Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds

Menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­ið er að end­ur­skoða reglu­gerð um gjald­töku fyr­ir­tækja­skrár, hluta­fé­laga­skrár og sam­vinnu­fé­laga­skrár, eft­ir að um­boðs­mað­ur Al­þing­is komst að þeirri nið­ur­stöðu að upp­lýs­ing­arn­ar sem þar er að finna ættu að vera að­gengi­leg­ar án end­ur­gjalds, lög­um sam­kvæmt.

Allar upplýsingar úr fyrirtækjaskrá eiga að fást án endurgjalds
Skatturinn Svo virðist sem Skatturinn verði af töluverðum tekjum, ef reglugerð verður breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis. Mynd: Skatturinn

Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að það eigi að vera hægt að nálgast allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskrá án endurgjalds. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns, sem birt var undir lok aprílmánaðar.

Menningar- og viðskiptaráðuneytið hefur þegar hafið vinnu við að endurskoða gildandi reglugerð um gjaldtöku fyrirtækjaskrár, hlutafélagaskrár og samvinnufélagaskrár til samræmis við þau sjónarmið sem koma fram í áliti umboðsmanns, samkvæmt skriflegu svari sem Heimildin hefur fengið frá ráðuneytinu.

Ráðuneytið segist einnig hafa fundað með skráarsviði Skattsins um málið og samráð verði haft við stofnunina við endurskoðun reglugerðarinnar. Frá Skattinum fær Heimildin þau svör að málið sé í skoðun.

Ef allar upplýsingar sem finna má í fyrirtækjaskránni yrðu aðgengilegar án endurgjalds yrði það nokkuð mikil breyting fyrir þá sem vilja sækja sér upplýsingar um íslenskt viðskiptalíf frá því sem nú er eða fyrirtæki sem vilja miðla þessum upplýsingum á sínum eigin vettvangi.

Í dag er einungis hægt að nálgast svokallaðar grunnupplýsingar úr fyrirtækjaskránni án endurgjalds, en það eru upplýsingar sem eru í skránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá.

Hins vegar þarf að greiða sérstaklega fyrir að nálgast upplýsingar sem eru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka, t.d. laga um hlutafélög og einkahlutafélög.

Ýmist er hægt að fá upplýsingarnar frá Skattinum gegn greiðslu, eða sækja þær frá fyrirtækjum á borð við Creditinfo og Keldunni, sem greiða Skattinum fyrir að fá að hafa milligöngu um miðlun þessara upplýsinga.

Fyrirtæki kvartaði yfir túlkun Skatts og ráðuneytis

Álit umboðsmanns er til komið vegna kvörtunar sem kom inn á hans borð vegna samskipta ónafngreinds fyrirtækis við Skattinn og svo atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið árið 2021. Fyrirtækið hafði þann skilning að með breytingum sem gerðar voru á lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hefði átt að opna á gjaldfrjálsan aðgang að öllum upplýsingum sem eru í fyrirtækjaskrá.

Skatturinn var ekki á sama máli og taldi einungis áðurnefndar grunnupplýsingar eiga að vera gjaldfrjálsar. Ráðuneytið lýsti sig svo sammála túlkun Skattsins í bréfi til fyrirtækisins. Í kjölfarið sendi þetta fyrirtæki kvörtun til umboðsmanns Alþingis.

Í áliti umboðsmanns er farið í ítarlegu máli yfir það hvernig afstaða Skattsins og ráðuneytisins sé að mati umboðsmanns ósamrýmanleg lögum.

Vilji löggjafans að allar upplýsingar yrðu gjaldfrjálsar

Þar kemur m.a. fram að ekki megi ráða af lögskýringargögnum að þegar Alþingi breytti lögum um fyrirtækjaskrá árið 2017 hafi verið gerður fyrirvari um að þær upplýsingar sem væru í fyrirtækjaskrá á grundvelli annarra lagabálka ættu að vera undanskyldar því sem þar segir, að engin gjaldtaka skuli vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og að allar upplýsingar skuli birtast í rafrænni uppflettingu.

„Engin gjaldtaka skal þó vera fyrir rafræna uppflettingu í skránni og skulu allar upplýsingar birtast í rafrænni uppflettingu“
Úr lögum um fyrirtækjaskrá
nr. 17/2003

Skatturinn og ráðuneytið túlkuðu orðalagið „allar upplýsingar“ í þessari lagagrein á þann hátt að þar væri einungis vísað til þeirra grunnupplýsinga sem eru í fyrirtækjaskránni á grundvelli laga um fyrirtækjaskrá. Það sagði umboðsmaður að stæðist ekki.

Umboðsmaður segir m.a. í áliti sínu að lögskýringargögn gefi til kynna að Alþingi hafi verið „fyllilega ljóst að samþykkt frumvarpsins hefði í för með sér umtalsvert tap á sértekjum ríkisskattstjóra af gjaldtöku vegna aðgangs að upplýsingum úr fyrirtækjaskrá“, þó að áætlaður heildarkostnaður vegna lagabreytingarinnar hafi verið nokkuð á reiki við meðferð málsins á Alþingi. 

Ríkisskattstjóri sagði í umsögn sinni við lagafrumvarpið, sem kom frá þingflokki Pírata, að kostnaðurinn yrði 200 milljónir króna á ári, vegna tapaðra tekna og kostnaðar við að halda úti kerfi til að birta þessar upplýsingar rafrænt.

Einn flutningsmanna frumvarpsins, Smári McCarthy, sagði hins vegar í þingræðu að bæta þyrfti Skattinum 20 milljóna króna tekjutap vegna samþykktar málsins. 

Þrátt fyrir að ætlaður kostnaður hafi verið á reiki í umræðum um málið, telur umboðsmaður að ekki nokkur fyrirvari hafi verið gerður við meðferð málsins vegna þessa eða um áframhaldandi gjaldtöku fyrir aðgang að tilteknum upplýsingum úr fyrirtækjaskrá.

Umboðsmaður bendir á að ef svo hefði verið hefði Alþingi verið í lófa lagið að orða lagabreytinguna með þeim hætti að að stjórnvöldum yrði veitt meira eða minna svigrúm til gjaldtöku fyrir rafræna uppflettingu.

Málið var samþykkt í mikilli sátt á þingi, en 62 þingmenn sögðu já og einn var fjarverandi. Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokks sagðist í þingræðu við atkvæðagreiðslu telja að verið væri að stíga ágætt skref, sem myndi örugglega leiða til þess að viðskiptalífið yrði aðeins heilbrigðara, opnara og aðgengilegra.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Kýs svo ekki verði farið með dæturnar eins og föður þeirra
4
FréttirUm hvað er kosið?

Kýs svo ekki verði far­ið með dæt­urn­ar eins og föð­ur þeirra

Þrátt fyr­ir að hafa ver­ið ís­lensk­ur rík­is­borg­ari í 12 ár hef­ur Patience Afrah Antwi ein­ung­is einu sinni kos­ið hér á landi. Nú ætl­ar hún að ganga að kjör­kass­an­um fyr­ir dæt­ur sín­ar. Mæðg­urn­ar hafa mætt for­dóm­um og seg­ist Patience upp­lifa sig sem fjórða flokks vegna brúns húðlitar. Hún fann skýrt fyr­ir því þeg­ar eig­in­mað­ur henn­ar, og fað­ir stúlkn­anna, veikt­ist al­var­lega fyr­ir sjö ár­um síð­an. Hann lést í fyrra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár