Salóme Ýr Svavarsdóttir lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri árið 2012 vegna einkirningasóttar. Starfsfólk þar spurði nokkrum sinnum hvort hún væri ófrísk, en hún svaraði neitandi. Daginn sem hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu tók hún þungunarpróf sem reyndist vera jákvætt. „Ég hafði strax samband við lækni og lét vita. Ég sagðist vera með bólgið milta vegna einkirningasóttarinnar og þá sagði hann helmingslíkur á að ég héldi fóstrinu.“
Næstu vikur var hún í eftirliti hjá fæðingarlækni. „Það var mjög góð eftirfylgni á sjúkrahúsinu á Akureyri.“
Útskrifuð strax eftir aðgerð
Eftir ellefu vikna meðgöngu varð hún vör við blóð úr leggöngum. Hún var á leið suður í afmæli en hafði samband við sjúkrahúsið sem sagði allar líkur á að allt væri í lagi, en hún væri velkomin í skoðun, sem hún þáði ekki. Á leiðinni suður jókst blæðingin en hún sagði manninum sínum ekki frá því. …
Athugasemdir