Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu

Í tvígang missti Salóme Ýr Svavars­dótt­ir fóst­ur. Í fyrra skipt­ið var hún geng­in rúm­lega ell­efu vik­ur. Eft­ir að hún fékk eink­irn­inga­sótt var henni tjáð að helm­ings­lík­ur væru á að hún héldi fóstr­inu. Ell­efu ár­um síð­ar sit­ur þessi sára reynsla enn í henni. Hún lærði að taka að­eins einn dag í einu.

Ætla aldrei aftur á Landspítalann vegna meðgöngu
Flutt með sjúkrabíl á spítala Ellefu árum eftir erfiðan fósturmissi situr reynslan enn í Salóme Ýri.

Salóme Ýr Svavarsdóttir lagðist inn á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri árið 2012 vegna einkirningasóttar. Starfsfólk þar spurði nokkrum sinnum hvort hún væri ófrísk, en hún svaraði neitandi. Daginn sem hún útskrifaðist af sjúkrahúsinu tók hún þungunarpróf sem reyndist vera jákvætt. „Ég hafði strax samband við lækni og lét vita. Ég sagðist vera með bólgið milta vegna einkirningasóttarinnar og þá sagði hann helmingslíkur á að ég héldi fóstrinu.“

Næstu vikur var hún í eftirliti hjá fæðingarlækni. „Það var mjög góð eftirfylgni á sjúkrahúsinu á Akureyri.“

Útskrifuð strax eftir aðgerð

Eftir ellefu vikna meðgöngu varð hún vör við blóð úr leggöngum. Hún var á leið suður í afmæli en hafði samband við sjúkrahúsið sem sagði allar líkur á að allt væri í lagi, en hún væri velkomin í skoðun, sem hún þáði ekki. Á leiðinni suður jókst blæðingin en hún sagði manninum sínum ekki frá því. …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár