Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gamall Karl í nýju hlutverki

Erfitt efna­hags­ástand í Bretlandi og blóð­ug saga kon­ungs­fjöl­skyld­unn­ar hef­ur vald­ið spennu yf­ir kom­andi krýn­ingu Karls hins þriðja Breta­kon­ungs. Pró­fess­or í sagn­fræði seg­ir kon­ungs­dæm­ið til­heyra forn­um heimi.

Gamall Karl í nýju hlutverki

Karl hinn þriðji verður formlega krýndur konungur Bretlands laugardaginn 6. maí og eiginkona hans, Kamilla, krýnd drottning. Krýningin er haldin átta mánuðum eftir andlát Elísabetar fyrrum Bretlandsdrottningar. 

Konungsfjölskyldan er flestum kunn, en sjaldan líður langt á milli þess að vandamál hinna konungbornu rati á síður bresku pressunnar. Dvínandi vinsældir fjölskyldunnar á meðal almennings og flekkótt orðspor Karls hins þriðja í opinberri umræðu gera það að verkum að sumt frægasta fólk Bretlands vill ekki tengja sig við fjölskylduna lengur og almenningur spyr sig hvers vegna hann eigi að styðja konungsveldi í lýðræðisríki.

Mikið hefur verið rætt um kostnað við krýninguna á Bretlandseyjum. Þar spila inn í erfiðar efnahagsaðstæður, samhliða vaxandi kröfu um að konungsfjölskyldan axli ábyrgð á blóðugri sögu krúnunnar og því hvernig hún sölsaði undir sig völdum. 

Opinber ímynd Karls

Karl þriðji verður 74 ára gamall þegar hann tekur formlega við konungsveldinu. Opinber ímynd Karls mótast óhjákvæmilega af stormasömum ástarsamböndum. Eftir andlát Díönu prinsessu árið 1997 átti Karl erfitt uppdráttar á meðal almennings, en hann hélt framhjá henni með núverandi konu sinni, Kamillu, og var sagður hafa komið leiðinlega fram við Díönu.

Vilhjálmur og Harry, synir Karls, eru ekki óvanir sviðsljósinu en sá síðarnefndi skrifaði nýverið sína fyrstu sjálfsævisögu. Í bókinni, sem sló sölumet víða um heim, greinir Harry frá ýmsum leyndarmálum fjölskyldunnar. Þar kemur meðal annars fram að Karl hafi aldrei knúsað hann og fyrir það líði hann enn í dag, því snertingarleysið hafi valdið honum sálrænum skaða.  

Erfðaveldi samræmist ekki lýðræðisríki

Ragnheiður Kristjánsdóttir er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hún segir konungsdæmið tilheyra fornum heimi og embættið sé fyrst og fremst táknrænt á 21. öldinni. „Hugmyndin um erfðaveldi samræmist ekki okkar hugmyndum um lýðræðisríki, sem hefur verið grundvallaratriði í Bretlandi og nágrannaríkjunum frá því snemma á 19. öld. Þrátt fyrir það tókst Elísabetu, sem tók við af föður sínum árið 1952, að skapa sér sess og halda honum innan bresks stjórnkerfis og reyndar heimsveldisins líka nokkuð áfallalítið.“

Ragnheiður KristjánsdóttirPrófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Um auknar kröfur um sögulega ábyrgð konungsveldisins telur Ragnheiður að alþjóðleg þróun spili þar þátt. „Svo er auðvitað tilefni til þess að endurmeta hlutina þegar nýr maður tekur við. Elísabet var svo lengi drottning. Það var mikil samfella og stöðugleiki í kringum hana og einhver sátt um að rugga bátnum ekki of mikið á meðan að hún var á lífi.

Krúnan hefur áhrif á söguvitund

Leiknu sjónvarpsþættirnir Crown á streymisveitunni Netflix fjalla um valdatíð Elísabetar og eru vinsælir meðal fólks um allan heim. Þar birtist Karl áhorfendum sem kaldur og óumhyggjusamur eiginmaður og faðir. 

Aðspurð hvort þættirnir séu sagnfræðileg heimild segir Ragnheiður að svo sé ekki en mikil rannsóknarvinna liggi að baki þáttanna. „Stutta svarið er að við eigum ekki að líta á þetta sem áreiðanlega heimild. Hins vegar þá hafa þættirnir áhrif á söguvitund okkar og hugmyndir um hvernig konungsembættið þróast.“ Áhorfendur séu meðvitaðir um að búið sé að skrifa handrit af samtölum sem aldrei áttu sér stað. 

Í síðustu seríu þáttanna var mikið fjallað um ástarsamband Karls og Díönu prinsessu. Ragnheiður segir að sú mynd sem dregin var upp af Karli í þáttunum geti haft áhrif á opinbera ímynd hans, sérstaklega vegna þess að samskipti þeirra í þáttunum ríma við almenna umfjöllun um sambandið.  

Húmoristi eða húmorslaus?

Karl nýtur þó enn einhverra vinsælda á samfélagsmiðlum. Sumir notendur segja hann afar viðkunnanlegan húmorista. Á síðasta ári þaut myndband af Karli skrifa undir sitt fyrsta plagg sem konungur Bretlands eins og eldur um sinu á internetinu. Samfélagsmiðlanotendur sögðu hann dónalegan við starfsmenn hallarinnar. Einhverjir bentu á í athugasemdum að ef betur væri að gáð virtist Karl brosa til aðstoðarmannsins áður en hann skipar honum fyrir. 

Mögulega er Karl með einstaklega þurran og hefðbundinn breskan húmor. Ef svo er þarf markaðsteymi konungsins líklega að vinna hörðum höndum við að hjálpa honum að aðlagast yngri, fjölbreyttari og kröfuharðari markhópum. Meðal þeirra er rými fyrir mistök og rangtúlkanir takmarkað. Það gæti reynst manni á áttræðisaldri snúið en yngri kynslóðir eru kröfuharðari en þær eldri á að fá að sjá hvað gerist bak við tjöldin og þurfa að líða eins og þær hafi persónulegri tengsl við þekkt fólk í gegnum internetið.

Yfirsýn og reynsla mikilvæg forsætisráðherrum

Fyrir utan það að vera orðinn gamall ólst Karl upp í ákveðnu tengingarleysi við samfélag sitt. Nám í fínustu skólum landsins, þjálfun í hernum, lífið í höllinni og efnahags-, menningar- og félagslegt auðmagn gerði veruleika Karls allt annan en hins almenna Breta. Sem konungur er Karl þjóðhöfðingi Bretlands en fyrir utan það er hans hlutverk innan stjórnmála afar takmarkað. Karl fundar með forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak, einu sinni í viku um málefni líðandi stundar, mætir á viðburði og tekur á móti öðrum þjóðhöfðingjum.

Kátt í höllinniKarl hinn þriðji, forsætisráðherra Bretlands, Rishi Sunak og Stella McCartney.

Aðspurð út í vikulegu fundina nefnir Ragnheiður umtöluð áhrif Elísabetar: „Það sem fer fram á þessum fundum drottningar, núna konungs, og forsætisráðherra er trúnaðarmál. Það er samt talað um að Elísabet hafi haft einhverja yfirsýn og samfellu. Sú yfirsýn og reynsla sem hún öðlaðist á þessari löngu starfsævi hafi verið forsætisráðherrunum mikilvæg og þar með hafi hún í raun gegnt mikilvægu hlutverki í stjórnmálum, ósýnilegu eiginlega.

Ákveðnar þverstæður eru í nútímalegu og frjálslyndara viðhorfi fjölskyldunnar. Til að mynda verður Karl ósjálfrátt æðsti maður kirkjunnar í Englandi frá og með formlegri krýningu, en rúmlega helmingur Breta segjast ekki vera trúaðir.

Tæpir átta mánuðir eru síðan Karl tók við hlutverkinu. Á þeim stutta tíma sagði fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss, upp störfum og Karl samþykkti Rishi Sunak í embætti. Auk þess er svokölluð fastakostnaðarkrísa í Bretlandi vegna mikillar verðbólgu og aukin skautun er á milli stjórnmálaflokkanna tveggja sem stærstir eru á þingi. 

Enginn erfðaskattur

Krýningarathöfnin er sögð eiga að vera í takt við nútímann. Færri gestum er boðið en þegar Elísabet var krýnd og eru hátíðarhöldin takmörkuð að hluta til vegna erfiðrar efnahagsstöðu margra Breta. Netvirði Karls þriðja stendur í rúmlega 120 milljörðum íslenskra króna en hann greiddi engan erfðafjárskatt af því fé sem hann erfði frá móður sinni. Karl byrjaði þó að greiða tekjuskatt af sjálfsdáðum 21 árs. 

Kostnaður við athöfnina sjálfa mun hlaupa á nokkrum tugum milljóna punda og greiðist að fullu af skattgreiðendum. Samkvæmt nýrri könnun er meira en helmingur Breta mótfallinn því að greiða fyrir krýninguna. 

Hluti af fjármunum Karls fara í góðgerðarmál en fjölskyldan er þekkt fyrir að styrkja ýmis málefni. Gallinn við þessar fjárveitingar er að þær fara í þau málefni sem eru Karli kær og miðast því við hans persónulega áhugasvið. Þökk sé lof fyrir loftslagsaðgerðasinna hefur Karl mikinn áhuga á umhverfismálum og því að tryggja að komandi kynslóðir búi við mannsæmandi lífsskilyrði. Fyrst þegar Karl lagði áherslu á umhverfismál þótti það pólitísk afstaða af hans hálfu. Vænta má þess að hann geti haldið vinnu sinni á þessu sviði áfram sem konungur vegna þess hve víðtækt vandamálið er orðið.

Dægurmenning skiptir konungsfjölskylduna máli

Stormasamt samband Harry Bretaprins við föður sinn og aðra fjölskyldumeðlimi litaði opinbera ímynd fjölskyldunnar síðustu ár. Hjónaband hans við bandarísku leikkonuna Meghan Markle er líklega eitt umdeildasta ástarsamband tuttugustu og fyrstu aldarinnar. Í Netflix þáttaröð sinni, Harry & Meghan, sagði prinsinn að fjölskylda hans hefði misst af gríðarlega góðu markaðstækifæri með því að hrekja hann og Meghan á brott. Harry sagði að hægt hefði verið að gera nýja hluti og ná til stærri hóps af fólki með Meghan í fjölskyldunni.

Bróðir Karls, Andrés Bretaprins, var sakaður um kynferðisofbeldi gegn ósjálfráða einstakling árið 2014 en konungsfjölskyldan neitaði að tjá sig um málið.

Bandarískir skemmtikraftar fyrir breskan konung

Persónulegar deilur fjölskyldunnar og ósæmileg hegðun bak við luktar dyr eru farin að hafa áhrif á afstöðu fólks til konungsveldisins. Haldnir verða tónleikar til heiðurs konungnum sunnudaginn 7. maí í Lundúnaborg. Fréttir herma nú að skærustu poppstjörnur Bretlands hafi neitað að koma þar fram til að vernda orðspor sitt. Breska hljómsveitin Take That staðfesti komu sína fyrr á árinu. Ekki svöruðu fleiri Bretar kallinu og leitaði Karl þá yfir hafið til vina sinna í Norður-Ameríku. Hin bandaríska Katy Perry kemur fram á tónleikunum ásamt Lionel Richie. Ítalski sópransöngvarinn Andrea Bocelli mun einnig prýða sviðið í London.

Ragnheiður telur breytingar á þremur sviðum orsaka það hvers vegna poppstjörnur hika við að koma fram á krýningarathöfninni. „Í fyrsta lagi er gerbreytt umhverfi poppmenningarinnar í kjölfar #metoo bylgjunnar og umræðu um kynbundið ofbeldi og jafnrétti almennt. Í öðru lagi hræringar innan konungsfjölskyldunnar og í þriðja lagi breytingar á konungsdæminu.

Persónutöfrar Elísabetar eru aðrir en Karls sem hefur ávallt lifað í skugga vinsælda móður sinnar. Nú reynir á hann að vinna breska fólkið yfir á sitt band og sannfæra yngri kynslóðir um að hann skilji og virði þarfir þeirra í bresku nútímasamfélagi. Fjölskyldupólitíkin dregur athyglina frá því að konungsveldið á líklega ekki heima í lýðræðissamfélagi 21. aldarinnar. Ragnheiður segir að þegar tekin er hliðsjón af öllum þeim breytingum sem hafa orðið á bresku samfélagi frá því að Elísabet varð drottning rétt eftir seinni heimsstyrjöld er nú tækifæri og tilefni til að spyrja áleitinna spurninga um framtíð konungsdæmisins.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þórunn Blöndal skrifaði
    Hefði þurft að lesa greinina yfir
    0
  • GGJ
    Guðl. Gauti Jónsson skrifaði
    Það er mjög sérstakt að enn skuli vera til stofnun sem kemst upp með að baða sig opinberlega í illa fengnum auði frá nýlendukúgun, þrælasölu og þrælahaldi. Það felast ekki minni ólíkindi í því að helstu hátíðir þjóðar, sem telur sig vera vöggu lýðræðis í heiminum, skuli að mikli leyti snúast um ólýðræðislegustu stjórnarhætti sem fyrir finnast. Um þetta fjallar þessi grein ekki frekar en flestar greinar um breska konungsdæmið.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár