Þessi grein birtist fyrir meira en 2 árum.

Var ekki reiðubúinn til þess að viðurkenna eigin mistök

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son hef­ur tjáð sig á In­sta­gram um um­fjöll­un Heim­ild­ar­inn­ar en þar seg­ir hann að þeg­ar hann kom til Ís­lands eft­ir að hafa set­ið í gæslu­varð­haldi á Spáni hafi hann ekki ver­ið reiðu­bú­inn til þess að horfa fylli­lega í eig­in barm og við­ur­kenna eig­in mis­tök fyr­ir sjálf­um sér – hvað þá allri þjóð­inni. „Ég greindi ekki rétt frá öll­um þátt­um máls­ins og varð­andi aðra þætti lét ég það eft­ir mér að segja ekki alla sög­una. Ég sé eft­ir því.“

Var ekki reiðubúinn til þess að viðurkenna eigin mistök
Fannst hann tilneyddur til að tjá sig Kristján Einar segist eiga enn nokkuð í land í bataferlinu. „Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.“ Mynd: Instagram

„Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þann dóm sem ég hlaut í nóvember í fyrra tel ég rétt að leiðrétta og útskýra betur þau ummæli sem ég hef látið frá mér falla varðandi það mál.“

Þetta segir Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son, eða Kleini eins og hann er stundum kallaður, á Instagram-síðu sinni í dag. 

Kristján Einar var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra á Spáni. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Heimildin greindi frá því í morgun að þær sögur sem hann sagði við heim­kom­una um brot sín og afplán­un hefðu ekki al­veg gengið upp mið­að við dóm­inn í máli hans.

Greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins

Kristján Einar segir í færslu sinni að þegar hann komst loksins aftur heim til Íslands eftir átta mánaða dvöl í gæsluvarðhaldi á Spáni hafi hann upplifað gríðarlega utanaðkomandi pressu að segja sögu sína, ekki síst frá fjölmiðlum. 

„Ég var á slæmum stað og taldi mig ekki tilbúinn til að ræða mín mál eða opna mig um mistök mín. Engu að síður tók ég ákvörðun, að mér fannst tilneyddur, um að gera einmitt það í þeirri von að áreitið myndi minnka.

Á þeim tíma var ég hins vegar ekki reiðubúinn til þess að horfa fyllilega í eigin barm og viðurkenna eigin mistök fyrir sjálfum mér – hvað þá allri þjóðinni. Ég greindi ekki rétt frá öllum þáttum málsins og varðandi aðra þætti lét ég það eftir mér að segja ekki alla söguna. Ég sé eftir því,“ skrifar hann. 

Á nokkuð í land í bataferlinu

Kristján Einar heldur áfram: „Breyskleiki er eitthvað sem allir ættu að þekkja og á þessum tíma var ég einfaldlega ekki nógu sterkur til þess að láta dæma mig út frá mistökum sem ég gerði á mínu veikasta augnabliki.

Ég var ekki kominn á þann stað sem ég er núna, sem er betri staður. Engu að síður geri ég mér grein fyrir því að ég á enn nokkuð í land í mínu bataferli og er staðráðinn í því að halda þeirri vegferð áfram með aðstoð minna nánustu,“ skrifar hann í lok færslu sinnar. 

Hægt er að lesa umfjöllun Heimildarinnar um mál Kristjáns Einars hér

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Árni Guðnýar skrifaði
    !!eigin mistök!! Þessi gaur þarf auðsjáanlega að komast á aukið pýpi ,áur en bata ferlið hefst.Gangi þer vel
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
5
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

Sif Sigmarsdóttir
6
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár