Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri

Rúm­lega fimmt­ung­ur allra íbúða í land­inu er í eigu lög­að­ila og rúm­lega fjórð­ung­ur þeirra íbúða sem ein­stak­ling­ar eru skráð­ir fyr­ir eru í eigu slíkra sem eiga tvær eða fleiri íbúð­ir.

Alls 1.291 íbúð í eigu einstaklinga sem eiga fimm íbúðir eða fleiri
Fyrirspyrjandi Hanna Katrín Friðriksson spurði innviðaráðherra um íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga og lögaðila. Mynd: Bára Huld Beck

Alls eru 33.479 íbúðir á Íslandi í eigu einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð. Það eru 26,5 prósent allra íbúa einstaklinga í landinu, en þær eru 126.338 talsins. Þetta kemur fram í svari Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar, um málið sem birt var á vef Alþingis í dag.

Langflestir þeirra sem eiga íbúð umfram þá sem þeir búa í eiga tvær íbúðir, en 22.769 íbúðir eru í eigu þeirra sem þannig háttar um. Alls 7.291 íbúðir eru í eigu einstaklinga sem eiga þrjár íbúðir, 2.128 íbúðir í eigu þeirra sem eiga fjórar og 1.291 íbúð í eigu þeirra sem eiga fimm eða fleiri. Séu eigendur fleiri en einn er íbúðin flokkuð eftir þeim eiganda sem á flestar íbúðir á landinu í svarinu, með þeim fyrirvara að ef íbúð er bæði í eigu einstaklings og lögaðila telst hún eign lögaðila.

Hanna Katrín spurði Sigurð Inga einnig að því hversu margar íbúðir væru alls í eigu lögaðila, og þar með ekki í eigu einstaklinga líka og hefðbundið er með heimili. Í svari hans kom fram að alls 26.074 íbúðir eru í slíkri eigu, eða 20,6 prósent allra íbúða á landinu.

Allar líkur standa til þess að þorri þeirra íbúða sem eru í eigu einstaklinga eða lögaðila séu í einhverskonar útleigu, og myndi þar með tekjur fyrir viðkomandi eiganda. Þær eru því fjárfestingareign, ekki heimili. Leigan getur til að mynda verið til lengri tíma til íbúa hérlendis eða skammtímaleiga til ferðamanna sem dvelja hér í nokkra daga eða vikur. Þá fer leigan oftar en ekki fram í gegnum Airbnb eða sambærilega vettvanga.

2.618 íbúðir í eigu þeirra sem eiga þrjár eða fleiri

Í annarri fyrirspurn sem einnig barst svar við í dag spurði Hanna Katrín sama ráðherra um íbúðarhúsnæði í Reykjavík. Í svari Sigurðar Inga kom fram að 45.704 fullbúnar íbúðir í eigu einstaklinga eru í höfuðborginni. Þar af eru 9.060 í eigu slíkra sem eiga fleiri en eina íbúð, eða fimmta hver eign. Af þeim eru 2.618 íbúðir í eigu einstaklinga sem eiga fleiri þrjár eða fleiri íbúðir. 

Auk þess eru 11.498 íbúðir í eigu lögaðila. Langflestar þeirra, eða 9.966 íbúðir, eru í eigu slíkra aðila sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. Það þýðir að 87 prósent allra íbúða sem eru í eigu lögaðila í Reykjavík tilheyra slíkum sem eiga að minnsta kosti þrjár íbúðir. 

101 stendur upp úr

Svar Sigurðar Inga um íbúðir í Reykjavík er skipt niður á póstnúmer. Þar kemur í ljós að langalgengast er að einstaklingar eigi þrjár eða fleiri íbúðir í póstnúmeri 101. Þar eru 743 íbúðir í eigu einstaklinga sem þannig háttar um, eða 28,8 prósent allra íbúða eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri eignir. Til að setja það hlutfall í samhengi þá eru íbúðir í eigu einstaklinga í þessu póstnúmeri, í miðbænum, alls 13,4 prósent allra íbúða sem eru í slíkri eigu í höfuðborginni. Alls eru 12,2 prósent allra íbúða í þannig eignarhaldi í póstnúmeri 101 í eigu einstaklinga sem eiga þrjár eða fleiri íbúðir.

Þegar kemur að íbúðareignum lögaðila sem eiga þrjár eða fleiri eignir þá eru þær flestar í póstnúmeri 105, eða 1.548 talsins. Póstnúmer 101 kemur þó fast á hæla þess með 1.330 eignir í slíku eignarhaldi.

Kjósa
17
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Siggi Rey skrifaði
    Ímynduð ykkur svo hve margar af þessum íbúðum eru leigðar svart!
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Brotaþolinn tekur skellinn
4
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
5
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
4
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár