Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

1119. spurningaþraut: Meðvituð breikkun á raskati

1119. spurningaþraut: Meðvituð breikkun á raskati

Fyrri aukaspurning:

Hver er gítarhetjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir íþróttafélagið á Sauðárkróki?

2.  Hvert falla öll vötn?

3.  Hver af eftirtöldum bílaframleiðendum heldur EKKI úti kappakstursliði í Formúlu 1-keppninni: Alfa Romeo — Aston Martin — Ferrari — Mercedes — Volvo?

4.  Hvað sá skessan eftir að hafa borað sig í gegnum heilt fjall með stóra bornum frá föður sínum?

5.  Þjóðsagan segir að  tiltekinn Rómarkeisari hafi spilað á fiðlu meðan Róm brann. Þjóðsagan er að vísu röng en hvaða keisari átti þetta að hafa verið?

6.  Hvernig dýr er chihuahua?

7.  Hvað hét „kroppinbakurinn í Notre Dame“?

8.  Íslenskt ljóðskáld lést aðeins 57 ára árið 1994. Skáldið var þekkt fyrir heldur hráslagalegan lífsstíl og hryssingsleg ljóð, sem birtust til dæmis í bókum eins og Meðvituð breikkun á raskati. Hvað hét skáldið?

9.  Árið 1994 lést líka bandarískt skáld sem þekkt var fyrir hráslagalegan lífsstíl og hryssingsleg ljóð, en bandaríska skáldið náði að vísu 73 ára aldri. Skáldið skrifaði nokkrar skáldsögur þar sem lýst er miklum drykkjuskap aðalpersónunnar og náði kannski mestum veraldlegum frama þegar gerð var allfræg kvikmynd eftir handriti skáldsins. Myndin var gerð 1987  og hét Barfly. Hvað hét skáldið?

10.  Aðalhlutverk í Barfly lék ungur og nokkuð óheflaður leikari sem þá bar nokkuð á. Hann lék t.d. líka í myndinni Angel Heart. Leikarinn hvarf svo úr sviðsljósinu alllengi og mun víst aðallega hafa stundað hnefaleika á þeim árum. Eftir það tímabil þótti hann svo þrútinn og bólginn í framan að hann var nærri óþekkjanlegur. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða listamaður skóp málverkið það arna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tindastóll.

2.  Til Dýrafjarðar.

3.  Volvo.

4.  Sólina.

5.  Nero.

6.  Hundur.

7.  Quasimodo.

8.  Dagur Sigurðarson.

9.  Bukowski.

10.  Mickey Rourke.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin. Myndina tók Terry O'Neill.

Á neðri myndinni er verk eftir Roy Lichtenstein.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu