Útgefendur aftur á sigurbraut – Hálfleiksræðan breytti leiknum – Glæpasagnahöfundum ekki treystandi – Skáld eru aldrei rangstæð – Ó, hve létt var þeirra skóhljóð
Skáld og rithöfundar kepptu eins og alltaf við kvalara sína, útgefendur, á Bókmenntahátíð í Reykjavík – eins og hefur lengi verið venja. Útgefendur hafa jafnan unnið þótt árið 2019 hafi það verið tæpt þegar leikar fóru 3-4. En hið óvænta gerðist árið 2021 að höfundar unnu þrælahaldara sína 6-3. En bókmenntahátíðin 2023 átti ekki eftir að verða slíkur gleðigjafi fyrir fátæk skáldin.
Leikurinn hófst allt of seint. Rithöfundar eru röfl- og tuðgjarnir. Uppreisnarmenn, gagnrýnir, rekast illa í hóp og fæstir með kveikt á hjarðdýrs-fítusinum sem er mannskepnunni annars hvað mikilvægastur. Þegar Halla Gunnarsdóttir, þjálfari liðs RSÍ, kom mönnum sínum loksins í skilning um leikplanið hófst keppnin. …
Athugasemdir (2)