Í matsáætlun Heidelbergs vegna áformaðrar verksmiðju í Þorlákshöfn sem mala á móberg úr fjöllum í Þrengslum er lítið gert úr sjónrænum áhrifum og engin áhersla lögð á búsetugæði íbúa, að mati manns sem býr í bænum. Íbúabyggð sé ekki í 600 metra fjarlægð frá öðrum staðarvalkostinum sem fjallað er um í áætluninni, líkt og Heidelberg haldi fram, heldur í um 350 metra fjarlægð. „Er í lagi að við íbúar fórnum okkar lífsgæðum vegna ímyndargjörnings Heidelbergs?“ spyr Guðmundur Oddgeirsson, sem búsettur er í Þorlákshöfn.
Hann hefur, líkt og margir aðrir íbúar, áhyggjur af margvíslegum þáttum tengdum hinni fyrirhuguðu verksmiðju. Byggingarmagnið er mikið og hæð húsa og sílóa allt að 60 metrar. Þá þyrfti að flytja efni til verksmiðjunnar úr áformuðum námum í Þrengslum á stórum malarflutningabílum, sem myndu aka, líkt og Guðmundur bendir á, 12 tíma á dag, á fjögurra mínútna fresti – tveggja mínútna fresti ef tekið er inn í …
Erlendis er hægt að sjá kláfa við malargryfjur sem flytja efnið ella iðnaðarjárnbrautir sem munu að auki nýta rafmagns sem orkugjafa.