Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma

Vara­þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að það sé ekk­ert nátt­úru­lög­mál að kenni­tölu­kerf­ið sé byggt upp eins og ís­lenska kenni­tölu­að­ferð­in sem hafi bein­lín­is stuðl­að að og eflt ald­urs­for­dóma – sér­stak­lega á vinnu­mark­aði. Hann bend­ir á að marg­ar starfs­um­sókn­ir fólks yf­ir fimm­tugt séu huns­að­ar.

Vill fá nýtt kennitölukerfi sem ekki styður við aldursfordóma
Um 1.800 manns yfir fimmtugt á atvinnuleysisskrá Viðar bendir á að um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt séu í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafi verið það í ár eða lengur.

Mikill auður liggur í eldra starfsfólki, að mati Viðar Eggertssonar varaþingmanns Samfylkingarinnar. Hann vill að kennitölukerfið á Íslandi verði endurskoðað svo reynslumiklu fólki sé ekki sópað burt af vinnumarkaðinum.

Þetta kom fram í ræðu varaþingmannsins undir liðnum störf þingsins á Alþingi áður en páskafrí hófst fyrir helgi. 

Hann hóf ræðu sína á að segja að aldursfordómar byggðu á neikvæðum viðhorfum og gildum sambærilegum og kynþáttafordómar og kynjafordómar. Vegna aldursfordóma væru reynsla, þekking og vitsmunir hinna eldri ekki metin í starfsumsóknum vegna aldurs. 

Starfsumsóknir fólks yfir fimmtugt hunsaðar

Viðar sagði að þetta viðhorf væri í sókn. „Um 1.800 manns sem komin eru yfir fimmtugt eru í atvinnuleit á skrá Vinnumálastofnunar og mörg þeirra hafa verið það í ár eða lengur. Það eru mýmörg dæmi um að starfsumsóknir fólks sem er orðið fimmtugt eða eldra, séu hunsaðar um leið og kennitalan ein birtist á fyrstu síðu umsóknar um starf. Það er ekki einu sinni litið á starfsferilskrána, bara kennitöluna – bara kennitöluna. Kennitalan er einfaldlega ekki rétt.

Eigum við að tala um íslensku kennitöluna? Það er varla hægt að sanna tilveru sína við afgreiðslu í opinberum stofnunum nema segja stundarhátt hver er kennitalan þín er; hvað þú ert gamall. Nafn þitt skiptir engu. Það eru til margar aðferðir við að búa til kennitölur. Sú aðferð sem hefur verið notuð á Íslandi byggir á fæðingardegi og fæðingarári viðkomandi. Það er bara ekkert náttúrulögmál að kennitölukerfið sé byggt upp eins og íslenska kennitöluaðferðin, sem hefur beinlínis stuðlað að og eflt aldursfordóma, sérstaklega á vinnumarkaði,“ sagði hann. 

Spurði Viðar hvort ekki væri kominn tími til að horfast í augu við þetta. „Er ekki kominn tími til að við búum til nýtt kennitölukerfi sem styður ekki við aldursfordóma? Það liggur mikill auður í eldra starfsfólki. Látum ekki tíu talna röð verða til þess að hæfu og reynslumiklu fólki sé sópað burt af vinnumarkaðinum. Vinnum gegn aldursfordómum, endurskoðum kennitölukerfið,“ sagði hann að lokum. 

Kjósa
37
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Það er meiri spilling sem fylgir kennitölunni. Þjóðskár selur "aukaupplýsingar" til áskrifenda, t.d. um skatt-og meðlagsskuldir. Lánsumsækjandi verður nauðugur að samþykkja að bankinn geti sótt þessar upplýsingar. Bankar, tryggingafélög o.fl. spara sér milljarða með að nánast ókeypis afnot af kennitölukerfinu.
    Í gamla daga var "starfsferilsskrá" óþekkt í málinu. Mannaráðningar gengu þó vel fyrir því.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
1
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
5
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Foreldrar vinna á leikskóla til að brúa bilið
3
FréttirÍ leikskóla er álag

For­eldr­ar vinna á leik­skóla til að brúa bil­ið

Veru­leiki barna­fjöl­skyldna í Reykja­vík ein­kenn­ist af því að börn eru orð­in alltof göm­ul til að telja ald­ur í mán­uð­um þeg­ar þau loks kom­ast inn á leik­skóla. Ár­um sam­an hef­ur öll­um 12 mán­aða göml­um börn­um ver­ið lof­að leik­skóla­plássi en raun­in er að mán­uði barna sem fá pláss er hægt að telja í tug­um. For­eldr­ar hafa grip­ið til sinna ráða, með­al ann­ars með því að starfa á leik­skóla til að fá for­gang að leik­skóla­plássi.
Hélt að hún myndi höndla álagið betur
5
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár