Eins og Heimildin hefur greint frá undanfarið bendir allt til þess að margvíslegir gallar hafi verið á snjóflóðahættumati sem gert var fyrir Súðavík sex árum áður en mannskæð snjóflóð féllu á þorpið. Allt bendir til að mun réttara mat á snjóflóðahættu hafi legið fyrir löngu áður en yfirvöld gerðu formlegt hættumat. Þetta sýna fjörutíu ára gömul vinnugögn fyrsta snjóflóðasérfræðings Veðurstofunnar, sem innihalda hættumat fyrir þann hluta þorpsins sem fór undir flóðið.
Dr. Hafliði Helgi Jónsson var fyrsti starfsmaður Veðurstofunnar sem einbeitti sér fyrst og fremst að snjóflóðahættu og rannsóknum á þeim. Það var fyrst árið 1979 sem skipað var í þá stöðu. Hafliði gegndi henni til 1984 að hann fluttist utan til Bandaríkjanna, þar sem hann kláraði fyrst doktorsnám í veðurfræði en hefur síðan starfað þar við rannsóknir og kennslu, meðal annars hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA.
Athugasemdir