Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar

Formað­ur Við­reisn­ar gagn­rýn­ir mat­væla­ráð­herra harð­lega fyr­ir þá full­yrð­ingu að ekki sé hægt að aft­ur­kalla leyfi Hvals hf. til veiða á lang­reyði í sum­ar. „Þetta þarf ekki að vera svona,“ seg­ir Þor­gerð­ur Katrín Gunn­ars­dótt­ir.

Tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar
Kvalir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir mikla orðsporshættu fylgja áframhaldandi hvalveiðum. Mynd: Bára Huld Beck

Hvalveiðar heyra fortíðinni til og þessi skýrsla ætti að vera skýr skilaboð til stjórnvalda um að stöðva þær strax,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.

Skýrslan sem hún vísar til var birt í gær. Um er að ræða eftirlitsskýrslu um hvalveiðar síðasta sumars sem Matvælastofnun, sem hefur lögbundið hlutverk að tryggja dýravelferð, vann.

Stofnunin telur upp fjölda „alvarlegra frávika“ við veiðarnar síðasta sumar, þ.e. að langreyðarnar sem veiddar voru hefðu margar hverjar verið skotnar ítrekað. Fjórðungur þeirra 148 dýra sem voru veidd voru skotin oftar en einu sinni áður en þau gáfu upp öndina. Dauðastríð þeirra varði í allt að tvær klukkustundir. 

Niðurstaða Matvælastofnunar er að veiðarnar séu ekki í samræmi við markmið laga um velferð dýra frá árinu 2013 en þar segir m.a. að ávallt skuli staðið að veiðum þannig að valda dýrunum sem minnstum sársauka og að aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma.

Hvað skammur tími þýðir er hins vegar ekki rakið í lögunum eða greinargerð þeirra og niðurstaðan MAST er: Engin lög voru brotin við veiðarnar. Við þær er stuðst við þekktar aðferðir og þær bestu miðað við aðstæður. Stofnunin spyr hins vegar hvort að veiðar á stórhvelum, þar sem skotið er sprengiskutlum úr skipi á hreyfingu, á dýr sem er á hreyfingu undir yfirborði sjávar, geti yfir höfuð samrýmst markmiðum laga um velferð dýra.

 Dýraníð

„Stór hluti heimsbyggðarinnar lítur á hvalveiðar sem dýraníð,“ skrifar Þorgerður Katrín á Facebook-síðu sína. „Á því erum við Íslendingar engin undantekning.“ Skoðanakönnun frá því í fyrra gefi til kynna að um 65% Íslendinga telji hvalveiðar hafa neikvæð áhrif á orðspor landsins. 

„Hvalveiðar eru bæði ósiðaðar og frumstæðar,“ heldur hún áfram. „Við vitum það öll. Dýrin þjást í margar mínútur eftir sprengiskutla, stundum marga í senn. Ávinningurinn af veiðunum er óljós, ef einhver – en orðsporsáhættan er óumdeild.“ Hún bendir svo á að hvalir búi auk alls þessa yfir þeim „einstaka eiginleika að binda kolefni sem nemur 1500 trjám á líftíma sínum“.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði niðurstöður MAST „sláandi“ en að ekki sé hægt að stöðva fyrirhugaðar hvalveiðar í sumar þrátt fyrir þær. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, spurði ráðherrann út í framhald veiðanna á Alþingi í gær.  „Það er vandkvæðum háð að afturkalla leyfi sem nú er í gildi en það vakna sannarlega ýmsar spurningar um það hvort þær aðferðir sem beitt er við þessar veiðar og samræmast tæpast lögum um dýravelferð gerir það ekki að verkum að við séum stöndum frammi fyrir því að endurskoða það hvort þessi atvinnugrein tilheyri ekki fortíð frekar en framtíð,“ svaraði Svandís.

Andrés Ingi mat svar ráðherra svo að áform um endurnýjun leyfisins hlytu að vera í lausu lofti. Hann endurtók spurningu sína til ráðherra og sagði: „Hún er skýr. Hún snýst ekkert um vandkvæði í framtíðinni. Hún snýst ekkert um breiðan grunn. Hún snýst um það að fjórðungur hvala sem voru veiddir á síðasta ári voru pyntaðir. Varúðarreglan segir okkur að hér þurfi að taka í handbremsuna. Mun ráðherra sjá til þess að hvalveiðar fari ekki fram á þessu ári?“

Svandís sagði ákvarðanir sínar byggja á lagagrundvelli. „Eins og kom fram í mínu fyrra svari þá er það svo að mínar ákvarðanir þurfa auðvitað að byggja á lagagrunni og sá grundvöllur er ekki fyrir hendi að því er mín þekking, eða [...] þekkingin í ráðuneytinu leggur til grundvallar og upplýsir mig um.“

Þorgerður gagnrýnir matvælaráðherra harðlega fyrir þau svör að ekki sé hægt að afturkalla leyfið sem Hvalur hf., eina fyrirtækið sem stundar hvalveiðar við Ísland, byggi heimild sína til veiðanna á. „Það þýðir að tugir eða hundruð hvala muni hljóta kvalafullan dauðdaga í sumar og alþjóðlegt orðspor okkar verður dregið í gegnum svaðið. Þetta þarf ekki að vera svona.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • VSE
    Virgil Scheving Einarsson skrifaði
    Hættum þessum Nyðingskap strax þetta eru omaneskjulegar aðferðir og GLÆPAMENSKA.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár