Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Leiksigur!

Leik­hús­fræð­ing­ur­inn Jakob S. Jóns­son sá verk­ið Ex sem er ann­ar hluti þrí­leiks­ins eft­ir Marius von Mayen­burg í Þjóð­leik­hús­inu.

Leiksigur!
Ex Nína Dögg Filippusdóttir, Kristín Þóra Haraldsdóttir og Gísli Örn Garðarsson vinna leiksigur að mati gagnrýnanda sem segir fullt erindi að drífa sig í leikhús til að sjá framúrskarandi leik. Mynd: Þjóðleikhúsið
Leikhús

Ex

Höfundur Marius von Mayenburg
Leikstjórn Benedict Andrews
Leikarar Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sesselja Katrín Árnadóttir

Leikmynd og búningar Nina Wetzel

Lýsing Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson

Þjóðleikhúsið
Niðurstaða:

Fjórar stjörnur

Þjóðleikhúsið: Ex

Höfundur: Marius von Mayenburg

Þýðing: Bjarni Jónsson

Leikstjórn: Benedict Andrews

Leikmynd og búningar: Nina Wetzel

Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson

Tónlist: Gísli Galdur Þorgeirsson

Hljóðhönnun: Gísli Galdur Þorgeirsson, Aron Þór Arnarsson

Leikarar: Nína Dögg Filippusdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Kristín Þóra Haraldsdóttir, Sesselja Katrín Árnadóttir

Gefðu umsögn

Ex er annar hluti þríleiksins sem nefnist einfaldlega Mayenburgþríleikurinn eftir höfundinum, Mariusi von Meyenburg, sem talinn er ein skærasta stjarnan á leikhúshimni Evrópu um þessar mundir. Nokkur verka hans hafa ratað á íslensk leiksvið og notið þónokkurra vinsælda.

Marius von Mayenburg er höfundur Ex sem er flugbeitt sálfræðidrama og annað verkið í spunkunýjum þríleik.

Líkt og Ellen B., sem er fyrsta verkið í þríleiknum, er um að ræða kammerverk með þremur leikurum og notast er við sömu leikmynd, upphækkun á meginsvæði stóra leiksviðs Þjóðleikhússins með ljósferningi yfir hvítum tungusófa. Leikmunir einskorðast við vínflöskur, glös og tuskudúkku, rétt eins og í Ellen B., en ósagt skal hvort hugsun liggi þar að baki – nema tuskudúkkur geta verið býsna sterk tákn um barnið sem leitar sér huggunar og það er að finna hér í hinni sjarmerandi Betu, sem leikin er af Sesselju Katrínu Árnadóttur. Hún birtist af og til á sviðinnu líkt og áminning um það sem verður útundan og vanrækt þegar foreldrarnir – hér Sylvia, leikin af Nínu Dögg Filippusdóttur og Daniel, leikinn af Gísla Erni Garðarssyni – geta ekki sæst við fortíð sína.

Fortíðin birtist í mynd Fransisku. Hún er leikin af Kristínu Þóru Haraldsdóttur, hún og Daniel voru par endur fyrir löngu og þegar hún birtist allsendis óvænt og telur sig ekki hafa í nein önnur hús að venda eftir að hún skildi við mann sinn er búið að henda púðri á eld sem kveiktur er í fyrsta atriði leiksins. Það er óborganlegt atriði þar sem þau Nína Dögg og Gísli Örn fara á kostum í passív-agressívu samtali þar sem ásakanir og afsakanir ganga á víxl og ekki annað að heyra en að áhorfendur könnuðust við samtalstóninn. Greinilegt að Marius von Meyenburg hittir hér á samræðutón sem einkennir sambönd nútímamanna og þau Nína Dögg og Gísli Örn fanga þann tón óaðfinnanlega og skila sálarástandi þessara vonsviknu hjóna af slíkri fimi að unun er á að horfa.

Og birtist þá ormurinn í paradísinni og biður um húsaskjól og það er fullljóst að hún er enginn aufúsugestur. Nú fer af stað uppgjör sem getur varla endað nema með skelfingu, en hér skal ekki sagt í hverju sú skelfing felst – það er einfaldlega óhætt að mæla með því að hver og einn sjái sjálfur það leikhúslega máttarverk sem boðið er upp á í Þjóðleikhúsinu.

„Þau bókstaflega dansa á barmi örvæntingar og leikur þeirra heldur áhorfanda föngnum frá upphafi til enda.“

Samtölin eru lipur og textinn lætur vel í munni; hér hefur leikstjóra tekist það sem tókst ekki fullkomlega í fyrsta þríleiknum, Ellen B., sem er að láta sýninguna hæfa sviðinu. Nú er flekinn nýttur á þann hátt sem þjónar sögunni, ljósaferningurinn sömuleiðis. Þá er tónlist Gísla Galdurs og hljóðmynd hans og Arons Þórs Arnarsonar afskaplega grípandi og styður við þá dramatísku spennu sem smám saman magnast. Svipað má segja um lýsingu Björns Bergsteins sem notar ljósaferninginn yfir sviðinu til að magna hughrif og þoka sögunni áleiðis.

En umfram allt eru það þau Nína Dögg, Gísli Örn og Kristín Þóra sem vinna leiksigur og fullt erindi að drífa sig í leikhús til að sjá framúrskarandi leik. Þau bókstaflega dansa á barmi örvæntingar og leikur þeirra heldur áhorfanda föngnum frá upphafi til enda. Þau þrjú, ásamt höfundi og leikstjóranum Benedict Andrews, skapa minnisstæða og framúrskarandi stund sem sýnir hvers leiklistin er megnug.

 

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
2
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Þórður Snær Júlíusson
4
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
7
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
4
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
8
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
ViðtalFatlað fólk beitt nauðung

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
8
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
9
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár