Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Tucker Carl­son hef­ur stýrt sín­um síð­asta þætti á Fox News. Banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu í dag.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News
Fox Flennistór mynd af Tucker Carlson utan á höfuðstöðvum Fox News. Hann hefur nú stýrt sínum síðasta þætti hjá Fox. Mynd: EPA

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson er hættur störfum hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News. Frá þessu segir í yfirlýsingu sem birt var á vef útgáfufélagsins Fox News Media í dag, en þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum.

Þar kemur fram að hann hafi stjórnað sínum síðasta þætti á Fox News síðasta föstudag. Þátturinn hans, Tucker Carlson Tonight, hefur um árabil verið einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi vestanhafs og Carlson samhliða því orðið einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, en hann hafði starfað á Fox News allt frá árinu 2009.

Hann hefur jafnvel verið orðaður við forsetaframboð á næsta ári, en hefur neitað því að hafa í hyggju að reyna að nýta vinsældir sínar af skjánum til þess að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum.

Engin ástæða er gefin fyrir brotthvarfi Carlson í tilkynningunni frá Fox. Fyrr í mánuðinum ákvað Fox að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem m.a. eru notaðar í Bandaríkjunum, 787,5 milljónir bandaríkjadala sáttagreiðslu til að ljúka málsókn Dominion á hendur fjölmiðlafyrirtækinu.

Dominion höfðaði mál gegn Fox sökum þess að þáttastjórnendur og gestir á Fox, Carlson þeirra á meðal, endurtóku ítrekað að kosningavélarnar frá Dominion hefðu verið misnotaðar í þágu Joe Biden gegn Donald Trump í forsetakjörinu sem fram fór árið 2020.

Dómskjöl sem fjallað var um í tengslum við málið sýndu að þáttastjórnendur sjálfir, Carlson þeirra á meðal, höfðu litla trú á kenningum í þá veru, þrátt fyrir að varpa þeim áfram til milljóna áhorfenda heima í stofu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann getur ráðið sig til Infowar eða Breitbart.Samsæriskenninga smiðir og rugludallar eru ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu í spunaverksmiðjum út um allan heim í dag..
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Tucker gerir sér grein fyrir því að hann er orðinn ósannfærandi eftir það sem á undan er gengið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár