Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Lífskjör ráðast af stöðu fólks á fasteignamarkaði

Ungt fólk þarf að búa sig und­ir að dvelja leng­ur í for­eldra­hús­um vegna að­stæðna í efna­hags­líf­inu. Um 15 pró­sent karla búa enn þar þeg­ar þeir eru 30 ára gaml­ir. Fólk sem þurfti að nota sér­eign­ar­sparn­að til að láta enda ná sam­an í kór­ónu­veirufar­aldr­in­um var lát­ið borga skatta af þeirri nýt­ingu.

Lífskjör ráðast af stöðu fólks á fasteignamarkaði

„Lífs­kjör fólks á Íslandi ráð­ast nú mjög á stöðu þess á fast­eigna­mark­aði. Hvenær fólk kom inn á fasteignamarkaðinn og á hvaða aldri þú ert.“ Þetta sagði Ásgeir Jóns­son, seðla­banka­stjóri og for­maður pen­inga­stefnu­nefnd­ar, á upp­lýs­inga­fundi nefnd­ar­innar í júní í fyrra sem hald­inn var vegna ákvörð­unar hennar að hækka stýri­vexti upp í 4,75 pró­sent. Þeir höfðu þá ekki verið hærri í fimm ár. Sú ákvörðun var tekin til að reyna að ná verð­bólgu, sem þá var 7,6 prósent, nið­ur. Síðan þá hafa vextirnir verið hækkaðir í 7,5 prósent og verðbólgan er samt tæplega tíu prósent. 

Ásgeir sagði á þessum fundi að það gætu orðið tals­verð auðs­á­hrif af hækkun fasteignaverðs, sér­stak­lega ef fólk færi að taka út fjár­magn vegna hækk­un­ar­innar til að nota í ann­að. 

Fyrr í sama mán­uði hafði fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­nefnd Seðlabanka Íslands ákveðið að lækka hámarks veð­­­setn­ing­­­ar­hlut­­­fall fast­­­eigna­lána fyrir fyrstu …

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristbjörn Árnason skrifaði
    Ótrúleg öfugmæli í raun óhræsis áróður gróðapungana

    Þegar „bankastjóri Arion banka segir að samkeppni á íbúðalánamarkaði eigi að tryggja viðskiptavinum góð kjör þegar vextir fjölmargra lána verða endurskoðaðir á næstu mánuðum. Áhrif vaxtahækkana á íbúðalán séu enn takmörkuð“.

    Það vita nær allir að þessu er algjörlega öfugt farið. Allar götur frá því á tíma Davíðs Oddssonar á ráðherrastóli þegar hann ofurseldi markaðnum möguleika láglauna-fólks til að eignast eigið húsnæði. Með því að leggja niður félagslega húsnæðislánakerfið.

    Þetta gerðu gömlu valdaflokkarnir sameiginlega þá sem framhald af lögunum frá því maí 1983. Þegar fengu frelsi til ákveða sína vexti og uppálagt að öll lán til launafólks yrðu verðtryggð. Það sem hélt niðri vöxtum þá var að helstu bankar voru í ríkiseigu.

    En eftir að gömlu valdaflokkarnir nánast gáfu sínum vildarvinum bankanna tvo eftir hrun Útvegsbankans var fjandinn laus. Vextir og gríðarlegur kostnaður var nú lagður á launafólk sem ekki gat varið hendur sínar.

    Það hefur lengi verið ljóst að markaðslögmálin geta ekki borið ábyrgð á húsnæðis-málum venjulegs launafólks.

    Það er bara fullkomlega eðlilegt að sá hluti húsnæðislána launafólks til að koma yfir sig nauðþurftarhúsnæði sé félagslegur.

    Það getur ekki verið eðlilegur þjóðfélagslegur kostur að launafólk verði allt gert að eignarlausum leiguliðum.

    Er hafa það hlutverk að kaupa íbúðir fyrir leigufélög og greiða allt í topp en síðan að sitja uppi með þá staðreynd.

    Að íbúðin sem það greiddi alltaf leigu af varð að eign annarra.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fara fram á fangelsisdóm yfir heimsþekktum áhrifavaldi
6
Erlent

Fara fram á fang­els­is­dóm yf­ir heims­þekkt­um áhrifa­valdi

Har­vard Bus­iness School hef­ur not­að fer­il henn­ar sem dæmi um tæki­fær­in sem fel­ast í því að færa frægð og vin­sæld­ir á sam­félgs­miðl­um yf­ir í arð­bær­an rekst­ur. Nú fara sak­sókn­ar­ar á Ítal­íu fram á að einn þekkt­asti áhrifa­vald­ur tísku­heims­ins, Chi­ara Ferragni, verði dæmd í fang­elsi verði hún fund­in sek um svik í tengsl­um við mark­aðs­setn­ingu á vör­um sem seld­ar voru til styrkt­ar góð­gerð­ar­mála.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Missti heilsuna eftir alvarleg andleg veikindi yngri systur sinnar
6
Viðtal

Missti heils­una eft­ir al­var­leg and­leg veik­indi yngri syst­ur sinn­ar

Gísella Hann­es­dótt­ir fékk tauga­áfall og missti heils­una í sum­ar í kjöl­far sjálfs­vígstilraun­ar yngri syst­ur sinn­ar. Hún upp­lif­ir að að­stand­end­ur sjúk­linga með al­var­leg geð­ræn veik­indi fái ekki næg­an stuðn­ing í heil­brigðis­kerf­inu. „Það er kannski einn fjöl­skyldu­með­lim­ur sem er veik­ur en all­ir í fjöl­skyld­unni fara í hyl­dýp­ið með þeim,“ seg­ir hún.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu