1124. spurningaþraut: „Hann hafði silfurbelti um sig og ... törgubuklara og silkihlað um höfuð“

1124. spurningaþraut: „Hann hafði silfurbelti um sig og ... törgubuklara og silkihlað um höfuð“

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er hverfið Montmarte?

2.  Fyrir hvað komst bærinn Columbine í Colorado í fréttirnar 1999?

3.  Hvern sigraði Kristján Eldjárn í forsetakosningunum 1968?

4.  Hann var „svo búinn að hann var í blám kyrtli og í blárendum brókum og uppháva svarta skúa á fótum. Hann hafði silfurbelti um sig og öxi þá í hendi [...] og törgubuklara og silkihlað um höfuð og greitt hárið aftur um eyrun. Hann var allra manna hermannlegastur og kenndu því hann allir.“ Hverjum er svo lýst í Njálu? Og Njálustig í boði fyrir þá sem vita við hvaða tækifæri manninum var svo lýst.

5.  Hvað er á milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar?

6.  Í hvaða landi starfar leyniþjónustan MI5?

7.  Í hvaða heimsálfu er landið Chad?

8.  Sú var tíð að Billboard listinn bandaríski var ágætur mælikvarði yfir vinsældir popptónlistarfólks. Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit skyldi hafa komið lögum sínum oftast í efsta sæti Billboard-listans?

9.  En hversu mörg lög átti viðkomandi tónlistarmaður eða hljómsveit í efsta sæti listans? Hér má muna þrem til eða frá.

10.  Í NATO er 31 ríki sem stendur. Ekki þarf að spyrja að því hvert þeirra hefur fjölmennasta herinn. Það eru vitaskuld Bandaríkin. En her hvaða NATO-ríkis er næst fjölmennastur?

***

Seinni aukaspurning:

Úr hvaða íslensku kvikmynd er skjáskotið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  París.

2.  Fjöldamorð í framhaldsskóla.

3.  Gunnar Thoroddsen.

4.  Skarphéðni. Lýsingin er úr kafla sem fjallar um sáttabón Njálssona á Alþingi. Nóg er að nefna Alþingi.

5.  Melrakkaslétta.

6.  Bretlandi.

7.  Afríku.

8.  Bítlarnir.

9.  20 sinnum náðu Bítlarnir efsta sætinu, svo rétt telst vera 17-23.

10.  Tyrklands.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Ellý Vilhjálms.

Skjáskotið er úr kvikmyndinni 101 Reykjavík.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segir umræðu um að senda flóttafólk heim veruleikafirrta og hættulega
6
Stjórnmál

Seg­ir um­ræðu um að senda flótta­fólk heim veru­leikafirrta og hættu­lega

Jasmina Vajzovic, sem flúði sem ung­ling­ur til Ís­lands und­an stríði, seg­ist hafa djúp­ar áhyggj­ur af um­ræðu stjórn­valda og stjórn­mála­manna um að senda flótta­fólk aft­ur til Palestínu og Sýr­lands. Jens Garð­ar Helga­son, vara­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, fagn­aði því að dóms­mála­ráð­herra vilji senda Sýr­lend­inga aft­ur til baka og spurði á þingi: „Hvað með Palestínu?“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
1
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár