Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið

Ár­ið 2013 voru greidd­ir 9,1 millj­arð­ur króna á þávirði í hús­næð­isstuðn­ing í gegn­um vaxta­bót­ar­kerf­ið, sem mið­að er að tekju­lægri og eignam­inni hóp­um sam­fé­lags­ins. Í fyrra fengu heim­ili lands­ins um tvo millj­arða króna í vaxta­bæt­ur.

Vaxtabótakerfið fyrir tekjulægri sem var yfirgefið

Vaxtabótakerfið er sú leið sem lengi vel var notuð til að miðla húsnæðisstuðningi úr opinberum sjóðum til íslenskra heimila. Kerfið var innleitt, ásamt greiðslu barnabóta, af vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðuflokks og Alþýðubandalags árið 1988 og var ætlað að létta á greiðslubyrði ungs fjölskyldufólks. 

Það er þannig uppbyggt að stuðningurinn lendir frekar hjá tekjulægri heimilum og ungu fólki, enda vaxtabæturnar bæði tekju- og eignatengdar. Því hærri tekjur sem viðkomandi er með, og því meiri eignir sem hann hefur komist yfir, því minna fær hann í vaxtabætur. 

Síðustu tæpu tvo áratugi hefur markvisst verið grafið undan þessu húsnæðisstuðningskerfi. Fyrst með því að láta skerðingarmörk ekki fylgja þróun íbúðaverðs, sem hefur margfaldast, og síðan með því að setja áhersluna á miðlun húsnæðisstuðnings á kerfi skattaafsláttar þeirra sem safna og nýta séreignarsparnað til að borga niður íbúðalán sín, sem eru aðallega tekjuhæstu hópar samfélagsins, undir hatti Leiðréttingarinnar. 

Kjósa
25
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁH
    Ásmundur Harðarson skrifaði
    Allt með velþókknun Vinstri grænna sem þegar allt kemur til alls reynist vera hægri flokkur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Árið í myndum: Jarðhræringar á Reykjanesskaga
6
FréttirUppgjör ársins 2024

Ár­ið í mynd­um: Jarð­hrær­ing­ar á Reykja­nesskaga

Elds­um­brot á Reykja­nesskaga voru án efa eitt stærsta frétta­mál árs­ins. Áskor­an­irn­ar sem nátt­úru­ham­far­irn­ar færðu Ís­lend­ing­um í hend­ur voru marg­ar og erf­ið­ar. Ná­kvæmt mat á um­fangi þess­ara at­burða bíð­ur seinni tíma og mörg stór og flók­in verk­efni standa frammi fyr­ir íbú­um og stjórn­völd­um á nýju ári enda þessu skeiði í jarð­sögu lands­ins ekki lok­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
5
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár