fyrir umræðu um útlendingamál, en Reykjanesbær hefur síðustu ár hlutfallslega tekið á móti og veitt fleira flóttafólki og umsækjendum um alþjóðlega vernd þjónustu en flest hinna sveitarfélaganna.
 
Heimildin var á staðnum og tók upp ræðu ráðherra en var gert að stöðva upptöku að ræðu lokinni og sagði Jón Gunnarsson að það væri gert til að fólk gæti talað eins og það vildi. Sem fyrr segir var þetta opinn fundur á vegum Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ og fulltrúi Heimildarinnar á staðnum.
Því verður hér fjallað um flest þeirra mála sem rædd voru á fundinum meðan á upptöku stóð og eftir að slökkt var á upptökutækinu. 

Þó að málefni umsækjenda um vernd og flóttafólks hafi verið fyrirferðarmest á fundinum, ræddi Jón Gunnarsson einnig um rekstur Landhelgisgæslunnar og nefndi sérstaklega TF-SIF eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásta Jensen skrifaði
    Loka landamærum sem fyrst. Þetta er ekki boðlegt okkar þjóðfélagi. Ef við ætlum að lifa við velferð í framtíðinni eiga ekki útlendingar að ráðast inn á þann markað. Vinnið fyrst í að byggja gáma fyrir heimilislausa íslendinga. Bjóðum flóttamönnum götuna. Þá finna þeir að það er ekki svo auðvelt að búa hérna
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár