Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter

Sjón­varps­stöð­in Fox og þátta­stjórn­and­inn Tucker Carl­son komust ekki að „sam­eig­in­legri ákvörð­un“ um starfs­lok hans. Klúr og niðr­andi um­mæli um sam­starfs­kon­ur voru korn­ið sem fyllti mæl­inn. Carl­son sak­ar Fox um brot á samn­ingi, er hvergi nærri hætt­ur og ætl­ar að halda úti spjall­þætti á Twitter.

Tucker Carlson heldur ótrauður áfram – á Twitter
Spjallþáttastjórnandinn Carlson Tucker Carlson var vikið úr starfi hjá Fox News í lok apríl eftir tæp 14 ár í starfi. Starfslokin voru sögð sameiginleg ákvörðun en ástæður brottrekstursins eru margþættar og tengjast meðal annars niðrandi ummælum um samstarfsfólk og mati Carlson um eigið ágæti. Mynd: AFP

Tucker Swanson McNear Carlson er 53 ára fjölmiðlamaður og stjórnmálaskýrandi hjá Fox News sem hefur stjórnað einum vinsælasta stjórnmálaumræðuþætti Bandaríkjanna síðustu sex ár. Þar til hann var rekinn þann 24. apríl síðastliðinn. 

Í yfirlýsingu Fox News sem birt var á vef útgáfufélagsins sagði að sjónvarpsstöðin og Carlson hefðu komist að samkomulagi um starfslok Carlson. En hið rétta er að Carlson var rekinn. Forsvarsmenn Fox News, sem er í eigu fjölmiðlarisans Ruperts Murdoch, hafa ekki viljað tjá sig um starfslok Carlson en samkvæmt heimildum annarra bandarískra fjölmiðla, til að mynda Wall Street Journal og New York Times, eru ástæðurnar fjölmargar. Kornið sem fyllti mælinn voru klúr og niðrandi ummæli um kvenkyns framleiðanda sjónvarpsstöðvarinnar. 

Carlson hefur um árabil verið ein helsta stjarna Fox og sjónvarpsþáttur hans, Tucker Carlson Tonight, hefur verið meðal vinsælustu spjallþátta í sjónvarpi vestanhafs. Carlson hóf störf hjá Fox árið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Verndar íslenskan menningararf með því að gera við fornbækur
6
Menning

Vernd­ar ís­lensk­an menn­ing­ar­arf með því að gera við forn­bæk­ur

Forn­bóka­safn­ar­inn Ey­þór Guð­munds­son seg­ir mik­il­vægt að vernda þann menn­ing­ar­arf sem ligg­ur í ís­lensk­um forn­bók­um. Það ger­ir hann með verk­efn­inu Old Icelandic Books sem geng­ur út á að vekja áhuga hjá Ís­lend­ing­um og ferða­mönn­um á bók­un­um og mik­il­vægi þeirra. Með­al þeirra bóka og hand­rita sem Ey­þór hef­ur und­ir hönd­um eru Grett­is saga, Jóns­bók og tvö hundruð ára til­skip­un til Al­þing­is frá fyrr­um Dana­kon­ungi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár