Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

1119. spurningaþraut: Meðvituð breikkun á raskati

1119. spurningaþraut: Meðvituð breikkun á raskati

Fyrri aukaspurning:

Hver er gítarhetjan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir íþróttafélagið á Sauðárkróki?

2.  Hvert falla öll vötn?

3.  Hver af eftirtöldum bílaframleiðendum heldur EKKI úti kappakstursliði í Formúlu 1-keppninni: Alfa Romeo — Aston Martin — Ferrari — Mercedes — Volvo?

4.  Hvað sá skessan eftir að hafa borað sig í gegnum heilt fjall með stóra bornum frá föður sínum?

5.  Þjóðsagan segir að  tiltekinn Rómarkeisari hafi spilað á fiðlu meðan Róm brann. Þjóðsagan er að vísu röng en hvaða keisari átti þetta að hafa verið?

6.  Hvernig dýr er chihuahua?

7.  Hvað hét „kroppinbakurinn í Notre Dame“?

8.  Íslenskt ljóðskáld lést aðeins 57 ára árið 1994. Skáldið var þekkt fyrir heldur hráslagalegan lífsstíl og hryssingsleg ljóð, sem birtust til dæmis í bókum eins og Meðvituð breikkun á raskati. Hvað hét skáldið?

9.  Árið 1994 lést líka bandarískt skáld sem þekkt var fyrir hráslagalegan lífsstíl og hryssingsleg ljóð, en bandaríska skáldið náði að vísu 73 ára aldri. Skáldið skrifaði nokkrar skáldsögur þar sem lýst er miklum drykkjuskap aðalpersónunnar og náði kannski mestum veraldlegum frama þegar gerð var allfræg kvikmynd eftir handriti skáldsins. Myndin var gerð 1987  og hét Barfly. Hvað hét skáldið?

10.  Aðalhlutverk í Barfly lék ungur og nokkuð óheflaður leikari sem þá bar nokkuð á. Hann lék t.d. líka í myndinni Angel Heart. Leikarinn hvarf svo úr sviðsljósinu alllengi og mun víst aðallega hafa stundað hnefaleika á þeim árum. Eftir það tímabil þótti hann svo þrútinn og bólginn í framan að hann var nærri óþekkjanlegur. Hvað heitir hann?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða listamaður skóp málverkið það arna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tindastóll.

2.  Til Dýrafjarðar.

3.  Volvo.

4.  Sólina.

5.  Nero.

6.  Hundur.

7.  Quasimodo.

8.  Dagur Sigurðarson.

9.  Bukowski.

10.  Mickey Rourke.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Jimmy Page, gítarleikari Led Zeppelin. Myndina tók Terry O'Neill.

Á neðri myndinni er verk eftir Roy Lichtenstein.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
5
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Orrustan um Hafnarfjörð
6
ÚttektCarbfix-málið

Orr­ust­an um Hafn­ar­fjörð

Íbú­ar í Hafnar­firði lýsa áhyggj­um af áætl­un­um Car­bfix vegna Coda Term­inal-verk­efn­is­ins, þar sem áætl­að er að dæla nið­ur kol­díoxí­óði í næsta ná­grenni við íbúa­byggð. Fyrstu kynn­ing­ar Car­bfix hafi ver­ið allt aðr­ar en síð­ar kom í ljós. Þá eru skipt­ar skoð­an­ir á verk­efn­inu inn­an bæj­ar­stjórn­ar en odd­viti VG furð­ar sig á með­vit­und­ar­leysi borg­ar­full­trúa í Reykja­vík.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár