Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks

Sam­kvæmt Guð­mundi Inga Guð­brands­syni fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra er nið­ur­staða sér­staks starfs­hóps um hags­muna­full­trúa eldra fólks sú að fresta því að koma á slíku embætti með frum­varpi. Hóp­ur­inn tel­ur þó að upp­lýs­inga­gjöf til eldra fólks „megi svo sann­ar­lega bæta“.

Niðurstaða starfshóps að fresta því að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks
Útiloka ekki að koma á fót embættinu Ráðherrann segir að starfshópurinn telji ekki að aldrei eigi að koma á embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks eða að það sé óskynsamlegt.

Starfshópur sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra stofnaði fyrir um ári síðan setur spurningarmerki við það að setja á fót embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. 

Þetta kom fram í máli ráðherrans í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Nefndin hefur ekki enn skilað opinberlega niðurstöðu en Guðmundur Ingi greindi frá því að nefndin teldi að bæta mætti upplýsingagjöf til eldra fólks. 

Inda Sæland formaður Flokks fólksins spurði ráðherrann út í málið og sagði að hún hefði átt ágætissamtal við hann um málefni eldra fólks. „Þannig er mál með vexti að ég mælti fyrir þingsályktunartillögu, fyrst árið 2019, þar sem ég fer fram á að við komum á fót hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk, þótt fyrr hefði verið,“ sagði hún.  

Benti hún á að þrívegis hefði hún mælt fyrir þessu máli og las hún upp þingsályktun um hagsmunafulltrúa eldra fólks sem var samþykkt af 54 þingmönnum, öllum þingmönnum sem voru til staðar í þeirri atkvæðagreiðslu, að ráðherrum meðtöldum: „Alþingi ályktar að fela félags- og barnamálaráðherra að stofna starfshóp hagsmunaaðila auk starfsfólks ráðuneytisins sem semji frumvarp til laga um embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks. Starfshópurinn meti meðal annars hvar slíku embætti væri best fyrir komið og hvert umfang þess skuli vera. Starfshópurinn skili ráðherra drögum að frumvarpi fyrir 1. apríl 2022.“

Vill fá hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólkInga spurði ráðherrann hvort ekki væri ástæða til þess að koma á embætti hagsmunafulltrúa fyrir eldra fólk og fylgja eftir skýrum vilja löggjafans í þeim efnum.

Ályktunin var samþykkt á Alþingi 13. júní 2021. „Einhverra hluta vegna breyttist þessi vilji löggjafans í það að tala um gæðaárin og hvað það ætti í rauninni að vera gott að eldast á Íslandi, en þessi þingsályktunartillaga sem ég mælti fyrst fyrir 13. maí 2019, flutti síðan 24. september 2019 og 7. október 2020, rataði út úr nefnd í júní 2021 og var samþykkt af öllum greiddum atkvæðum hér á Alþingi Íslendinga 13. júní 2021. Það bólar í raun ekki á þessu ennþá og virðist eiga að slá því á frest,“ sagði hún.  

Spurði Inga ráðherrann hvort ekki væri ástæða til þess að koma á þessu embætti og fylgja eftir skýrum vilja löggjafans í þeim efnum.

Upplýsingagjöf til eldra fólks „megi svo sannarlega bæta“

Guðmundur Ingi svaraði og sagði að hann og Inga hefðu rætt þetta mál utan þingsalarins, enda mikilvægt mál sem fjallaði í grundvallaratriðum um það hvaða aðgang eldra fólk hefði að upplýsingum, bæði hvað varðaði réttindi þess en einnig almenna upplýsingagjöf sem sneri þá að þjónustu við eldra fólk. 

„Fyrir sennilega um ári síðan setti ég á laggirnar nefnd til að vinna að því máli sem þingsályktunartillaga háttvirts þingmanns og fleiri háttvirtra þingmanna lýtur að. Starfshópurinn er reyndar ekki búinn að skila mér sinni niðurstöðu en mér er ljúft og skylt að greina frá því sem þau hafa lagt til við mig og ég veit að verður niðurstaða hópsins og það er að upplýsingagjöf til eldra fólks megi svo sannarlega bæta. 

Hvort það eigi að setja á fót embætti hagsmuna fulltrúa eldra fólks – sú nefnd sem ég skipaði setur spurningarmerki við það atriði og í rauninni vann með þeirri ágætu verkefnisstjórn sem hefur verið að undirbúa þingsályktunartillögu sem ég mælti fyrir hér fyrir páska um aðgerðaáætlun í málefnum hvað varðar þjónustu við eldra fólk. Þar inni hafa endað tvær aðgerðir, annars vegar sem snýr að aukinni upplýsingagjöf og þjónustu við heilabilað fólk og aðstandendur þeirra og hins vegar almennt um hvernig eldra fólk getur nálgast upplýsingar um réttindi sín og skyldur,“ útskýrði ráðherrann. 

Þannig að niðurstaðan hjá hópnum, samkvæmt Guðmundi Inga, er sú að fresta því að koma á hagsmunafulltrúa eldra fólks með frumvarpi og láta reyna á það að þessar tvær aðgerðir í aðgerðaáætluninni „Gott að eldast“ komist í verk til að hægt sé að meta betur þörfina sem áhöld eru um samkvæmt henni.

Spurði hvort þingið ætti ekki að ráða þessu

Inga kom aftur í pontu og sagði að það sem væri henni efst í huga þegar hún hlýddi á þetta svar væri að starfshópur væri í rauninni skör hærri en 54 alþingismenn sem samþykktu algerlega einróma að þessu embætti hagsmunafulltrúa eldra fólks yrði komið á laggirnar. „Við skulum byrja þar.“

Hún sagði að það væri engu líkara en að þeir tugir þúsunda eldri borgara sem væru jaðarsettir í þessu samfélagi tækni og örrar framþróunar stafrænna lausna „fengju bara að vera þar áfram“. 

„Það er ekki nóg að vera númer 100 í röðinni til að geta hringt og spurt: Hver er réttur minn, hvert á ég að leita, hvort er ég að koma eða fara og hvað á ég að gera? Það verður að vera skýrt embætti og skýr staður fyrir fólkið sem það getur snúið sér að og leitað til. Það er á okkar ábyrgð að við séum að jaðarsetja eldra fólk og það geti ekki fylgt eftir þróuninni í stafrænum lausnum, á netinu og öllu öðru slíku sem við höfum verið að undirgangast,“ sagði hún og spurði ráðherrann: „Finnst honum ekki eðlilegt að þingið fái að ráða þessu og við förum að sjá hagsmunafulltrúa aldraðra verða að veruleika?“

Skynsamlegra að byrja með þessum hætti

Guðmundur Ingi svaraði á ný og sagði að það væri einfaldlega niðurstaða starfshópsins að það væri skynsamlegra að byrja með þessum hætti. 

„Starfshópurinn er hins vegar ekki að segja að það muni aldrei verða eða það sé óskynsamlegt að hér yrði komið á fót embætti hagsmuna fulltrúa eldra fólks heldur að ráðast í þessar aðgerðir sem eru einmitt til þess gerðar að vinna gegn jaðarsetningu eldra fólks og alveg ljóst að það sem háttvirtur þingmaður nefnir hér um að fólk sé númer 100 í röðinni og svo framvegis, sem er ágætis myndlíking fyrir sumt af því sem má segja að skorti á í þjónustu, ekki síst þegar kemur að upplýsingaöflun eða því að fólk sé meðvitað um réttindi sín. Þá er þessum aðgerðum, í aðgerðaáætlun um þjónustu við eldra fólk, einmitt ætlað að bæta úr þessu,“ sagði hann. 

Ráðherrann biðlaði til Ingu að gefa þessum aðgerðum rými til þess „að við fáum niðurstöður og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“.

Kjósa
-2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • WH
    Willard Helgason skrifaði
    Meiri helvítis auminginn þessi ráðherraómynd
    0
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,...og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“."

    Eina sem VG liðar gera á alþingi er að tala og tala og tala !
    1
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    ,,...og gögn til að geta þá tekið þetta mál upp aftur ef þurfa þykir“."

    Eina sem VG liðar gera á alþingi er að tala og tala og tala !
    0
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Auðvitað galin niðurstaða eins og embætti umboðsmanns sannað svo oft.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
5
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár