„Lífskjör fólks á Íslandi ráðast nú mjög á stöðu þess á fasteignamarkaði. Hvenær fólk kom inn á fasteignamarkaðinn og á hvaða aldri þú ert.“ Þetta sagði Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri og formaður peningastefnunefndar, á upplýsingafundi nefndarinnar í júní í fyrra sem haldinn var vegna ákvörðunar hennar að hækka stýrivexti upp í 4,75 prósent. Þeir höfðu þá ekki verið hærri í fimm ár. Sú ákvörðun var tekin til að reyna að ná verðbólgu, sem þá var 7,6 prósent, niður. Síðan þá hafa vextirnir verið hækkaðir í 7,5 prósent og verðbólgan er samt tæplega tíu prósent.
Ásgeir sagði á þessum fundi að það gætu orðið talsverð auðsáhrif af hækkun fasteignaverðs, sérstaklega ef fólk færi að taka út fjármagn vegna hækkunarinnar til að nota í annað.
Fyrr í sama mánuði hafði fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að lækka hámarks veðsetningarhlutfall fasteignalána fyrir fyrstu …
Þegar „bankastjóri Arion banka segir að samkeppni á íbúðalánamarkaði eigi að tryggja viðskiptavinum góð kjör þegar vextir fjölmargra lána verða endurskoðaðir á næstu mánuðum. Áhrif vaxtahækkana á íbúðalán séu enn takmörkuð“.
Það vita nær allir að þessu er algjörlega öfugt farið. Allar götur frá því á tíma Davíðs Oddssonar á ráðherrastóli þegar hann ofurseldi markaðnum möguleika láglauna-fólks til að eignast eigið húsnæði. Með því að leggja niður félagslega húsnæðislánakerfið.
Þetta gerðu gömlu valdaflokkarnir sameiginlega þá sem framhald af lögunum frá því maí 1983. Þegar fengu frelsi til ákveða sína vexti og uppálagt að öll lán til launafólks yrðu verðtryggð. Það sem hélt niðri vöxtum þá var að helstu bankar voru í ríkiseigu.
En eftir að gömlu valdaflokkarnir nánast gáfu sínum vildarvinum bankanna tvo eftir hrun Útvegsbankans var fjandinn laus. Vextir og gríðarlegur kostnaður var nú lagður á launafólk sem ekki gat varið hendur sínar.
Það hefur lengi verið ljóst að markaðslögmálin geta ekki borið ábyrgð á húsnæðis-málum venjulegs launafólks.
Það er bara fullkomlega eðlilegt að sá hluti húsnæðislána launafólks til að koma yfir sig nauðþurftarhúsnæði sé félagslegur.
Það getur ekki verið eðlilegur þjóðfélagslegur kostur að launafólk verði allt gert að eignarlausum leiguliðum.
Er hafa það hlutverk að kaupa íbúðir fyrir leigufélög og greiða allt í topp en síðan að sitja uppi með þá staðreynd.
Að íbúðin sem það greiddi alltaf leigu af varð að eign annarra.