Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter

Sjón­varps­stöð­in Fox og þátta­stjórn­and­inn Tucker Carl­son komust ekki að „sam­eig­in­legri ákvörð­un“ um starfs­lok hans. Klúr og niðr­andi um­mæli um sam­starfs­kon­ur voru korn­ið sem fyllti mæl­inn. Carl­son sak­ar Fox um brot á samn­ingi, er hvergi nærri hætt­ur og ætl­ar að halda úti spjall­þætti á Twitter.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter
Spjallþáttastjórnandinn Carlson Tucker Carlson var vikið úr starfi hjá Fox News í lok apríl eftir tæp 14 ár í starfi. Starfslokin voru sögð sameiginleg ákvörðun en ástæður brottrekstursins eru margþættar og tengjast meðal annars niðrandi ummælum um samstarfsfólk og mati Carlson um eigið ágæti. Mynd: AFP

Tucker Swanson McNear Carlson er 53 ára fjölmiðlamaður og stjórnmálaskýrandi hjá Fox News sem hefur stjórnað einum vinsælasta stjórnmálaumræðuþætti Bandaríkjanna síðustu sex ár. Þar til hann var rekinn þann 24. apríl síðastliðinn. 

Í yfirlýsingu Fox News sem birt var á vef útgáfufélagsins sagði að sjónvarpsstöðin og Carlson hefðu komist að samkomulagi um starfslok Carlson. En hið rétta er að Carlson var rekinn. Forsvarsmenn Fox News, sem er í eigu fjölmiðlarisans Ruperts Murdoch, hafa ekki viljað tjá sig um starfslok Carlson en samkvæmt heimildum annarra bandarískra fjölmiðla, til að mynda Wall Street Journal og New York Times, eru ástæðurnar fjölmargar. Kornið sem fyllti mælinn voru klúr og niðrandi ummæli um kvenkyns framleiðanda sjónvarpsstöðvarinnar. 

Carlson hefur um árabil verið ein helsta stjarna Fox og sjónvarpsþáttur hans, Tucker Carlson Tonight, hefur verið meðal vinsælustu spjallþátta í sjónvarpi vestanhafs. Carlson hóf störf hjá Fox árið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár