Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu

Í tvígang missti Salóme Ýr Svavars­dótt­ir fóst­ur. Í fyrra skipt­ið var hún geng­in rúm­lega ell­efu vik­ur. Eft­ir að hún fékk eink­irn­inga­sótt var henni tjáð að helm­ings­lík­ur væru á að hún héldi fóstr­inu. Ell­efu ár­um síð­ar sit­ur þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka að­eins einn dag í einu.

Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Flutt með sjúkrabíl á spítala Ellefu árum eftir erfiðan fósturmissi situr reynslan enn í Salóme Ýri.

Salóme Ýr Svavarsdóttir lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri árið 2012 vegna einkirningasóttar. Starfsfólk þar spurði nokkrum sinnum hvort hún væri ófrísk, en hún svaraði neitandi. Daginn sem hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu tók hún þungunarpróf sem reyndist vera jákvætt. „Ég hafði strax samband við lækni og lét vita. Ég sagðist vera með bólgið milta vegna einkirningasóttarinnar og þá sagði hann helmingslíkur á að ég héldi fóstrinu.“

Næstu vikur var hún í eftirliti hjá fæðingarlækni. „Það var mjög góð eftirfylgni á sjúkrahúsinu á Akureyri.“

Útskrifuð strax eftir aðgerð

Eftir ellefu vikna meðgöngu varð hún vör við blóð úr leggöngum. Hún var á leið suður í afmæli en hafði samband við sjúkrahúsið sem sagði allar líkur á að allt væri í lagi, en hún væri velkomin í skoðun, sem hún þáði ekki. Á leiðinni suður jókst blæðingin en hún sagði manninum sínum ekki frá því. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár