Íbúar í húsinu sem fréttaskýringaþátturinn Kveikur sagði frá nýlega tilkynntu um óboðlegar og hættulegar aðstæður í íbúð í kjallaranum þar í fyrravor. Það var gert í gegnum sérstaka tilkynningasíðu á heimasíðu slökkviliðsins. Þetta segir einn af íbúunum í samtali við Heimildina. „Þegar ég fór þarna inn þá blöskraði okkur,“ segir íbúinn. „Ég vissi ekki að þetta væri íbúð. Það var umgangur þarna en ég hélt að það væri af því búið hafði verið til þvottahús þarna,“ segir íbúinn sem vill ekki koma fram undir nafni.
Birgir Finnsson, starfandi slökkviliðsstjóri, staðfestir orð íbúans í samtali við blaðið. „Þetta passar.“ Hann segir að samtals hafi slökkviliðið fengið þrjár tilkynningar vegna íbúðarinnar.
Fjölskyldan á leið í íbúð í Breiðholti
Íbúðin er miðsvæðis í Reykjavík og er gömul, gluggalaus kolageymsla í niðurgröfnum kjallara þar sem lofthæðin er rétt um tveir metrar. Heimilisfang hússins verður ekki tilgreint.
Í Kveik var tekið viðtal við …
Við skulum svo bara sleppa því að tala um "ég var bara að rukka leigu fyrir húsnæði sem er augljóslega ekki íbúðarhæft, ekki mér að kenna sko" gaurinn.