Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið

Ár­ið 2013 voru greidd­ir 9,1 millj­arð­ur króna á þávirði í hús­næð­isstuðn­ing í gegn­um vaxta­bót­ar­kerf­ið, sem mið­að er að tekju­lægri og eignam­inni hóp­um sam­fé­lags­ins. Í fyrra fengu heim­ili lands­ins um tvo millj­arða króna í vaxta­bæt­ur.

Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið

Vaxtabótakerfið er sú leið sem lengi vel var notuð til að miðla húsnæðisstuðningi úr opinberum sjóðum til íslenskra heimila. Kerfið var innleitt, ásamt greiðslu barnabóta, af vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags árið 1988 og var ætlað að létta á greiðslubyrði ungs fjölskyldufólks. 

Það er þannig uppbyggt að stuðningurinn lendir frekar hjá tekjulægri heimilum og ungu fólki, enda vaxtabæturnar bæði tekju- og eignatengdar. Því hærri tekjur sem viðkomandi er með, og því meiri eignir sem hann hefur komist yfir, því minna fær hann í vaxtabætur. 

Síðustu tæpu tvo áratugi hefur markvisst verið grafið undan þessu húsnæðisstuðningskerfi. Fyrst með því að láta skerðingarmörk ekki fylgja þróun íbúðaverðs, sem hefur margfaldast, og síðan með því að setja áhersluna á miðlun húsnæðisstuðnings á kerfi skattaafsláttar þeirra sem safna og nýta séreignarsparnað til að borga niður íbúðalán sín, sem eru aðallega tekjuhæstu hópar samfélagsins, undir hatti Leiðréttingarinnar. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Allt með velþókknun Vinstri grænna sem þegar allt kemur til alls reynist vera hægri flokkur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
3
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár