Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann

Or­sök fíkn­ar er ekki efn­ið held­ur erf­ið­leik­arn­ir, seg­ir Björn Leví Gunn­ars­son þing­mað­ur Pírata. Heil­brigð­is­ráð­herra tek­ur und­ir og seg­ir þörf á fjöl­breytt­um úr­ræð­um og að af­glæpa­væð­ing kunni að vera eitt af þeim. „Við þurf­um að horfa á þetta í heild sinni,“ seg­ir hann.

Leysum ekki fíknivanda með því að taka á einkennunum heldur með því að fara í kjarnann
Þingmaðurinn segir að fíllinn í herberginu sé refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við – og hræðslan við það að verða refsað Mynd: Bára Huld Beck

„Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum.“

Þetta sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á þingi í dag en hann spurði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma út í aðgerðir vegna fíkniefnavanda. 

Þingmanninum var niðri fyrir þegar hann spurði ráðherrann út í málið. Hann sagði að sífellt væri verið að leita að einhverjum plástrum á núverandi refsikerfi „þegar við vitum að það er fíllinn í herberginu; refsingarnar sem fólk sem á í þessum vanda glímir við, bara hræðsluna við það að verða refsað“. 

Erfiðleikarnir eru orsökin

Björn Leví sagði að refsingar löguðu ekki vandann heldur gerðu hann verri ef eitthvað væri því að orsök fíknar væri ekki efnið. „Það eru erfiðleikarnir, það er tómleikinn sem fíknin fyllir upp í. Við múrum ekkert upp í tómleikann og lokum hann á bak við lás og slá og segjum: Nú er málinu reddað. Það virkar einfaldlega ekki þannig. Við þurfum í alvörunni að hugsa þetta aðeins lengra. Við þurfum að horfast í augu við það að þetta stríð gegn dópi, gegn vímuefnum, hefur ekki virkað. Það er ekki hægt að lemja það úr fólki að leita sér einhvers konar sáluhjálpar, í þessu tilviki í einhverjum efnum sem valda vandræðum. 

Við leysum ekki vandann með því að taka á einkennunum. Við leysum vandann með því að fara í kjarnann, með því að fara í það hvaðan vandinn er sprottinn og hann kemur úr erfiðleikum, yfirleitt úr þessum tómleika sem fólk reynir að fylla upp í, úr skorti á tengslum. Það má alveg horfa á það til dæmis hvaða tengslarof urðu til að mynda í samkomutakmörkunum. Við þurfum í alvörunni að horfast í augu við þetta, ekki vera að refsa fólki fyrir vandamál sín heldur hjálpa því,“ sagði Björn Leví. 

Þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim

Ráðherrann svaraði og sagði að horfa yrði á þetta sem alþjóðlegt vandamál og því miður væri þessi þróun víða. „Það er eitthvað að brotna upp í samfélaginu,“ sagði hann og tók undir með Birni Leví að það væru mjög oft flóknar orsakir, oft og tíðum félagslegs eðlis, sem lægju að baki. „Þess vegna þurfum við að gera margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum og sérstaklega þegar við erum að ræða þennan skelfilega ópíóíðafaraldur þar sem sterk efni eru á ferð.

Við þurfum fjölbreytt úrræði og afglæpavæðing kann að vera eitt af þeim. Við höfum einhvern veginn ekki náð sátt um það hvernig því yrði fyrir komið í lögum, hvorki hér á þingi né í þeim starfshópi sem allir aðilar hafa verið þátttakendur í. Í gegnum samtalið í þeim hópi hefur það birst mér að við þurfum að takast sameiginlega á við þetta verkefni,“ sagði hann. 

Willum ÞórHeilbrigðisráðherra segir að gera þurfi margt þegar kemur að stuðningi og meðferð við fíknisjúkdómum.

Willum Þór tók einnig undir það með Birni Leví að það leysti engan vanda að horfa á þetta sem einhvers konar glæpi. „Við erum að hjálpa fólki, sjúku fólki. Það er kjarninn í þessu. Ég trúi því að einhvers konar sameiginleg sátt náist þvert yfir um að nálgast verkefnið þannig, án þess að við þurfum að fara í einhverjar skilgreiningar á því hvað eru neysluskammtar og hvað ekki.“

Þarf ekki að finna upp hjólið

Björn Leví kom aftur í pontu og sagði að ekki þyrfti að finna upp hjólið í þessum málum. „Þetta hefur verið gert í öðrum löndum. Þetta er ekki svona flókið, að við þurfum einhvern veginn að vesenast í því hvernig nákvæmlega er hægt að útfæra þetta í lögum hér á Alþingi. Það á bara að byrja á að gera þetta. Við erum að spila hérna leik með líf fólks.“

Benti hann á að ráðherra þekkti það sem þjálfari þegar hann væri að spila leik og kominn undir að þá ætti að skipta um aðferð. „Við hættum jafnvel að spila þennan fótbolta yfirleitt af því að hann kostar mannslíf. Við þurfum að velja einhvern annan leik, leik þar sem líf eru ekki undir,“ sagði hann. 

Björn Leví átti erfitt með að ljúka máli sínu og afsakaði sig. „Ég á bara erfitt með mig hérna því að skammsýni sumra þingmanna hér í óundirbúnum fyrirspurnum leggst dálítið þungt á mig. Mér finnst gríðarlega sjálfhverft einhvern veginn að horfa á þetta einhvern veginn sem – bara afsakið.“

Afglæpavæðing ein og sér leysir ekki vandann

Ráðherrann svaraði í annað sinn og ítrekaði að þetta hvíldi þungt á öllum. Björn Leví greip fram í og sagði: „Gerum þá eitthvað.“

Willum Þór sagði að stjórnvöld væru að gera fjölmargt til þess að styðja fólk og hjálpa því í gegnum þennan skelfilega sjúkdóm, bráðdrepandi sjúkdóm þegar kæmi að hættulegum efnum og fjölmörgum morfíntengdum lyfjum. 

„Afglæpavæðingin ein og sér leysir ekki þennan vanda, eins og háttvirtur þingmaður sjálfur fór svo réttilega yfir, kringumstæðurnar eru bara miklu flóknari en svo. Við þurfum að horfa á þetta í heild sinni í skaðaminnkandi úrræðum. Afglæpavæðing í sinni einangruðu mynd varðandi það að við séum ekki að refsa fólki er hluti af því, ég er alveg sammála. Hvernig við útfærum það, það hefur hins vegar reynst okkur flókið og það er miður. 

Ég vildi svo sannarlega að ég gæti leyst það bara einn og sér og við höfum margrætt þetta hér og tekið það í gegnum þingið. Það má hins vegar ekki verða til þess að við séum að rífast um þetta eða kljást um einn einangraðan þátt, við þurfum að gera fjölmargt. Það hef ég viðurkennt í þessum ræðustóli og við erum í þeirri vinnu. Við ætlum að taka höndum saman um það,“ sagði hann. Björn Leví kallaði fram í: „Gerum þá eitthvað í því.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár