Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News

Fjöl­miðla­mað­ur­inn Tucker Carl­son hef­ur stýrt sín­um síð­asta þætti á Fox News. Banda­ríska fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­ið grein­ir frá þessu í til­kynn­ingu í dag.

Tucker Carlson hættir hjá Fox News
Fox Flennistór mynd af Tucker Carlson utan á höfuðstöðvum Fox News. Hann hefur nú stýrt sínum síðasta þætti hjá Fox. Mynd: EPA

Sjónvarpsmaðurinn Tucker Carlson er hættur störfum hjá bandarísku sjónvarpsstöðinni Fox News. Frá þessu segir í yfirlýsingu sem birt var á vef útgáfufélagsins Fox News Media í dag, en þar segir að Fox og Carlson hafi komist að samkomulagi um að hann láti af störfum.

Þar kemur fram að hann hafi stjórnað sínum síðasta þætti á Fox News síðasta föstudag. Þátturinn hans, Tucker Carlson Tonight, hefur um árabil verið einn vinsælasti þátturinn í sjónvarpi vestanhafs og Carlson samhliða því orðið einn áhrifamesti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, en hann hafði starfað á Fox News allt frá árinu 2009.

Hann hefur jafnvel verið orðaður við forsetaframboð á næsta ári, en hefur neitað því að hafa í hyggju að reyna að nýta vinsældir sínar af skjánum til þess að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins í kosningunum.

Engin ástæða er gefin fyrir brotthvarfi Carlson í tilkynningunni frá Fox. Fyrr í mánuðinum ákvað Fox að greiða fyrirtækinu Dominion, sem framleiðir kosningavélar sem m.a. eru notaðar í Bandaríkjunum, 787,5 milljónir bandaríkjadala sáttagreiðslu til að ljúka málsókn Dominion á hendur fjölmiðlafyrirtækinu.

Dominion höfðaði mál gegn Fox sökum þess að þáttastjórnendur og gestir á Fox, Carlson þeirra á meðal, endurtóku ítrekað að kosningavélarnar frá Dominion hefðu verið misnotaðar í þágu Joe Biden gegn Donald Trump í forsetakjörinu sem fram fór árið 2020.

Dómskjöl sem fjallað var um í tengslum við málið sýndu að þáttastjórnendur sjálfir, Carlson þeirra á meðal, höfðu litla trú á kenningum í þá veru, þrátt fyrir að varpa þeim áfram til milljóna áhorfenda heima í stofu.

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hann getur ráðið sig til Infowar eða Breitbart.Samsæriskenninga smiðir og rugludallar eru ekki í neinum vandræðum með að fá vinnu í spunaverksmiðjum út um allan heim í dag..
    0
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Tucker gerir sér grein fyrir því að hann er orðinn ósannfærandi eftir það sem á undan er gengið.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár