Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var

Þór­dísi Kol­brúnu Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ur þótti hálf hlá­legt þeg­ar amma henn­ar gaf henni ár­ið 2007 bók til að brýna hana í jafn­rétt­is­mál­um. Hún hafi tal­ið litla þörf á því. „Ég var viss um að við vær­um kom­in tölu­vert lengra í jafn­rétt­is­mál­um en við vor­um, og lengra en ég síð­ar sá.“

Taldi að lengra væri komið í jafnréttismálum en raunin var
Var sagt að hún hefði valið rangan flokk Þórdísi Kolbrúnu var sagt að Sjálfstæðisflokkurinn væri enginn flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum.„Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Þriðjungur sitjandi alþingismanna eru annað hvort náskyldir eða mægðir fólki sem setið hefur á alþingi, ýmist sem aðal- eða varamenn. Þá er enn fleiri þingmenn tengdir fólki sem hefur stýrt sveitarfélögum eða leitt framboð í sveitarstjórnarkosningum.

Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðiprófessor hefur rannsakað elítur og valdakerfi í íslensku samfélagi og meðal annars kannaði hann ættartengsl íslenskra þingmanna á árabilinu 1990 til 2020. Hans niðurstaða er að um þriðjungur þingmanna hafi á þessu tímabili haft ættartengsl við fyrrverandi þingmenn.

„Íslenska kerfið hefur viss einkenni sem ættu að ýta undir ættartengsl, og þau koma vissulega fyrir hér, en ég myndi ekki halda að þau væru megin áhrifaþáttur á framabrautir í stjórnmálum hér á landi,“ segir Gunnar Helgi og bendir á að svipuð mynstur megi greina í öðrum starfsgreinum eða þjóðfélagshópum, innan íþróttahreyfingarinnar eða í listalífi til að mynda.

Þeir þingmenn sem Heimildin ræddi við í samhengi við úttekt á ættartengslum töluðu flestir á svipuðum nótum og Gunnar Helgi. Það er að segja, að ættartengsl þeirra kannski ekki ráðið úrslitum um að þeir hafi lagt fyrir sig pólitík. Það hafi frekar verið að virk umræða um stjórnmál og samfélagsmál sem fram hafi farið inni á heimilinum hafi þar haft meira að segja.

Komin af vestfirskum þingmönnum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við Heimildina að þvert á það sem margir kynnu að halda hafi pólitík ekki verið mjög fyrirferðarmikil á æskuheimili hennar. Foreldrar hennar, Fjóla Katrín Ásgeirsdóttir sjúkraliði og Gylfi R. Guðmundsson þjónustustjóri hafi ekki mikið rætt einstaka þætti í flokkapólitík heldur hafi fremur verið talað um ákveðin gildi. Engu að síður er Þórdís nátengd fyrrverandi þingmönnum og stjórnmálamönnum.

Þórdís Kolbrún er lögfræðimenntuð og vann við fagið. Hún var þá framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins 2013 til 2014 og síðan aðstoðarmaður innanríkisráðherra 2014 til 2016 en þá tók hún fyrst sæti á Alþingi. Hún tók þátt í starfi Sjálfstæðisflokknum snemma, var í stjórn og síðan formaður ungra sjálfstæðismanna á Akranesi. Þá sat hún í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna og í stjórn Félags laganema við HR. Hún var ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar á síðasta kjörtímabili og utanríkisráðherra frá síðustu kosningum. Hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins 2018.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, föðuramma Þórdísar, var þingkona Samtaka um kvennalista 1991-1995. Bróðir Jónu Valgerðar, og þar með ömmubróðir Þórdísar, er Guðjón Arnar Kristjánsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Guðjón sat á þingi 1999-2009 en var áður varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á ýmsum tímum frá 1991 til 1995. Guðjón var formaður Frjálslynda flokksins 2003 til 2009. Þá var Guðmundur, föðurafi Þórdísar, hreppsnefndarmaður og síðan oddviti í Eyrarhreppi og síðan bæjarfulltrúi á Ísafirði, þar af átta ár sem forseti bæjarstjórnar. Þá var hann sveitarstjóri í Reykhólahreppi.

Þórdís Kolbrún segir að rætur sínar liggi allar vestur á firði þaðan sem ættir hennar eru, þar á meðal ætt Jónu Valgerðar ömmu hennar, ömmu Gerðu eins og hún kallar hana. „Ég man aðeins eftir henni sem þingkonu, þó ég væri bara lítil stelpa. Föðurafi minn, Guðmundur, var líka mjög pólitískur. Hann var í bæjarpólitíkinni bæði í Hnífsdal og í Ísafjarðarbæ, og kom meðal annars að stofnun Orkubús Vestfjarða. Þegar ég hef verið að grúska í gömlum ræðum frá honum sé ég að hann var mjög framsýnn maður og kannski að ákveðnu leyti á undan sinni samtíð, talaði fyrir sameiningu sveitarfélaga til að mynda. Amma Gerða var það líka, hún tók auðvitað ákvörðun um að bjóða sig fram fyrir framboð, Kvennalistann, sem var töluvert að ögra.“

Addi Kidda Gauj hrókur alls fagnaðar

Guðjón Arnar, ömmubróðir hennar, heitinn, Addi Kidda Gauj, var harður í horn að taka í pólitíkinni, ekki síst þega kom að fiskveiðistjórnunarkerfinu, sem var kjarninn í flokksstarfi Frjálslynda flokksins. Þórdí Kolbrún segir gaman að hitta fólk, oftast þó karlmenn, sem hafi verið samferðamenn hans í pólitík og heyra af honum sögur. „Hann var mjög fylginn sér í pólitíkinni en maður heyrir að samferðafólk hans, sem var alveg á öndverðum meiði við hann, áttu samt í honum góðan félaga. Ég man svo sem ekki svo mikið eftir Adda Kidda Gauj sem stjórnmálamanni, ég man miklu frekar eftir honum hjá ömmu og á ættarmótum. Hann var alltaf hrókur alls fagnaðar og elskaði að dansa, svo mín minning af honum er helst hann að tjútta.“

„Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir“
Þórdís Kolbrún
Um Jónu Valgerði ömmu sína.

Þórdís var aðeins 8 ára þegar Jóna Valgerður amma hennar vék af þingi en 22 ára þegar Guðjón Arnar frændi hennar lét af þingmennsku. Þá var hún sjálf farin að skipta sér af pólitík en hún hóf virka þátttöku árið 2007, sama ár og hún byrjaði í lagadeild HR. „Ég man að þegar ég útskrifaðist gaf amma Gerða mér bók um fyrsta kvenfélagið sem stofnað var á Vestfjörðum, með svona vísbendingu um að ég hefði gott af því að lesa þá sögu svona fyrst ég hefði tekið ákvörðun um að fara að skipta mér af pólitík. Ég man að ég hugsaði: Amma mín, það er komið árið 2007. Mér fannst þetta falleg gjöf en hugsaði með mér að það væri nú ekki nein gríðarleg þörf fyrir þessa brýningu á þeim tíma. Ég var viss um að við værum komin töluvert lengra í jafnréttismálum en við vorum, og lengra en ég síðar sá.“

Sagt að hún hefði valið rangan flokk

Þórdís Kolbrún segir að hún ræði töluvert pólitík við ömmu sína, til að mynda um heilbrigðis- og velferðarmál. Spurð hvort amma hennar leggi henni lífsreglurnar eða skammi hana hlær Þórdís Kolbrún og segir það nú kannski ekki vera. „Nei, ég get nú ekki sagt það en það hefur komið fyrir að hún hefur nefnt mál við mig sem hún hefur ýmist haft áhyggjur af eða spurt út í. Hún er alveg óhrædd við að hafa skoðanir.“

„Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér“

Vegna þess að amma hennar og ömmubróðir voru þingmenn segir Þórdís Kolbrún stundum velta fyrir sér hvort fólk telji þá að hún komi úr mjög pólitísku uppeldi. Það sé alls ekki þannig. „Pólitík var ekki mjög fyrirferðarmikil á heimilinu, ekki flokkspólitík, heldur meira talað um ákveðin gildi og hvernig maður færi í gegnum lífið. Það var ekki mikið verið að ræða einstaka pólitík sem sagt var frá í fréttatímanum, ekki eins og ég skynjaði að gert var heima hjá sumum vinum mínum og bekkjarsystkinum þegar ég var barn og unglingur.

Ég þekkti ekkert fólk í Sjálfstæðisflokknum, og man þar af leiðandi eftir athugasemdum um að ég hefði nú örugglega valið rangan flokk, Sjálfstæðisflokkurinn væri nú ekkert flokkur fyrir venjulega stelpu af Skaganum, ég ætti ekkert séns. Ég held að það sé nú nokkuð ljóst að það var rangt. Ég valdi flokkinn út af þeirri hugmyndafræði sem ég hef mótað með mér en ekki það að ég hafi valið flokkinn og skoðanir mínar hafi mótast út frá honum.“

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Þingmennska reynist nátengd ætterni
ÚttektErfðavöldin á Alþingi

Þing­mennska reyn­ist ná­tengd ætt­erni

Af nú­ver­andi al­þing­is­mönn­um er þriðj­ung­ur tengd­ur nán­um fjöl­skyldu­bönd­um við fólk sem áð­ur hef­ur set­ið á Al­þingi. Fimm þing­menn eiga feð­ur sem sátu á Al­þingi og fjór­ir þing­menn eiga afa eða ömmu sem einnig voru al­þing­is­menn. Þessu til við­bót­ar eru tólf þing­menn ná­tengd­ir fólki sem hef­ur ver­ið virkt í sveit­ar­stjórn­um eða hef­ur ver­ið áhrifa­fólk í stjórn­mála­flokk­um.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Erfðavöldin á Alþingi

Mest lesið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
2
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Nærri tveggja milljarða gjaldþrotaslóð Björns Inga
5
Viðskipti

Nærri tveggja millj­arða gjald­þrota­slóð Björns Inga

Út­gáfu­fé­lag­ið sem stofn­að var ut­an um rekst­ur fjöl­mið­ils­ins Vilj­ans er gjald­þrota. Fé­lag­ið var í eigu for­eldra Björns Inga Hrafns­son­ar, sem er rit­stjóri og stofn­andi fjöl­mið­ils­ins. Út­gáfu­fé­lag­ið bæt­ist á lista yf­ir fjöl­mörg gjald­þrota fyr­ir­tæki sem hafa ver­ið und­ir stjórn og í eigu rit­stjór­ans. 1.800 millj­ón­um króna hef­ur ver­ið lýst í gjald­þrota­bú tengd Birni Inga þó enn liggi ekki fyr­ir hvaða kröf­ur voru gerð­ar í móð­ur­fé­lag fjöl­miðla­veld­is hans sem féll með lát­um ár­ið 2018.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Kosningavaka Miðflokksins: Ungir karlmenn, MAGA og fyrstu tölur
1
Vettvangur

Kosn­inga­vaka Mið­flokks­ins: Ung­ir karl­menn, MAGA og fyrstu töl­ur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar var við­stadd­ur kosn­inga­vöku Mið­flokks­ins í Vals­heim­il­inu í gær­kvöldi. Þar var sam­an kom­inn mik­ill fjöldi ung­menna, einkum karl­kyns. „Ég veit ekki hvort að Sig­mund­ur Dav­íð er anti-esta­blis­ment, en ég trúi því að hann ætli að­eins að hrista upp í hlut­un­um,“ sagði einn gest­ur­inn, sem bar rauða MAGA-der­húfu.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
4
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
4
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“
Mögulegt að hætta að vinna um fimmtugt
5
Viðtal

Mögu­legt að hætta að vinna um fimm­tugt

Georg Lúð­víks­son, sem hef­ur unn­ið við heim­il­is­fjár­mál og fjár­mála­ráð­gjöf um ára­bil, seg­ir að með reglu­leg­um sprn­aði frá þrí­tugu geti með­al­tekju­fólk hætt að vinna um fimm­tugt, en það fari þó eft­ir að­stæð­um. Ef spara á til langs tíma þá hafi það sögu­lega reynst best að fjár­festa í vel dreifðu verð­bréfa­safni. Grund­vall­ar­regl­an er ein­fald­lega að eyða minna en mað­ur afl­ar.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
6
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár