Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter

Sjón­varps­stöð­in Fox og þátta­stjórn­and­inn Tucker Carl­son komust ekki að „sam­eig­in­legri ákvörð­un“ um starfs­lok hans. Klúr og niðr­andi um­mæli um sam­starfs­kon­ur voru korn­ið sem fyllti mæl­inn. Carl­son sak­ar Fox um brot á samn­ingi, er hvergi nærri hætt­ur og ætl­ar að halda úti spjall­þætti á Twitter.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter
Spjallþáttastjórnandinn Carlson Tucker Carlson var vikið úr starfi hjá Fox News í lok apríl eftir tæp 14 ár í starfi. Starfslokin voru sögð sameiginleg ákvörðun en ástæður brottrekstursins eru margþættar og tengjast meðal annars niðrandi ummælum um samstarfsfólk og mati Carlson um eigið ágæti. Mynd: AFP

Tucker Swanson McNear Carlson er 53 ára fjölmiðlamaður og stjórnmálaskýrandi hjá Fox News sem hefur stjórnað einum vinsælasta stjórnmálaumræðuþætti Bandaríkjanna síðustu sex ár. Þar til hann var rekinn þann 24. apríl síðastliðinn. 

Í yfirlýsingu Fox News sem birt var á vef útgáfufélagsins sagði að sjónvarpsstöðin og Carlson hefðu komist að samkomulagi um starfslok Carlson. En hið rétta er að Carlson var rekinn. Forsvarsmenn Fox News, sem er í eigu fjölmiðlarisans Ruperts Murdoch, hafa ekki viljað tjá sig um starfslok Carlson en samkvæmt heimildum annarra bandarískra fjölmiðla, til að mynda Wall Street Journal og New York Times, eru ástæðurnar fjölmargar. Kornið sem fyllti mælinn voru klúr og niðrandi ummæli um kvenkyns framleiðanda sjónvarpsstöðvarinnar. 

Carlson hefur um árabil verið ein helsta stjarna Fox og sjónvarpsþáttur hans, Tucker Carlson Tonight, hefur verið meðal vinsælustu spjallþátta í sjónvarpi vestanhafs. Carlson hóf störf hjá Fox árið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár